Samfélagsmiðlar

Hafnarborgin sem er sér á báti

Hamborg líkist ekki nágrönnum sínum í norði og er töluvert frábrugðin höfuðborginni sjálfri.  

hamborg a

Skúturnar sem sigla eftir Outer Alster vatninu Hamborg fara létt með að dáleiða mann. Þarna eru þær í tugatali með hvítu seglin sín útþanin í sólinni og einhverja stálheppna borgarbúa um borð sem fá að verja dagsparti í að láta vindinn flytja sig fram og tilbaka. Á vatninu sigla líka ferjur með þá sem eiga erindi hinum megin við þetta fallega vatn og það er varla hægt að ímynda sér friðsælli umferð í stórborg og því auðvelt að taka undir þá fullyrðingu rithöfundarins Bill Bryson að við bakka Outer Alster væri hægt að lifa hinu fullkomna borgarlífi. Golan, sem er víst nær daglegur gestur í Hamborg, kemur því að góðum notum fyrir skútufólkið á meðan aðrir íbúar borgarinnar eru kannski ekki eins hrifnir. „Ég ólst upp í Munchen en hef búið hér í Hamborg í meira en áratug. Borgin er frábær en ég sakna lognsins frá heimaslóðunum,” segir kaupmaðurinn Philipp Korselt mér en hann á hina fallegu fatabúð Bob við Kirchenalle 19, rétt við aðallestarstöðina. Fataverslun sem er skyldustopp fyrir þá sem vilja heldur fara í sérverslanir en vöruhúsin við Spitalerstraße og Mönckebergstraße þar skammt frá.

Strunsað í gegnum rauða hverfið

Þeir eru líklega ófáir sem tengja Hamborg við Bítlana og upphafsár þeirra við hina vafasömu Reeperbahn í St. Pauli hverfinu. Á þessum slóðum stigu drengirnar frá Liverpool sín fyrstu skref í upphafi sjöunda áratugarins og sú staðreynd hefur gefið öllum ömurlegheitunum sem þrífast við þessa götu einhvern ævintýraljóma. Það er auðvitað enginn sjarmi við rauð hverfi eins og Reeperbahn og þó svæðið sé sögufrægt þá er lítil ástæða til að eyða þar löngum tíma. Og kannski best að strunsa í gengum subbulegasta hluta götunnar eða sneiða alveg hjá honum því það er sem betur fer margt annað að sjá og gera í St. Pauli. Til að mynda er útsýnið frá Clouds þakbarnum við Reeperbahn 1 virði alla vega eins kokteils. Og það er lítið mál að mæla með árstíðabundna matseðlinum á Klippkroog sem tilheyrir reyndar Altona hverfinu þar sem flóra íbúa er fjölbreytt og blómstra því alls kyns kaffihús og veitingastaðir á því svæði. Aðeins norðar er svo Schanze hverfið sem minnir nokkuð á Vesterbro í Kaupmannahöfn eða jafnvel hluta Berlínar þar sem frumlegt athafnafólk hefur látið til sín taka. Veitingastaðurinn Bullerei er lýsandi dæmi en hann er til húsa í gömlu iðnaðarhúsnæði við Lagerstrasse 34b. Þar er fókusinn á þýska rétti í huggulegu en hráu umhverfi.

Hafnarsvæðið fær ísjaka

Hamborg er heppilega staðsett við árnar Elbe og Alster og nálægðin við vatnið hefur lengi skipað henni sess með helstu hafnarborga Evrópu. Þarna hefur því lengi ríkt mikil velmegun og borgin ein sú ríkasta í Evrópu. Og þó útgerðin standi ennþá styrkum fótum þá hefur nú skapast pláss fyrir annars konar rekstur í gömlum vöruhúsunum og byggingum sem standa við hafnirnar og þá sérstaklega í Hafencity hlutanum. Þetta tækifæri hafa stór og smá fyrirtæki nýtt sér og annað hvort komið sér fyrir í gömlu húsunum við sýkin eða í splunkunýjum glerköstulum. Á svæðinu hefur líka verið byggt töluvert af íbúðahúsnæði og hótelum og nýjasta kennileiti borgarinnar, ísjaki Fílharmoníunnar, gnæfir þar yfir öllu. Þessi ótrúlega bygging verður vígð á næstunni og það er eiginlega nauðsynlegt að gefa sér tíma til að ganga upp að húsinu í rólegheitum og virða það fyrir sér og jafnvel fara í bátsferð í kring. Í beinu framhaldi er svo kjörið að fá sér matarbita á veitingastaðnum Heimat Küche sem er á 25Hours Hafencity hótelinu. Gististaður sem minnir um margt á Kex í Reykjavík eða rölta í átt að gamla bænum og fá sér framúrskarandi kaffi á Nord Coast við Deichstrasse 9 og svo í átt að ráðhústorginu og virða fyrir sér hið tignarlega Rathaus.
Hvert sem stefnan er tekin er næsta víst að eitthvað forvitnilegt verður á vegi manns því Hamborg er stórborg með alls kyns söfn, matsölustaði og verslanir og gjörólík hverfi. Þrátt fyrir það virðist Hamborg rata sérkennilega sjaldan inn á ferðaáætlanir fólks en þeir sem ákvaða að taka sénsinn verða ekki fyrir vonbrigðum.

Túristi heimsótti borgina með aðstoð frá Icelandair sem býður upp á flug til Hamborgar frá vori og fram til loka októbermánaðar.

Nýtt efni

Það er mat Standard & Poor's að Grikkland hafi loks bundið enda á skulda- og bankakreppuna sem reið yfir landið fyrir 15 árum síðan. Hin gríska skuldakreppa gekk nærri evrusamstarfinu á sínum tíma en úr var að Grikkland fékk 50 milljarða króna lán úr stöðugleikasjóði Evrópusambandsins. Sú upphæð fór í einskonar gríska bankasýslu sem lagði …

Umtalsverður samdráttur hefur orðið í vínútflutningi Nýsjálendinga að undanförnu. Verð hefur lækkað og minna selst á mikilvægustu markaðssvæðum. Áhugi á nýsjálenskum vínum náði hámarki um mitt árið 2023 en leiðin hefur legið niður á við síðustu mánuði, eins og tölur frá uppgjörsárinu sem lauk í júní sýna glögglega. Verðmæti nýsjálenskra vína minnkaði um 12,2% frá …

Stjórnendur Play gera ekki ráð fyrir að fjölga þotunum í flotanum á næsta ári en það er engu að síður þörf á nýjum flugmönnum. Play hefur því auglýst til umsóknar lausar stöður flugmanna og rennur fresturinn til að sækja um út í byrjun desember. Ekki liggur fyrir hversu margir verða ráðnir samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. …

Nýr forsætisráðherra Frakklands, Michel Barnier, er ekki sáttur við stöðu innflytjendamála í landinu og vill herða tökin. Endurspeglar hann þar stöðugt háværari umræðu í landinu um fjölda innflytjenda. Meginþunginn í stefnuræðu Barnier á þinginu fyrr í vikunni var á stöðu efnahagsmála, hvernig stöðva þyrfti skuldasöfnun, skera niður útgjöld og hækka skatta. En hann ræddi líka …

Í lok október þyngist flugumferðin milli Íslands og Bretlands enda fjölmenna Bretar hingað til lands yfir vetrarmánuðina. Breska flugfélagið Easyjet hefur verið stórtækast í flugi milli landanna tveggja á þessum árstíma en félagið hefur nú skorið niður áætlunina þónokkuð frá síðasta vetri. Til viðbótar við þennan niðurskurð á Keflavíkurflugvelli þá hefur Wizz Air fellt niður …

Toyota Motor hefur ákveðið að fresta framleiðslu rafbíla í Bandaríkjunum vegna þess að dregið hefur úr eftirspurn. Viðskiptavefur Nikkei greinir frá því að framleiðslan hefjist ekki fyrr en á fyrri hluta árs 2026. Framleiðandinn á að hafa greint birgjum nýverið frá því að það drægist að hefja smíði fyrsta rafbílsins, þriggja sætaraða sportjeppa, í verksmiðju …

Hið konunglega hollenska flugfélag, KLM, boðar aðgerðir til að ná niður kostnaði til að vega upp á móti almennum verðlagshækkunum. Í tilkynningu segir að þetta hafi í för með sér samdrátt í fjárfestingum, einfaldara skipulag, aukna kröfu um framleiðni og almennar sparnaðaraðgerðir. „Flugvélarnar okkar eru fullar en framboðið er enn þá minna en það var …

Á miklum óvissutímum fyrir botni Miðjarðarhafs vegna stríðsátaka, sem hafa mikil áhrif á flugsamgöngur, tilkynnir bandaríska flugfélagið Delta Air Lines um samstarf við Saudia Airlines, þjóðarflugfélag Sádi-Arabíu. Markmiðið er að fjölga ferðamöguleikum á milli Bandaríkjanna og Miðausturlanda. Um er að ræða samkomulag (codeshare agreement) um að deila áætlunum og útgefnum flugmiðum. Viðskiptavinir geta þá framvegis …