Samfélagsmiðlar

Hér færðu gott kaffi í Stokkhólmi

Kaffið í Svíþjóð er ekki ódýrt í íslenskum krónum talið. Túristi hefur þrætt kaffihúsin í Stokkhólmi og mælir með þessum stöðum fyrir þá sem vilja fá kaffi sem er peninganna virði.

Sænskar kaffihúsakeðjur eins og Wayne´s Coffee og Espresso House hafa náð svo góðri stöðu á sínum heimamarkaði að risinn Starbucks leggur ekki í slaginn. Það er þó miklu frekar staðsetning kaffihúsanna en gæði drykkjanna sem skýra yfirburði keðjanna.

Hér eru fjögur kaffihús í Stokkhólmi sem eiga það sammerkt að bjóða upp á framúrskarandi gott kaffi og rukka ekki meira fyrir bollann gert er í útibúum þeirra stærstu.

Drop Coffee – Wollmar Yxkullsgatan 10

Það er nýlega búið að stækka þetta vinsæla kaffihús á Södermalm töluvert enda margir sem vilja svala þorstanum hér þrátt fyrir gott úrval af stöðum allt í kring.

Uppáhellingur („bryggkaffe“) sem er látinn drjúpa hægt niður í könnu nýtur mikilla vinsælda og heldur kaffibarþjónunum við efnið því þeir þurfa að hella jafnt og þétt ofan í trektirnar. Þeir gestir sem kjósa heldur kaffi að hætti Ítala fá það úr nýrri Synesso vél en þær þykja það flottasta í kaffigeiranum í dag.

Mellqvist – Rörstrandgatan 2

Það er ys og þys á Mellqvist, einu vinsælasta kaffihúsinu í Vasastan, rétt hjá Sankt Eriksplan. Á stéttinni fyrir utan eru alltaf einhverjir með bolla og bollur og innandyra er alla jafna setið á flestum borðum. Þjónustan er eldsnögg og því þarf ekki að bíða lengi eftir rótsterkum Portland espresso eða bæjarins besta cortado (Mellqvist kallar þann spænska espressino).

Kaffeverket – Snickarbacken 7

Innst í Snickarbacken, litlu húsasundi skammt frá Stureplan, er gengið inn í gamalt hesthús lögreglunnar sem nú hýsir kaffihús og verslun með föt, listmuni og annað fínerí. Eini glugginn á þessu langa og mjóa húsnæði er sá sem er í útidyrahurðinni. Birtan að utan lýsir því aðeins upp fremsta hlutann. Stórir kertastjakar og kastarar, sem lýsa upp myndirnar á veggjunum, sjá um afganginn. Þetta er því óvenjulegur staður en mjög hlýlegur og sérstaklega þegar kalt er í veðri. Kaffið er virkilega gott, kardemommubollurnar sömuleiðis og svo er rækjusamlokan lostæti.

Sosta espresso bar – Sveavägen 84

Þó þetta sé hugsanlega minnsta kaffihúsið í borginni þá veitir ekki af tveimur kaffibarþjónum bakvið barinn. Kúnnarnir koma nefnilega jafnt og þétt inn af götunni, stilla sér upp við barborðið og panta sér ítalskt kaffi og sætabrauð. Hinir vingjarnlegu og spariklæddu þjónar eru eldsnöggir að hafa allt til. Og líkt og á Ítalíu þá borgar þú minna fyrir kaffið hér en á stöðum þar sem þjónað er til borðs. Einfaldur macchiato kostar t.d. 266 krónur (14 sænskar).

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á hótelum í Stokkhólmi
TENGDAR GREINAR: Vegvísir Stokkhólmur

Nýtt efni

Um síðustu mánaðamót var greint frá því á borgarvef Amsterdam að innan marka hennar væri að finna 10 snjalldælur sem ökumenn gætu nýtt sér án endurgjalds. Það sem greinir snjalldælu frá þessum hefðbundnu, sem ökumenn geta nálgast víða til að dæla lofti í bíldekkin, er að þær tryggja að þrýstingur sé réttur. Margir ökumenn hafa …

Eins og raunin var í gær, þá fá ferðamenn ekki að fara upp á Akrópólishæðina í Aþenu um miðjan daginn vegna óvenjulega mikils hita miðað við árstíma. Engum verður hleypt upp á hæðina frá hádegi til klukkan fimm síðdegis. Sama gildir um aðra fornleifastaði í landinu, sem ferðamenn sækjast eftir að skoða. Allir sem hafa …

Í byrjun síðasta vetrar hóf Easyjet að fljúga tvisvar í viku milli London og Akureyrar. Aldrei áður höfðu áætlunarferðir verið í boði á þessari flugleið og íbúar á Norðurlandi tóku þessari nýjung fagnandi og voru í meirhluta sætanna í þotum breska flugfélagsins. Þetta mátti sjá á tölum norðlenska gististaða því breskum gestum fjölgaði ekki ýkja …

Ákvörðun Evrópusambandsins um að leggja allt að 38,1 prósents viðbótartoll á kínverska rafbíla vekur áhyggjur margra í alþjóðlega viðskiptaheiminum. Verndartollum er ætlað að hemja samkeppni að utan, reisa varnir á heimavelli, en leiða auðvitað gjarnan til þess að mótaðilinn svarar fyrir sig. Það óttast einmitt evrópskir framleiðendur, sem háðir eru viðskiptum við Kína, að gerist …

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðskiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …