Samfélagsmiðlar

Fáðu meira út úr borgarferðinni

Sex heilræði fyrir þá sem vilja nýta tímann og peningana vel í næstu stórborgarreisu.

Búa miðsvæðis

Það getur verið freistandi að bóka gistingu í úthverfum og lækka hótelreikninginn um þúsundir króna. Kostnaður við að koma sér inn í borgina að morgni og heim að kveldi gengur þó fljótt á sparnaðinn. Svo ekki sé minnst á tímann sem fer í ferðalögin. Í stórborgunum skiptir líka máli að velja hótel í þeim borgarhlutum sem þykja mest spennandi.

Bóka borð

Það er uppskrift að misheppnaðri veitingahúsaferð að rölta sársvangur um ókunnuga borg í leit að spennandi matsölustað. Það er því ágætt að kynna sér matarmenningu borgarinnar áður en lagt er í hann og bóka borð á áhugaverðum veitingastöðum. Það er líka um að gera a nýta hádegið til að borða á betri stöðunum því þá eru verðin oftast nær lægri en þau eru á kvöldin.

Sveigjanleiki

Það er oft dýrast að fljúga út á föstudegi og heim á sunnudegi. Þeir sem geta verið fram á mánudag eða jafnvel ferðast í miðri viku geta því stundum fengið ódýrari farmiða og gistingu. Í sumum borgum lækka hótelstjórarnir hins vegar verðið um helgar þegar viðskiptafólkið og erindrekarnir halda heim. Þetta á til dæmis við um Frankfurt og Brussel.

Kortleggja daginn

Í þriggja daga borgarferð getur verið gott að hafa drög að dagskrá. Til dæmis er heppilegt að heimsækja vinsæla ferðamannastaði að morgni til því raðirnar lengjast þegar líður á daginn. Flakk á milli hverfa getur verið tímafrekt og því fínt að gera hverjum borgarhluta góð skil á einu bretti. Ferð upp á hótel til að skipta um föt fyrir kvöldið tekur sinn tíma og því skynsamlegt að skilja flíspeysuna eftir heima og vera heldur í hlýjum fötum sem hægt er að fara í út um kvöldið.

Vita hvað er frítt

Það kostar ekkert að heimsækja mörg af bestu söfnum í heimi og önnur hleypa frítt inn einu sinni í viku. Á góðum degi getur líka verið gaman að rölta um fallegan skrúðgarð og taka aðeins upp veskið til að kaupa sér hressingu.

Nýta almenningssamgöngur

Það er þægilegt að setjast upp í leigubíl og láta keyra sig upp að dyrum. En neðanjarðarlestir eru oftast fljótasti ferðamátinn þó það taki smá tíma að átta sig á kerfinu. Og auðvitað kostar lestarmiðinn miklu minna en bílstjórinn rukkar.

VILTU 15% AFSLÁTT AF GISTINGU Í KAUPMANNAHÖFN

Greinin birtist fyrst í Fréttatímanum
Mynd: Visit Sweden/Nicho Södling

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …