Samfélagsmiðlar

Hér færðu gott kaffi í Stokkhólmi

Kaffið í Svíþjóð er ekki ódýrt í íslenskum krónum talið. Túristi hefur þrætt kaffihúsin í Stokkhólmi og mælir með þessum stöðum fyrir þá sem vilja fá kaffi sem er peninganna virði.

Sænskar kaffihúsakeðjur eins og Wayne´s Coffee og Espresso House hafa náð svo góðri stöðu á sínum heimamarkaði að risinn Starbucks leggur ekki í slaginn. Það er þó miklu frekar staðsetning kaffihúsanna en gæði drykkjanna sem skýra yfirburði keðjanna.

Hér eru fjögur kaffihús í Stokkhólmi sem eiga það sammerkt að bjóða upp á framúrskarandi gott kaffi og rukka ekki meira fyrir bollann gert er í útibúum þeirra stærstu.

Drop Coffee – Wollmar Yxkullsgatan 10

Það er nýlega búið að stækka þetta vinsæla kaffihús á Södermalm töluvert enda margir sem vilja svala þorstanum hér þrátt fyrir gott úrval af stöðum allt í kring.

Uppáhellingur („bryggkaffe“) sem er látinn drjúpa hægt niður í könnu nýtur mikilla vinsælda og heldur kaffibarþjónunum við efnið því þeir þurfa að hella jafnt og þétt ofan í trektirnar. Þeir gestir sem kjósa heldur kaffi að hætti Ítala fá það úr nýrri Synesso vél en þær þykja það flottasta í kaffigeiranum í dag.

Mellqvist – Rörstrandgatan 2

Það er ys og þys á Mellqvist, einu vinsælasta kaffihúsinu í Vasastan, rétt hjá Sankt Eriksplan. Á stéttinni fyrir utan eru alltaf einhverjir með bolla og bollur og innandyra er alla jafna setið á flestum borðum. Þjónustan er eldsnögg og því þarf ekki að bíða lengi eftir rótsterkum Portland espresso eða bæjarins besta cortado (Mellqvist kallar þann spænska espressino).

Kaffeverket – Snickarbacken 7

Innst í Snickarbacken, litlu húsasundi skammt frá Stureplan, er gengið inn í gamalt hesthús lögreglunnar sem nú hýsir kaffihús og verslun með föt, listmuni og annað fínerí. Eini glugginn á þessu langa og mjóa húsnæði er sá sem er í útidyrahurðinni. Birtan að utan lýsir því aðeins upp fremsta hlutann. Stórir kertastjakar og kastarar, sem lýsa upp myndirnar á veggjunum, sjá um afganginn. Þetta er því óvenjulegur staður en mjög hlýlegur og sérstaklega þegar kalt er í veðri. Kaffið er virkilega gott, kardemommubollurnar sömuleiðis og svo er rækjusamlokan lostæti.

Sosta espresso bar – Sveavägen 84

Þó þetta sé hugsanlega minnsta kaffihúsið í borginni þá veitir ekki af tveimur kaffibarþjónum bakvið barinn. Kúnnarnir koma nefnilega jafnt og þétt inn af götunni, stilla sér upp við barborðið og panta sér ítalskt kaffi og sætabrauð. Hinir vingjarnlegu og spariklæddu þjónar eru eldsnöggir að hafa allt til. Og líkt og á Ítalíu þá borgar þú minna fyrir kaffið hér en á stöðum þar sem þjónað er til borðs. Einfaldur macchiato kostar t.d. 266 krónur (14 sænskar).

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á hótelum í Stokkhólmi
TENGDAR GREINAR: Vegvísir Stokkhólmur

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …