Samfélagsmiðlar

Ljósmyndari á heimavelli í Chicago

Daniel Kelleghan er á nær stanslausu flakki um heiminn en er þess á milli í Chicago. Hér mælir hann með nokkrum stöðum í borginni sinni fyrir íslenska túrista.

danielkelleghan

Ungur ljósmyndari frá Chicago setti sér það markmið að heimsækja nýtt land í hverjum mánuði. Þessi metnaðarfullu áform virðast vera að ganga upp því síðustu misseri hefur Daniel Kelleghan farið víða um heim og dvaldi hann meðal annars hér á landi í vor. 113 þúsund manns fylgjast með heimshornaflakki Kelleghan á Instagram enda hentar sá miðill fólki með gott auga eins og sjá má á myndum Kelleghan. Þegar ljósmyndarinn er ekki á ferðinni er hann á heimavelli í Chicago en þangað hóf Icelandair einmitt að fljúga í vor. Túristi hitti Kelleghan og bað hann um að mæla með hinu og þessu fyrir íslenska ferðalanga í borginni við Michigan vatn.

Ertu með einhverjar sérstakar venjur þegar þú kemur heim til þín í Chicago?
Algjörlega! Á sumrin elska ég að koma heim og fara í laugina á Soho House. Þetta er skemmtilegur staður til að hlaða batteríin á og þar get ég gengið að því sem vísu að hitta vini og kunningja og fá að heyra af ferðalögum þeirra og verkefnunum sem þau eru að vinna að.

Í hvaða hluta borgarinnar myndir þú mæla með því að túristar í Chicago gisti?

Flest hótelin eru í miðborginni en ég myndi samt sem áður mæla með Logan Square at Longman and Eagle. Þetta býður upp á aðeins öðruvísi upplifun en hin hefðbundna gisting gerir og staðsetningin er frábær, á svæði þar sem úrvalið af góðum mat er best í borginni.

Hvaða staðir í Chicago standa undir því að vera „skyldustopp”

Að ganga eða hjóla meðfram Michigan vatninu er algjörlega nauðsynlegt og útsýnið frá Cindy´s On The Roof á Chicago Athletic Hotel er líka stórkostlegt. Ferris Wheel opnar brátt á ný og það á víst líka að vera frábært.

Hvar eru bestu staðirnir fyrir bröns og hádegismat?

Prófið hina ótrúlegu Avocado Toast á The Winchester og heitt súkkulaði á Wicker Park veldur engum vonbrigðum.

Ef mig langar út að borða á frekar látlausum stað hvert fer ég þá?

Þá mæli ég með High Five Ramen (því miður fá sæti og engar borðapantanir) en á meðan beðið er eftir borði þá fer ég í drykk á Soho House.

En ef ég kýs að versla í minni búðum í stað þess að fara í verslunarmiðstöð?

Ég elska sérstaklega Andersonville. Notre Shop er frábær herrafataverslun og Wolly Mammoth is er einstök antik- og uppstoppunarbúð, stórskrítin blanda. Norcross and Scott er með sérstaklega vel valið úrval af skandinavískum heimilisvörum og í Scout finnur fólk með alls kyns smekk vel uppgerðar antikvörur.

Hverjir eru hápunktar allra þessara ferðalaga sem þú hefur verið á?
Það sem stendur upp úr er kannski ekki það sem ég hafði ímyndað mér fyrir fram. Hápunktarnir er nefnilega öll sú þekking sem maður aflar sér frá hinum ýmsu hlutum heimsins, eitthvað sem ég hafði ekki reiknað með áður en ég lagði í hann. Það hljómar kannski klént en það er máttur í þekkingunni og að mín reynsla er sú að ferðalög eru besta og skilvirkast leiðin til að verða sér út um hana.
Hér má sjá Instagram-síðu Daniel Kelleghan

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …