Samfélagsmiðlar

Týpurnar sem pirra flugfarþega mest af öllu

Tímaþröng, biðraðir, vopnaleit og jafnvel flughræðsla hafa áhrif á skap fólks þegar það á leið um flugvelli. Hér eru nokkur víti til varnaðar fyrir þá sem vilja síður fara í taugarnar á öðrum á flugstöðinni.

Nætursvefninn var stuttur, enginn tími fyrir morgunmat og fyrstu tímar morgunsins hafa farið í að keyra og standa í biðröðum. Það er því ekki skrítið að sumir séu viðkvæmir fyrir slóðaskap og frekju á flugvellinum. Samkvæmt 1200 manna úrtaki vefsíðunnar Skyscanner eru þetta týpurnar sem fara í þær fínustu hjá flugfarþegum.

1. Hinir ósvífnu

Fjórir af hverjum tíu þátttakendum í könnuninni segjast ekkert eins pirrandi eins og farþegar sem kunna ekki að fara í röð við innritunarborð eða brottfararhlið.

2. Hinir plássfreku

Farþegar sem setja handfarangurinn sinn á stól eða leggjast á bekk jafnvel þó öll sæti í kringum þá séu upptekin.

3. Hinir óviðbúnu

Þó slakað hafi verið á eftirliti með skóm þá þarf fólk ennþá að taka af sér belti áður en farið er í gegnum öryggishliðin. Fartölvur og ílát með vökva þarf svo að taka upp úr handfarangrinum áður en hann er skannaður. Svona hafa reglurnar verið lengi en samt eru margir sem gleyma að gera allt klárt og tefja þannig afgreiðsluna í vopnaleitinni.

4. Hinir óhagganlegu

Þeir sem ekki ná plássi í fremstu röð við farangursbeltin þurfa að biðja fólk um að víkja svo þeir geti náð í töskuna sína áður en hún fer framhjá. Sumir farþegar standa þó bara sem fastast með töskukerruna sér við hlið og taka alltof mikið pláss.

5. Hinir drukknu

Nærri tíundi hver farþegi segir þá sem nýta tímann á flugvellinum til að drekka áfengi vera mest óþolandi af öllum.

6. Hinir óskipulögðu

Yfirvigt kostar sitt og flugfélögin láta fáa sleppa í gegn með of þungar töskur. Til að komast hjá aukagjaldi endurraða sumir farþegar í töskurnar við innritunarborðið jafnvel þó tugir manna standi í röðinni fyrir aftan þá. Þess háttar framkoma þykir mörgum þreytandi.

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð og bókaðu hagstæðustu gistinguna

Mynd: Heathrow airport

Nýtt efni

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …