Samfélagsmiðlar

Gengið er með íslenskum túristum

Í þessum löndum færðu núna meira fyrir íslensku krónurnar en í fyrra.

Krónan hefur styrkst nokkuð frá því í fyrra í samanburði við flesta gjaldmiðla. Í sumum tilvikum er munurinn á annan tug prósenta og það munar um minna fyrir íslenskan launamann í utanlandsferð. Oftast er mismunurinn þó nokkur prósentustig okkur í vil en þeir sem skipta krónum yfir í pund þurfa að borga meira.

Gengið er þó vissulega langt frá því að vera jafn hagstætt og það var fyrir hrun en þó má reyna að horfa á björtu hliðarnar.

Einn ókeypis dagur

Sá sem leggur leið sína til Kanada í dag borgar um 11 prósent minna fyrir uppihaldið í samanburði við síðasta ár. Gengi kanadíska dollarans hefur nefnilega lækkað um nærri þrettán prósent og þar sem verðbólgan þar í landi er lág skilar gengismunurinn sér nær allur í vasa íslenska ferðamannsins. Það má því segja að túristi sem eyðir 25 þúsund krónum á dag í tíu daga Kanadareisu fái síðasta daginn frían.

Þeir sem halda sig Bandaríkjunum borga aðeins minna í samanburði við síðasta ár því þarlendi dollarinn hefur lækkað um rúm sex prósent en á móti kemur að verðlagið hefur hækkað um nærri tvö prósent.

Mun ódýrara víðar

Af þeim löndum sem flogið er beint til frá Keflavík þá hefur verðlagið í Kanada tekið jákvæðustu breytingunum í íslenskum krónum talið. Tyrkneska líran og rússneska rúblan hafa reyndar misst meira af virði sínu en kanadíski dollarinn en verðbólgan í þessum löndum hefur verið há undanfarið ár og hún étur upp um helminginn af gengismuninum. Þrátt fyrir það er mun ódýrara að vera íslenskur ferðamaður í þessum löndum í sumar en það var í fyrra. Þannig kostar vikudvöl á miðlungshóteli í Sankti Pétursborg um tíu þúsund krónum minna í dag en fyrir ári síðan.

Frekar Svíþjóð og Noregur en Danmörk

Flugsamgöngur milli Íslands og Skandinavíu eru góðar allt árið um kring og þangað fljúga margir frá Keflavík. Eins og staðan er í dag þá hefur hagur okkar vænkast meira í Svíþjóð og Noregi en í Danmörku. Það fæst nefnilega um 7 til 10 prósent meira í þessum löndum í dag á meðan danska krónan fylgir evrunni en á evrusvæðinu hefur verðlagið eiginlega staðið í stað síðastliðna mánuði og gengi evrunar lækkað um 3,5 prósent. Það er því aðeins ódýrara að fara þar um í dag en í fyrra.

Breska pundið er hins vegar einn fárra gjaldmiðla sem hefur styrkst sig síðustu 12 mánuði í samanburði við íslensku krónuna og með teknu tilliti til verðbólgu þá þarf að borga um 3 prósent meira fyrir hlutina þar í landi í dag miðað við júní í fyrra.

TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Í KAUPMANNAHÖFN
ORLOFSÍBÚÐIR: Í PARÍSÍ BARCELONA
BÍLALEIGA: GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM

Nýtt efni

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …