Samfélagsmiðlar

Hið óvænta aðdráttarafl Belfast

Það sem áður þótti ekki merkilegt er í dag einn af hápunktum heimsóknarinnar til höfuðborgar N-Írlands.

Veitingahúsin Muddler´s Club og Howard St. í Belfastþ

„Mig hefði aldrei grunað að sá dagur kæmi að maturinn í Belfast myndi lokka ferðamenn til borgarinnar,“segir sessunautur minn við barinn á Mourne sjávarréttabarnum þegar við tökum tal saman og ég segist vera kominn gagngert til að prófa ostrur staðarins. „En ég skil vel að nú komi fólk hingað vegna veitingahúsanna því þau hafa tekið ótrúlegum framförum,“ bætir þessi reffilegi karl við og segist vera með áratuga reynslu af matargerðinni í Belfast. Og þó útsendari Túrista hafi aðeins stoppað í nokkra daga í borginni þá getur hann tekið undir það lof sem kokkarnir í höfuðborg Norður-Írlands hafa fengið síðustu ár. Ekki af því að réttirnir eru svo framúrstefnulegir heldur aðallega vegna þess að menn gera klassískum írskur réttum góð skil með því að nota gott hráefni. Reyktan ýsan í indversku tómatsósunni var til að mynda feykigóð á Howard St. veitingahúsinu og stökki svínamaginn sem borinn var fram með grænkáli, blóðmör og eplamús var sérstaklega bragðgott sýnishorn af matarmenningu Norður-Írlands. Og að fá risotto með rauðbeðum gerði hádegismatinn á Deans at Queens mun eftirminnilegri en ef grjónin hefðu komið með tómötum að hætti Ítala.

Hápunktur veislunnar var hins vegar á Muddler´s Club en í opnu eldhúsi þessa látlausa veitingahúss er aðallega unnið með hráefni úr nærsveitum og frá miðunum í kring en töluvert er lagt upp úr því að réttirnir líti sérstaklega vel út á disknum. Grænmetið er oftar en ekki létt gufusoðið, sósan freyðir og í aðalhlutverki eru fallegir og bragðmiklir bitar af kjöti eða sjávarfangi sem hafa stoppað stutt við á pönnu.

Það er skemst frá því að segja að Muddler´s Club hefur verið hlaðinn lofi allt frá því að hann opnaði fyrir þremur árum síðan og er nafn hans nú að finna í matarbiblíu Michelin. Þrátt fyrir allt hrósið þá er verðlagið mjög hagstætt, sérstaklega núna þegar pundið er í lægð. Fimm rétta matseðill hússins er til að mynda á rétt rúmar 6 þúsund krónur sem er um helmingi minna en sambærilegt kostar á betri veitingahúsum Reykjavíkur. Sá sem kaupir vín með öllum réttunum borgar aukalega 4 þúsund krónur sem aftur er miklu ódýrari en þekkist hér á landi.

Þeir sem velja dýrasta kost kvöldsins komast því af með nokkru minna en þeir myndu gera víðast hvar annars staðar. Í hádeginu kosta réttirnir á staðnum um 1700 krónur en aðalréttir kvöldsins eru um tvöfalt dýrari.

Og ef þú ert að velta fyrir þér hvernig ostrurnar á barnum brögðuðust þá verður að viðurkenna að þær írsku eru ekki alveg eins góðar og þær frönsku en þeir nutu sín vel í selskap við Guinness bjórinn og hinn roskna borðfélaga.

Túristi heimsótti Belfast með aðstoð ferðamálaráðs Írlands og Air Iceland Connect en félagið, ásamt Icelandair, býður upp á beint flug til George Best flugvallar í Belfast allt árið um kring.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …