Samfélagsmiðlar

Haustútsala á hótelherbergjum

Það eru ekki bara forsvarsmenn flugfélaga sem eru í tilboðsgír þessi misserin. Hótelstjórar lækka líka verðið og á einni stærstu hótelbókunarsíðu heims, Hotels.com, hófst útsala í morgun. Túristi kíkti við.

Það eru margir Íslendingar sem halda út í heim í september og október samkvæmt mælingum Ferðamálastofu. Fólk á leið í borgarferð á þó til að bókagistingu með frekar stuttum fyrirvara. Þannig verða hótelstjórar í Kaupmannahöfn hissa ef þeim berst pöntun meira en fjórum vikum fyrir komu. Það því sennilega óhætt að fullyrða að margir lesendur Túrista hafi tryggt sér farseðil út en eiga eftir að ganga frá gistingunni. Í dag hófst útsala hjá hótelbókunarsíðunni Hotels.com og því einhverjir sem geta gert góð kaup. Hér eru nokkur verðdæmi í þeim borgum sem flogið er beint til frá Keflavík á næstu mánuðum.

Berlín

Sorat Hotel Ambassador er nokkuð hefðbundið þriggja stjörnu hótel, ekki langt frá verslunarhúsi KaDeWe. Hótelið fær fjóra af fimm í einkunn hjá notendum Tripadvisor og netið er frítt. Nóttin er á um ellefu þúsund krónur en er venjulega á tæpar fimmtán þúsund krónur. Sjá nánar hér.

Grand Hyatt Berlin er eitt af betri hótelum borgarinnar með spa og sundlaug á efstu hæð þaðan sem gott útsýni er yfir borgina. Þeir sem vilja búa vel og miðsvæðis í Berlín gætu freistast til að bóka tilboð hótelsins um 30 prósent afslátt ef gist er í þrjár nætur eða meira. Nóttin er þá á tæpar 25 þúsund krónur. Sjá nánar hér.

Edinborg

Í skoska höfuðstaðnum er þægilegast að koma sér fyrir á hóteli í gamla eða nýja bænum (Old Town og New Town). Á þeim slóðum er hægt að finna mörg þriggja og fjögurra stjórnu hótel sem bjóða þrjár nætur á bilinu 40 til 50 þúsund krónur. Sjá nánar hér.

Glasgow

Jurys Inn er hefðbundið breskt hótel, með heldur litlum herbergum og oftar en ekki útsýni út í dimman bakgarð. Staðsetningin er hins vegar góð og verðið sömuleiðis því þar má t.d fá þrjár nætur, fyrstu helgina í nóvember, á innan við fjörtíu þúsund krónur. Sjá nánar hér.

London

Það er ógrynni af hótelum í breska höfuðstaðnum á útsölu Hotels.com. Afslættir á þriggja og fjögurra stjörnu hótelum er því mjög mismunandi er meðalverð á þriggja stjörnu gistingu á að vera um tólf þúsund krónur. Það á þó heldur við hótel í útjaðrinum. Þeir sem vilja búa miðsvæðis borga oftast meira. En það getur borgað sig. Sjá nánar hér.

Orlando

Floridays Resort Orlando er talið eitt fjölskylduvænsta hótelið á Orlando samkvæmt notendum Tripadvisor. Hótelið býður vænan afslátt af gistingunni næstu mánuði. Sjá nánar hér.

Stokkhólmur

Hotel Birger Jarl fékk ágætis umsögn hjá Túrista í fyrra. Töluverðar framkvæmdir eru á hótelinu um þessar mundir og það útskýrir sennilega þann væna afslátt sem hótelstjórinn bíður næstu vikur. Nóttin fer niður í tæpar þrettán þúsund krónur fram til áramóta. Sjá nánar hér.

Hotel Rival er hótel í fínni endanum og er í eigu Benny Andersson úr Abba. Hótelið er við Mariatorget á Södermalm, einu líflegasta hverfi borgarinnar. Það er vananlega heldur dýrt að gista hjá Benny en þeir sem eru heppnir geta fundið nætur sem kosta um þrjátíu þúsund. Sjá nánar hér.

Toronto

Fairmont Royal York er eitt af þekktari hótelum Toronto. Það er risastórt og þessi misserin er unnið að viðhaldi á byggingunni. Það truflaði ekki útsendara Túrista sem gisti á hótelinu nýverið og getur mælt með því fyrir þá sem vilja búa miðsvæðis og í góðum tengslum við almenningssamgöngur innanbæjar og til flugvallarins. Það má finna gistingu á Fairmont á kringum tuttugu þúsund næstu vikur. Sjá nánar hér.

Útsala Hotels.com nær til fjölmargra áfangastaða og það gæti borgað sig að líta inn ef hugurinn stefnir út fyrir áramót.

VILTU 15% AFSLÁTT AF GISTINGU Í KAUPMANNAHÖFN


Mynd:
Nicho Södling/imagebank.sweden.se

Nýtt efni

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …