Samfélagsmiðlar

Bætast þessar borgir við leiðakerfi Keflavíkurflugvallar?

flugtak 860 a

Flug til Chicago hefst í vor og útlit er fyrir að næst fjölmennasta borg Kanada verði á áætlun Icelandair og WOW á næsta ári. Flug til Chicago hefst í vor og útlit er fyrir að næst fjölmennasta borg Kanada verði á áætlun Icelandair og WOW á næsta ári. En skildu fleiri borgir bætast í sarpinn og á hvaða flugleiðum eykst samkeppnin? 
Nú í sumar er boðið upp á áætlunarflug héðan til tæplega sextíu áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Bandaríska borgin Chicago bætist svo við í mars þegar Icelandair fer jómfrúarferð sína þangað og svo stefnir í að bæði íslensku félögin hefji flug til Montreal í Kanada á nýju ári. Borgirnar tvær eru á tveggja ára gömlum lista Túrista yfir þá áfangastaði sem þá mátti telja líklegasta til að bætast við leiðakerfi flugfélaganna hér á landi. Sú spá rætist á næsta ári en flug til Genfar, sem einnig var á listanum, hófst í fyrra. Túristi hafði hins vegar rangt fyrir sér varðandi Nice og Toskana því ennþá bólar ekkert á áætlunarferðum þangað. En í ljósi þess að þrír að af stöðunum fimm eru komnir á kortið þá er hér gerð ný tilraun til að lesa í framtíðina á Keflavíkurflugvelli. Spáin er í tveimur hlutum, sá fyrri nær til nýrra áfangastaða og sá seinni til borga þar sem samkeppni um farþegana mun aukast. Þar sem vægi íslenskra farþega á Keflavíkurflugvelli fer alltaf minnkandi er ólíklegt að ákvarðanir um nýja áfangastaði séu teknar með heimamenn í huga og sú forsenda var tekin með í reikninginn þegar valið var inn á listann hér fyrir neðan.

Nýir áfangastaðir

Toulouse
Framboð á flugi héðan til Frakklands einskorðast við París auk vikulegra ferða yfir sumarið til Lyon. Flugvöllurinn í Nice er hins vegar sá stærsti Frakklandi fyrir utan höfuðborgarsvæðið en til Nice tekur ríflega fjóra tíma að fljúga frá Keflavík. Það er aðeins of langt fyrir íslensku félögin ætli þau að nýta vélarnar í flug vestur um haf sama dag. Flugið til Marseille tekur álíka langan tíma en til Toulouse er hægt að komast á innan við fjórum tímum en sá flugvöllur er sjötti stærsti í Frakklandi. Ef íslensku flugfélögin hefja flug til hinnar frönskumælandi Montreal í Kanada þá gæti það reynst þeim gott að geta boðið upp á áfangastaði í suðurhluta Frakklands því framboð á flugi þangað frá kanadísku borginni er takmarkað, sérstaklega til Toulouse. Íslenskir túristar myndu vafalítið fagna því líka að geta flogið beint nær suðurströnd Frakklands.
Búdapest
Ungverska lággjaldaflugfélagið Wizz Air hóf í sumar flug hingað frá Gdansk í Póllandi og mun starfrækja þá flugleið allt árið um kring. Góður gangur á þeirri flugleið gæti orðið til þess að Wizz myndi bjóða upp á flug hingað frá höfuðborg Ungverjalands á næsta ári en þar eru höfuðstöðvar flugfélagsins. Búdapest hefur lengi verið með vinsælustu ferðamannaborgum Austur-Evrópu og íslenskar ferðaskrifstofur hafa reglulega boðið upp á pakkaferðir þangað. En á næsta ári er hugsanlega komin tími á beint áætlunarflug til Ungverjalands.
Bologna
Á sínum tíma bauð Iceland Express upp á ferðir til Bologna en síðan þá hefur ekki verið flogið héðan beint til borgarinnar. Bologna gæti komist á kortið á ný og jafnvel á kostnað færri ferða til Mílanó en þangað fljúga bæði Icelandair og WOW air yfir sumartímann. 
Dubai
Ennþá er ekki flogið héðan til Asíu þrátt fyrir að ferðamönnum frá löndum eins og Kína hafi fjölgað mjög hratt hér heima sem og annars staðar. Túristi reiknar með að ennþá verði bið eftir beinu flugi milli Íslands og Kína en í staðinn gæti flugfélagið Emirates hafið flug hingað frá Dubai og boðið Kínverjum og öðrum Asíubúum og túristum frá Eyjaálfu flug til Íslands með millilendingu í furstadæminum. Emirates hefur nefnilega bætt verulega við sig í Skandinavíu síðustu ár og því kæmi ekki á óvart ef félagið myndi bjóða upp á sumarflug til Íslands fyrr en síðar. Hins vegar gæti Icelandair orðið fyrra til og drífið sig austur með nýjum flugvélum.

Aukin samkeppni

New York
Upphaflega stóð til að New York yrði annar af fyrstu tveimur áfangastöðum WOW air í Bandaríkjunum. Það gekk hins vegar ekki eftir því það eru fáir lausir afgreiðslutímar á flugvöllunum í nágrenni við heimsborgina. Forsvarsmenn WOW air hafa hins vegar verið í viðræðum við flugvallayfirvöld í bænum Islip á Long Island í New York fylki og gætu komið íslenska félaginu á kortið í New York á næsta ári. Eins gætu fleiri bandarísk flugfélög en Delta sýnt Íslandi áhuga því bandarískum ferðamönnum hér á landi hefur fjölgað um meira en helming í sumar sem er meiri vöxtur en árin á undan. Sterkur dollar hefur þar líka mikið að segja.
Minneapolis
Síðustu sumur hefur bandaríska flugfélagið Delta flogið hingað frá New York og í sumar sótti félagið um afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli fyrir flug frá Minneapolis. Forsvarsmenn félagsins voru hins vegar ekki sáttir við þá tíma sem í boði voru og ekkert varð úr áformunum. Á næsta ári gæti plan Delta hins vegar gengið upp og Icelandair yrði þá ekki eina félagið með flug milli Minneapolis og Íslands. 
Hamborg
Í dag er aðeins flogið til næststærstu borgar Þýskalands yfir sumartímann en í ljósi þess að Þjóðverjar eru þriðji fjölmennasti ferðamannahópurinn hér á landi verður að teljast líklegt að brátt verði flogið til borgarinnar allt árið um kring. Airberlin og Icelandair fara þangað yfir sumartímann en easyJet opnaði nýlega starfstöð í Hamborg og gæti náð borginni á undan hinum félögunum tveimur.
Stokkhólmur
Icelandair hefur aukið umsvif sín þónokkuð í höfuðborg Svíþjóðar undanfarin ár og WOW air hugðist fljúga þangað í fyrra en hætti við. Íslenska lággjaldaflugfélagið gæti dustað rykið af þeim áætlunum og tekið slaginn á Arlanda flugvelli en ekki lítur út fyrir að SAS eða Norwegian ætli að fljúga beint með Svía til Íslands í nánustu framtíð.
París
Hingað til hefur aðeins Transavia, dótturfélag Air France, veitt íslensku félögunum samkeppni í flugi frá París en brátt gæti þetta stærsta flugfélag Frakklands byrjað að fljúga hingað enda hefur frönskum ferðamönnum fjölgað hér hlutfallslega meira en gerist og gengur. Íslensku flugfélögin hafa líka fjölgað sínum ferðum til Parísar en væntanlega millilendir stór hluti farþeganna frá Frakklandi aðeins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á leið yfir hafið.

 

Nýtt efni

Margir sem eru að basla í ferðaþjónustu fjarri höfuðborgarsvæðinu horfa öfundaraugum til Suðurlands, sem nýtur nálægðar við Keflavíkurflugvöll og Reykjavík - og státar af áfangastöðum sem ferðamenn sækjast eftir að heimsækja og hafa verið mjög vel kynntir síðustu áratugi.   Það er stöðugur straumur ferðamanna um Suðurland, meðfram „gullströndinni,“ sem hótelhaldarinn fyrir austan nefndi svo - …

Löngu áður en hið svokallaða „Bulletproof“ kaffi leit dagsins ljós settu Tíbetar smjörklípu út í morgunteið sitt til að byrja daginn á rjúkandi og næringarríkan hátt. Í köldu háfjallalofti Himalaja-fjallanna hefur þessi salti, rjómakenndi og hitaeiningaríki drykkur orðið að daglegri hefð sem er ómissandi í matarmenningu þjóðarinnar.Á máli heimamanna nefnist drykkurinn „po cha,“ sem einfaldlega …

Í nærri fimmtán hafa Icelandair og bandaríska flugfélagið Jetblue átt í samstarfi sem gerir viðskiptavinum þeirra kleift að kaupa tengiflug með hinu félaginu á einum miða og innrita farangur alla leið. Þannig getur farþegi sem ætlar héðan til Orlando í sumar keypt farið alla leið hjá Icelandair þó flogið sé með Jetblue seinni legginn, frá …

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …