Samfélagsmiðlar

Fáðu meira út úr borgarferðinni

Sex heilræði fyrir þá sem vilja nýta tímann og peningana vel í næstu stórborgarreisu.

Búa miðsvæðis

Það getur verið freistandi að bóka gistingu í úthverfum og lækka hótelreikninginn um þúsundir króna. Kostnaður við að koma sér inn í borgina að morgni og heim að kveldi gengur þó fljótt á sparnaðinn. Svo ekki sé minnst á tímann sem fer í ferðalögin. Í stórborgunum skiptir líka máli að velja hótel í þeim borgarhlutum sem þykja mest spennandi.

Bóka borð

Það er uppskrift að misheppnaðri veitingahúsaferð að rölta sársvangur um ókunnuga borg í leit að spennandi matsölustað. Það er því ágætt að kynna sér matarmenningu borgarinnar áður en lagt er í hann og bóka borð á áhugaverðum veitingastöðum. Það er líka um að gera a nýta hádegið til að borða á betri stöðunum því þá eru verðin oftast nær lægri en þau eru á kvöldin.

Sveigjanleiki

Það er oft dýrast að fljúga út á föstudegi og heim á sunnudegi. Þeir sem geta verið fram á mánudag eða jafnvel ferðast í miðri viku geta því stundum fengið ódýrari farmiða og gistingu. Í sumum borgum lækka hótelstjórarnir hins vegar verðið um helgar þegar viðskiptafólkið og erindrekarnir halda heim. Þetta á til dæmis við um Frankfurt og Brussel.

Kortleggja daginn

Í þriggja daga borgarferð getur verið gott að hafa drög að dagskrá. Til dæmis er heppilegt að heimsækja vinsæla ferðamannastaði að morgni til því raðirnar lengjast þegar líður á daginn. Flakk á milli hverfa getur verið tímafrekt og því fínt að gera hverjum borgarhluta góð skil á einu bretti. Ferð upp á hótel til að skipta um föt fyrir kvöldið tekur sinn tíma og því skynsamlegt að skilja flíspeysuna eftir heima og vera heldur í hlýjum fötum sem hægt er að fara í út um kvöldið.

Vita hvað er frítt

Það kostar ekkert að heimsækja mörg af bestu söfnum í heimi og önnur hleypa frítt inn einu sinni í viku. Á góðum degi getur líka verið gaman að rölta um fallegan skrúðgarð og taka aðeins upp veskið til að kaupa sér hressingu.

Nýta almenningssamgöngur

Það er þægilegt að setjast upp í leigubíl og láta keyra sig upp að dyrum. En neðanjarðarlestir eru oftast fljótasti ferðamátinn þó það taki smá tíma að átta sig á kerfinu. Og auðvitað kostar lestarmiðinn miklu minna en bílstjórinn rukkar.

VILTU 15% AFSLÁTT AF GISTINGU Í KAUPMANNAHÖFN

Greinin birtist fyrst í Fréttatímanum
Mynd: Visit Sweden/Nicho Södling

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …