Samfélagsmiðlar

Haustútsala á hótelherbergjum

Það eru ekki bara forsvarsmenn flugfélaga sem eru í tilboðsgír þessi misserin. Hótelstjórar lækka líka verðið og á einni stærstu hótelbókunarsíðu heims, Hotels.com, hófst útsala í morgun. Túristi kíkti við.

Það eru margir Íslendingar sem halda út í heim í september og október samkvæmt mælingum Ferðamálastofu. Fólk á leið í borgarferð á þó til að bókagistingu með frekar stuttum fyrirvara. Þannig verða hótelstjórar í Kaupmannahöfn hissa ef þeim berst pöntun meira en fjórum vikum fyrir komu. Það því sennilega óhætt að fullyrða að margir lesendur Túrista hafi tryggt sér farseðil út en eiga eftir að ganga frá gistingunni. Í dag hófst útsala hjá hótelbókunarsíðunni Hotels.com og því einhverjir sem geta gert góð kaup. Hér eru nokkur verðdæmi í þeim borgum sem flogið er beint til frá Keflavík á næstu mánuðum.

Berlín

Sorat Hotel Ambassador er nokkuð hefðbundið þriggja stjörnu hótel, ekki langt frá verslunarhúsi KaDeWe. Hótelið fær fjóra af fimm í einkunn hjá notendum Tripadvisor og netið er frítt. Nóttin er á um ellefu þúsund krónur en er venjulega á tæpar fimmtán þúsund krónur. Sjá nánar hér.

Grand Hyatt Berlin er eitt af betri hótelum borgarinnar með spa og sundlaug á efstu hæð þaðan sem gott útsýni er yfir borgina. Þeir sem vilja búa vel og miðsvæðis í Berlín gætu freistast til að bóka tilboð hótelsins um 30 prósent afslátt ef gist er í þrjár nætur eða meira. Nóttin er þá á tæpar 25 þúsund krónur. Sjá nánar hér.

Edinborg

Í skoska höfuðstaðnum er þægilegast að koma sér fyrir á hóteli í gamla eða nýja bænum (Old Town og New Town). Á þeim slóðum er hægt að finna mörg þriggja og fjögurra stjórnu hótel sem bjóða þrjár nætur á bilinu 40 til 50 þúsund krónur. Sjá nánar hér.

Glasgow

Jurys Inn er hefðbundið breskt hótel, með heldur litlum herbergum og oftar en ekki útsýni út í dimman bakgarð. Staðsetningin er hins vegar góð og verðið sömuleiðis því þar má t.d fá þrjár nætur, fyrstu helgina í nóvember, á innan við fjörtíu þúsund krónur. Sjá nánar hér.

London

Það er ógrynni af hótelum í breska höfuðstaðnum á útsölu Hotels.com. Afslættir á þriggja og fjögurra stjörnu hótelum er því mjög mismunandi er meðalverð á þriggja stjörnu gistingu á að vera um tólf þúsund krónur. Það á þó heldur við hótel í útjaðrinum. Þeir sem vilja búa miðsvæðis borga oftast meira. En það getur borgað sig. Sjá nánar hér.

Orlando

Floridays Resort Orlando er talið eitt fjölskylduvænsta hótelið á Orlando samkvæmt notendum Tripadvisor. Hótelið býður vænan afslátt af gistingunni næstu mánuði. Sjá nánar hér.

Stokkhólmur

Hotel Birger Jarl fékk ágætis umsögn hjá Túrista í fyrra. Töluverðar framkvæmdir eru á hótelinu um þessar mundir og það útskýrir sennilega þann væna afslátt sem hótelstjórinn bíður næstu vikur. Nóttin fer niður í tæpar þrettán þúsund krónur fram til áramóta. Sjá nánar hér.

Hotel Rival er hótel í fínni endanum og er í eigu Benny Andersson úr Abba. Hótelið er við Mariatorget á Södermalm, einu líflegasta hverfi borgarinnar. Það er vananlega heldur dýrt að gista hjá Benny en þeir sem eru heppnir geta fundið nætur sem kosta um þrjátíu þúsund. Sjá nánar hér.

Toronto

Fairmont Royal York er eitt af þekktari hótelum Toronto. Það er risastórt og þessi misserin er unnið að viðhaldi á byggingunni. Það truflaði ekki útsendara Túrista sem gisti á hótelinu nýverið og getur mælt með því fyrir þá sem vilja búa miðsvæðis og í góðum tengslum við almenningssamgöngur innanbæjar og til flugvallarins. Það má finna gistingu á Fairmont á kringum tuttugu þúsund næstu vikur. Sjá nánar hér.

Útsala Hotels.com nær til fjölmargra áfangastaða og það gæti borgað sig að líta inn ef hugurinn stefnir út fyrir áramót.

VILTU 15% AFSLÁTT AF GISTINGU Í KAUPMANNAHÖFN


Mynd:
Nicho Södling/imagebank.sweden.se

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …