Samfélagsmiðlar

5 ástæður til heimsækja Washington

Síðustu sjö ár hefur höfuðborg Bandaríkjanna verið sá staður vestanhafs sem flestir hafa flutt til. Ferðamannastraumurinn þangað hefur líka aukist enda sífellt fleiri að átta sig á því að borgin er langt frá því að vera litlaus diplómatabær. Hér nokkrir af hápunktum borgarinnar, hver á sínu sviði.

Skyndibitinn

Pylsa í brauði með chili con carne sósu yfir er réttur hússins á Ben´s Chilli Bowl (1213 U street NW), bæjarins bestu í Washington. Obama forseti hefur mætt á svæðið til að smakka og Bill Cosby er fastagestur. Stuttan spöl frá þinghúsinu á Capitol Hill er ósvikin hamborgarabúlla sem kallast Good Stuff Eatery (303 Pennsylvania Avenue) og mun forsetafrúin hafa sérstakar mætur á þeim stað. Út um alla borg eru vagnar sem selja alls kyns fljótlega og frumlega rétti og það er því um að gera að prófa ef lyktin er lokkandi og biðröðin löng.

Söfnin

Það kostar ekki krónu inn á Smithsonian söfnin jafnvel þó þar megi finna ótrúlegt magn af dýrgripum og fróðleik. Þau eru almennt talin vera með þeim merkari í heiminum og ellefu af þeim söfnum sem tilheyra Smithsonian eru í nágrenni við National Mall garðinn. Flest eru þau opin alla daga ársins nema jóladag. Safnverðir í Washington fá því ekki frí á mánudögum líkt og kollegar þeirra víða annars staðar.

Verslanirnar

Það er meiri upplifun í því fólgin fyrir ferðamann að fara í búðaráp í miðborg en í risavaxinni kringlu í úthverfi. Í Washington eru nokkur góð verslunarhverfi innan borgarmarkanna þar sem finna má sérverslanir og útibú þekktustu vörumerkjanna. Í nágrenni við Hvíta húsið, n.t.t. á breiðgötum F og G á milli sjöunda og þrettánda strætis eru nokkrar stórverslanir og í Georgetown, háskólahverfinu, er einnig mikið úrval og ein lítil kringla. Metró gengur út í Pentagon City verslunarmiðstöðina og svo er Tyson Corner Center, sjötta stærsta kringla Bandaríkjanna, ekki svo langt frá Washington.

14. strætið

Hringiða næturlífsins í Washington er á 14. stræti Logan Circle hverfisins. Þar opna nýir veitingastaðir og barir jafnt og þétt og úrvalið er fjölbreytt. Á Birch and Barley (nr. 1337) er bjórinn í aðalhlutverki og matargestir geta pantað sér mismunandi öl með hverju rétti. Á Cork bar (nr. 1720) má fá ljúfengan tartar og umtöluðustu franskar borginnar með vínglasinu. Hanastélin á leynibarnum Gibson (nr. 2009) eru framúrskarandi og það er því þess virði að banka á ómerkta hurðina og athuga hvort dyravörðuinn vilji hleypa manni inn.

SJÁ EINNIG: Fjör á fjórtánda stræti

Kennileitin

Hvíta húsið er klárlega þekktasta hús Bandaríkjanna. Þetta aðsetur forseta landsins er í norðurhluta National Mall almenningsgarðsins og þar má finna minnisvarða látinna hermanna, forseta og þjóðhetja ásamt þinghúsinu og Smithsonian söfnunum. Það tekur um 2-3 tíma að rölta á milli allra þessara þekktu mannvirkja. Það er líka tilvalið að leigja borgarhjól og hjóla í rólegheitum á svæðinu því þar er bílaumferð takmörkuð.

TENGDAR GREINAR: Leiðin frá Hvíta húsinu og að uppáhalds hamborgarabúllu forsetafrúarinnar –  Vegvísir Washington

Mynd: Ferðamálaráð Washington og Birch&Barley

 

Nýtt efni

Árið 1970 barst Pattie Boyd nafnlaust og dularfullt ástarbréf frá einhverjum sem þráði hana afar heitt. Vandinn var bara sá að Pattie var þegar gift öðrum manni og ekki ófrægum; hún og George Harrison gítarleikari The Beatles höfðu búið saman í sex ár þegar bréfið barst Pattie.  „Ég skrifa þér þessa orðsendingu í þeim megintilgangi …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …