Samfélagsmiðlar

Vínræktarhéröðin sem ferðast á til á næsta ári

vinber jassy onyae

Matur og vín ræður för hjá ófáum ferðamönnum og hér eru þau vínræktarhéruð sem skrípentar ferðaritsins Conde Nast Traveler mæla með að vínáhugafólk heimsæki á næsta ári. Matur og vín ræður för hjá ófáum ferðamönnum og hér eru þau vínræktarhéruð sem skrípentar ferðaritsins Conde Nast Traveler mæla með að vínáhugafólk heimsæki á næsta ári.

Valais í Sviss

Svisslendingum er tamt að segja, með bros á vör, að ástæðan fyrir því að þarlend vín fáist sjaldan í útlöndum sé sú að þau séu einfaldlega of góð til að deila með heimsbyggðinni. Þrátt fyrir þessi meintu gæði þá eru svissnesk vín ekki mjög áberandi á veitingahúsum þar í landi og þeir fulltrúar landsins sem rata inn á erlenda vínseðla eru helst frá Valais, í suðvesturhluta landins, þar sem Matterhorn gnæfir yfir nokkrum þekktustu skíðasvæðum Alpanna. Útsýnið frá vínekrunum í Valais er því mjög tignarlegt.

Móseldalurinn í Þýskalandi

Þekktasta vínræktarhérað Þjóðvera er ákaflega fallegt og í gegnum aldirnar hafa heimamenn byggt þar fagra bæi allt í kringum vínvíðin. Heimsókn á þetta svæði er því ekki aðeins veisla fyrir bragðlaukana heldur líka augun.

Ísrael

Misjafnlega mislukkuð kosher vín hafa verið einkennandi fyrir ísraelska vínframleiðslu síðustu áratugi en ný kynslóð vínbænda þar í landi hefur tekið upp klassískar aðferðir til að færa framleiðsluna á hærra plan. 

Etna á Sikiley

Síðustu ár hafa vínbændur á Sikiley ógnað veldi starfsbræðra sinna í Toskana héraði sem hafa lengi þótt þeir fremstu á Ítalíu. Þeir sem vilja kynna sér góð sikileysk vín í fallegu umhverfi gera það helst við hlíðar eldfjallsins Etnu.

Rónardalurinn í Frakklandi

Fjölbreytnin í Rónardalnum í er mikil. Í suðurhluta hans eru það Châteauneuf-du-Pape og Côtes du Rhône sem eru í aðalhlutverki en norðar eiga Côte-Rôtie og Hermitage Syrah senuna.

Piemonte á Ítalíu

Á þessum slóðum smellpassa að sjálfsögðu hin göfugu Barolo og Barbaresco vín fullkomlega með matnum sem heimamenn bera á borð í öllum fallegu miðaldarbæjum héraðsins. Heimsókn til Le Langhe er skyldustopp að mati Conde Nast en ekki má gleyma að koma við í Monferrato og Canavese til að bragða á minna þekktum vínum.

Prince Edward sýsla í Ontaríó í Kanada

Eitt mest spennandi vínræktarsvæði Kanada liggur við norðurhluta Ontaríóvatns. Jarðvegurinn og veðurfarið hentar fullkomlega til að búa til að búa til klassísk Burgundy vín úr Pinot noir og Chardonnay en heimamenn spreyta sig einnig á Riesling og Syrah.

Santorini á Grikklandi

Fagurbláa hafið og hin þekktu hvítu hús með bláum þökum hafa lengi laðað ferðamenn til þessarar grísku eyju. Nú er það líka hvítvín eyjaskeggja, Assyrtiko, sem fær fólk til að sigla til Santorini enda passar það fullkomlega með grilluðum smokkfiski, kolkrabba og heilsteikta fískinum og öllu öðru sem einkennir matarkúltúr Santorini.

Georgía

Undanfarin ár hafa vín frá þessu landi, sem áður tilheyrði Sovétríkjunum, vakið athygli þó vínrækt hafi verið stunduð þar frá aldaröðli. Í Georgíu hafa menn leyft víninu að eldast og þroskast í leirílátum sem kallast kvevris og eru geymd neðanjarðar. Sú aðferð er farin að riðja sér til rúms í öðrum löndum en þeir sem vilja kynna sér upprunan fara til Georgíu.
Sjá grein Conde Nast Traveler

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …