Samfélagsmiðlar

Áfram langdýrast að leigja bíla á Íslandi

bilaleigur konnun30mar turisti

Verðskrár bílaleiganna við Keflavíkurflugvöll í sumar eru miklu hærri en gerist og gengur við aðrar evrópskar flughafnir. Verðskrár bílaleiganna við Keflavíkurflugvöll í sumar eru miklu hærri en gerist og gengur við aðrar evrópskar flughafnir. Á Spáni hefur verðið lækkað töluvert síðustu mánuði.
Ferðamaður sem bókar núna bílaleigubíl af minnstu gerð fyrir sumarið greiðir að lágmarki 9.134 krónur á dag fyrir bílinn á leigunum við Keflavíkurflugvöll. Sá sem er á leið til Kaupmannahafnar borgar hins vegar aðeins rétt um tvö þúsund krónur á dag. Munurinn á sumartöxtunum við þessa tvo flugvelli er ríflega fjórfaldur líkt og hann var 1. febrúar sl. þegar Túristi gerði síðast samanburð á leiguverði við tuttugu evrópskar flughafnir. Í súluritinum hér að ofan má sjá hvernig leiguverð sumarsins hefur þróast síðustu 2 mánuði. 

Ódýrara á Spáni

Það er töluvert framboð á flugi héðan til Alicante og Barcelona frá vori og fram á haust og því vafalítið margir Íslendingar á leiðinni þangað. Þeir sem vilja hafa ökutæki til umráða í Spánarreisunni í sumar og hafa ekki ennþá pantað bíl borga í dag 12 til 16 prósent minna en þeir sem bókuðu fyrir tveimur mánuðum síðan. Verðið hefur einnig lækkað töluvert við Genfarflugvöll. Meðaldagverðið hér á landi hefur hins vegar hækkað um fjóra af hundraði. 

Finnur lægra verð

Í verðkönnuninni voru fundnir ódýrustu bílaleigubílarnir við hverja flugstöð seinnihlutann í júní, júlí og ágúst og svo reiknað út meðalverð á dag miðað við tveggja vikna leigutíma. Í öllum tilvikum er ótakmarkaður akstur og kaskótrygging innifalin í verðinu.
Notast var við leitarvél Rentalcars.com sem er ein umsvifamesta bókunarsíða heims á þessu sviði og býður því oft lægra verð en almennt gerist. Sem dæmi finnur Rentalcars bílaleigubíl á Keflavíkurflugvelli, seinni hlutann í júlí, á rúmlega 131 þúsund krónur. Ódýrasti bíllinn hjá Hertz þessa sömu daga er á um 203 þúsund krónur og 214 þúsund hjá Avis. Ódýrasti bíllinn sem Dohop finnur er á ríflega 136 þúsund. Þess ber að geta að Rentalcars.com er samstarfsaðili Túrista og heldur úti bílaleiguleitarvél síðunnar.
TENGDAR GREINAR: Flestar kvartanir vegna íslenskra bílaleiga

Nýtt efni

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …