Samfélagsmiðlar

Fararstjóralíf í Tyrklandi

Nazar katrin halldora

Katrín White og Halldóra Arnardóttir eru tveir af starfsmönnum norrænu ferðaskrifstofunnar Nazar. Túristi tók þær tali milli tarna milli tarna í Tyrklandi.
Þær Katrín White og Halldóra Arnardóttir eru tveir af starfsmönnum norrænu ferðaskrifstofunnar Nazar í Tyrklandi. Katrín er fararstjóri og Halldóra helgar sig alls kyns afþreyingu fyrir börn. Túristi tók þær tali á milli tarna á Pegasos World hótelinu til að heyra hvernig lífið gengur fyrir sig hjá íslenskum fararstjórum við Miðjarðarhafið.
Pegasos World er stórt strandhótel með sundlauga- og vatnsrennibrautagarði og þar er allur matur og drykkur innifalinn í gistingunni. Þess háttar hótel hafa lengi notið vinsælda meðal frændþjóðanna og að sögn Katrínar eru Íslendingar að læra á þess háttar fyrirkomulag. „Þeir eru til að mynda mjög ánægðir með að þurfa ekki að borga aukalega fyrir ís og aðra hressingu og alla þá afþreyingu sem hér er að finna. Vatnsrennisbrautagarður hótelsins skorar líka hátt hjá gestunum.” Þetta er annað sumar Katrínar á vegum Nazar í Tyrklandi og segir hún nokkuð um að gestir frá í fyrra hafi komið aftur á hótelið í sumar og svo er hópur fólks sem hafi þegar pantað herbergi fyrir næsta ár.

Íslendingar nýta sér barnaklúbbana betur

Barnafjölskyldur eru bróðurpartur gestanna á Pegasos World og býður Nazar upp á dagskrá fyrir þau yngstu stóran hluta dagsins. Íslensku krakkarnir hafa verið mjög áhugasöm um barnaklúbbana og í sumar hafa til að mynda nærri níu af tíu börnum tekið þátt í þeim sem er mun hærra hlutfall en gerist og gengur meðal frændþjóðanna. Aðspurð um hvort það sé munur á þeim íslensku og krökkunum frá hinum Norðurlöndunum segir Halldóra að hann komi helst í ljós á sundnámskeiðunum. „Það er áberandi að þau íslensku eru miklu betur synt en jafnaldrar þeirra frá hinum löndunum og mun síður vatnshrædd.”

Hörku vinna

Þær stöllur vinna langa vinnudaga í Tyrklandi, eru mættar um hálf níu á morgnana og deginum hjá Halldóru lýkur oft ekki fyrr en um tíu á kvöldin þegar barnadískóið endar. Katrín er á ferðinni á milli hótela á daginn en fer einnig í skoðunarferðir með farþega og tekur vikulega á móti nýjum gestum á flugvellinum. Halldóra sinnir hins vegar barnadagskránni á Pegasos World og segir að starfið krefjist þess að fólk stígi út fyrir þægindarammann. Katrín dregur ekki dul á að þetta er mikil vinna en segir að henni leiðist starfið aldrei og það sé enginn tími fyrir heimþrá. Hún reiknar því með að halda áfram en þó vilji hún prófa fleiri staði.

Nýta frítímann til að ferðast

Þrátt fyrir mikla vinnu sex daga í viku þá slá þær Halldóra og Katrín ekki slöku við þegar þær eiga frí og reyna þá að nýta tímann í að sjá sem mest af Tyrklandi. Halldóra sækir helst í fjallabæina í nágrenninu og Katrín hefur nýtt lengri fríin í að heimsækja fjarlægari slóðir, til dæmis Istanbúl.
Það starfa níu Íslendingar á vegum Nazar í Tyrklandi og í ár er búist við að þangað fari 3.500 gestir frá Íslandi á vegum ferðaskrifstofunnar.


Túristi heimsótti Tyrkland með aðstoð frá Nazar

Nýtt efni

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …