Samfélagsmiðlar

Kaupmannahöfn frá A til Ö

Matarmenning Dana er grunnurinn að þeirri íslensku. Danska hakkebuffið hefur þó ekki skilað sér nógu vel hingað til lands og því nauðsynlegt að koma við á Toldbod Bodega og panta sér „Store dreng“ í næstu ferð. En Stefán Islandi var einn af fastagestum staðarins og spilaði billjard í bakherberginu ásamt kollegum sínum í Óperunni.

Nýhöfn er sennilega einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í Kaupmannahöfn. Veitingastaðirnir við „Den glade side“ njóta góðs af því og prísarnir þar eru nokkru hærri en víða annars staðar í borginni.

Ordrupgaard er listasafn rétt við Bakken í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Viðbygging safnsins var teiknuð af Zaha Hadid, einum þekktasta núlifandi arkitekt heims og þar er oft áhugaverðar sýningar. Þó Louisiana sé sér á báti þá er líka þess virði að heimsækja Ordrupgaard og huggulegt að ganga í skóginum að húsinu.

Ólæti hafa sett svip sinn á borgina með reglulega millibili. Þegar Ungdómshúsið á Norðurbrú var rýmt fyrir 6 árum síðan ríkti eiginlega stríðsástand á götum þessarar friðsælu borgar í nokkra daga.

Parken er þjóðarleikvangur Dana og þar eru íslenskir knattspyrnumenn reglulega sólaðir upp úr skónum.

Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn hefur lengi verið haldið í gíslingu af panflautuleikurum. Þeir eru hins vegar farnir annað því framkvæmdir við gerð metróstöðvar yfirgnæfa músíkina. Það hefur því ekki verið jafn notalegt að borða pylsu á torginu í langan tíma því vinnuvélahljóðin venjast betur en flautið.

Smurbrauðsstaðirnir í miðbænum eru skyldustopp á ferðalagi um Kaupmannahöfn. Réttirnir eru klassískir og uppskriftin víðast sú sama. Hráefnið er hins vegar misgott en Schønnemann og Slotskælderen hos Gitte Kik eru alltaf peninganna virði. Sorgenfri er líka klassíkur staður og þar er opið fram á kvöld.

Tívolí tekur T-ið þó vissulega geri Thorvaldsenssafnið líka tilkall til þess. Thorvaldsen var hálfur Íslendingur eða eins og segir í enskum bæklingi safnsins, „his father was from island“. Hvort höfundur hafi viljandi viljað villa um fyrir erlendum gestum safnsins skal ósagt látið en þetta er alla vega ekki góð enska.

Umferðin í Kaupmannahöfn er sjaldnast þung, alla vega miðað við margar aðrar borgir. Þeir sem setjast undir stýri í borginni ættu þó að passa sig í hægri beygjunum því þá er mikil hætta á árekstri við reiðhjól.

Útlendingar með lögheimili í Kaupmannahöfn eru nærri 175 þúsund talsins. Þar af eru 3698 íslenskir ríkisborgarar.

Vötnin eða Søerne sem skilja Brúarhverfin frá miðborginni eru eitt vinsælasta útivistarsvæði Kaupmannahafnarbúa. Hér skokkar fólk allan sólarhringinn, barnavagnar halda stígnum sléttum og stundum leggur vatnið og þá dregur fólk fram skauta og gönguskíði.

Ytri-Norðurbrú var áður verksmiðjuhverfi en nú eru þar aðallega íbúðahúsnæði. Hverfið er sagt byrja við Jagtvej og á því svæði eru tvær götur, Jægerborgsgade og Stefansgade, sem njóta sívaxandi vinsælda meðal þeirra sem vilja gera vel við sig í mat og drykk og versla í öðruvísi búðum.

Þorrablót Íslendingafélagsins eru nú haldin á Norðurbryggju í Christianshavn þar sem íslenska sendiráðið er til húsa. Einn þekktasti veitingastaður heims, Noma, er í hinum enda hússins en matreiðslumennirnir þar hafa víst ekki komið yfir til að biðja um smakk hjá Íslendingunum.

Æsifréttablöðin tvö, Ekstrabladet og BT, hengja upp plaköt út um allan bæ og af fyrirsögnunum að dæma er eitthvað virkilega rotið í Danaveldi. Þær fréttir eiga sjaldnast við rök að styðjast.

Ölið er eitt af því einkennir Danmörku, bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Danir eru löngu hættir að fá sér bjór með hádegismatnum en þeir drekka þó meira af áfengi en aðrir Norðurlandabúar. Fyrir þá sem vilja prófa eitthvað annað en Carlsberg og Tuborg þá er Mikkeller barinn á Stefansgade málið.

VILTU 15% AFSLÁTT AF GISTINGU Í KAUPMANNAHÖFN

Greinin birtist fyrst í Fréttatímanum
Mynd: Copenhagen Media Center

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …