Samfélagsmiðlar

Borðað beint úr bílnum í Vancouver

Í hádeginu myndast langar raðir við nokkra trukka í miðborg Vancouver.

Í hádeginu myndast langar raðir við nokkra trukka í miðborg Vancouver. Hagsýnir túristar sem vilja fá sér gott að éta ættu að fylgja fordæmi heimamanna og borða á götunni.

Einkabílinn á undir högg að sækja í stærstu borginni á vesturströnd Kanada. Borgarstjórinn hefur lagt hjólastíga út um allar trissur og í bílastæðunum eru trukkar þar sem útbúinn er skyndibiti. Þess háttar matsala fór á flug þegar Vancouver hélt vetrarólympíuleikana árið 2010 og hefur nú öðlast fastan sess í borginni. Hugmyndaauðgi einkennir matseðlana sem hanga á bílunum og alveg nauðsynlegt að gera þessu hluta af matarmenningu Vancouver góð skil í ferð til borgarinnar. Það kostar heldur ekki mikið. Réttirnir eru víðast á 500 til 1000 krónur og margir þeirra metta á við nokkrar soðnar pylsur.

Skyndibiti úr sjónum

Vegna nálægðarinnar við hafið er hefð fyrir því að elda góða fiskrétti á veitingahúsunum á þessum slóðum og í bílunum hafa þau ekki undan að elda skyndibita úr sjávarfangi. Tveir þeirra stela eiginlega senunni í þessari deild. Það er Tacofino sem setur saman frábært taco úr steiktum þorski og túnfiskurinn í wasabi majónesinu er ekki síðri. Síðan er það The Kaboom Box Food sem sérhæfir sig í reyktum laxi. Þar kallast aðalrétturinn „Salmwhich” og samanstendur af reyktum laxi í grillaðri, mjúkri brauðbollu með sterku majó og káli sem hefur legið í hunangssinnepi.

Þúsundosta samlokur

Bræddur ostur hefur lengi þótt passa vel ofan á grillað brauð. Hjá Mom´s Grilled Cheese er þessi blanda tekin alla leið og hver samloka er með nokkrum tegundum af osti. Eins og gefur að skilja er þetta ekkert léttmeti og ferðamaðurinn heldur því saddur í áframhaldandi göngu um borgina.

Tandoori ofn í trukknum

Naan brauð og kebab mætast ekki reglulega á matseðli og hvað þá í einum og sama réttinum. Hjá Soho Road Naan Kebab leika þau sér hins vegar að þessari blöndu og er brauðið bakað í sérútbúnum tandoori ofn sem komið hefur verið fyrir í bílnum. Fínt dæmi um þann metnað sem ríkir hjá bílakokkunum í Vancouver. Vij’s Railway Express er svo fyrir þá sem vilja naanbrauð með ósviknum indverskan mat.

Pylsur með þangi

Auðvitað er líka hægt að fá sér grillaða pylsu út á götu í Vancouver líkt og alls staðar annars staðar í heiminum. Vinsælasta útgáfan af þessum klassíska skyndibita þar í borg er hins vegar sótt til Japan og er seld úr vögnum merktum Japadog. Hér er meðlætið sett ofan á stóra pylsu og flestir toppa réttinn með vænum skammti af þangi.

Eini gallinn við þessa matartrukka er sá að þeir eru sífellt á ferðinni og ekki alltaf hægt að ganga að þeim sem vísum. Margir parkera hins vegar við torgið aftan við Vancouver Art Gallery í miðborginni og þar má oftast finna góðan götumat. Á heimasíðum staðanna eru alltaf nýuppfærðar upplýsingar um hvar bílarnir leggja þann daginn og svo eru nokkur öpp með þessar háttar upplýsingar á reiðum höndum.

Icelandair flýgur til Vancouver frá vori og fram á haust.

Vegvísir fyrir Vancouver

 

Nýtt efni

„Aðkoma mín að ferðaþjónustunni hefur verið á ýmsum sviðum og ég hef fengið að starfa í greininni í meira en þrjá áratugi, þar af meira en aldarfjórðung í eigin rekstri. Á þessum árum hefur greinin okkar vaxið úr því að vera næstum því tómstundagaman fyrir áhugasama í það að vera stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar með öllum …

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …