Samfélagsmiðlar

Hið óvænta aðdráttarafl Belfast

Það sem áður þótti ekki merkilegt er í dag einn af hápunktum heimsóknarinnar til höfuðborgar N-Írlands.

Veitingahúsin Muddler´s Club og Howard St. í Belfastþ

„Mig hefði aldrei grunað að sá dagur kæmi að maturinn í Belfast myndi lokka ferðamenn til borgarinnar,“segir sessunautur minn við barinn á Mourne sjávarréttabarnum þegar við tökum tal saman og ég segist vera kominn gagngert til að prófa ostrur staðarins. „En ég skil vel að nú komi fólk hingað vegna veitingahúsanna því þau hafa tekið ótrúlegum framförum,“ bætir þessi reffilegi karl við og segist vera með áratuga reynslu af matargerðinni í Belfast. Og þó útsendari Túrista hafi aðeins stoppað í nokkra daga í borginni þá getur hann tekið undir það lof sem kokkarnir í höfuðborg Norður-Írlands hafa fengið síðustu ár. Ekki af því að réttirnir eru svo framúrstefnulegir heldur aðallega vegna þess að menn gera klassískum írskur réttum góð skil með því að nota gott hráefni. Reyktan ýsan í indversku tómatsósunni var til að mynda feykigóð á Howard St. veitingahúsinu og stökki svínamaginn sem borinn var fram með grænkáli, blóðmör og eplamús var sérstaklega bragðgott sýnishorn af matarmenningu Norður-Írlands. Og að fá risotto með rauðbeðum gerði hádegismatinn á Deans at Queens mun eftirminnilegri en ef grjónin hefðu komið með tómötum að hætti Ítala.

Hápunktur veislunnar var hins vegar á Muddler´s Club en í opnu eldhúsi þessa látlausa veitingahúss er aðallega unnið með hráefni úr nærsveitum og frá miðunum í kring en töluvert er lagt upp úr því að réttirnir líti sérstaklega vel út á disknum. Grænmetið er oftar en ekki létt gufusoðið, sósan freyðir og í aðalhlutverki eru fallegir og bragðmiklir bitar af kjöti eða sjávarfangi sem hafa stoppað stutt við á pönnu.

Það er skemst frá því að segja að Muddler´s Club hefur verið hlaðinn lofi allt frá því að hann opnaði fyrir þremur árum síðan og er nafn hans nú að finna í matarbiblíu Michelin. Þrátt fyrir allt hrósið þá er verðlagið mjög hagstætt, sérstaklega núna þegar pundið er í lægð. Fimm rétta matseðill hússins er til að mynda á rétt rúmar 6 þúsund krónur sem er um helmingi minna en sambærilegt kostar á betri veitingahúsum Reykjavíkur. Sá sem kaupir vín með öllum réttunum borgar aukalega 4 þúsund krónur sem aftur er miklu ódýrari en þekkist hér á landi.

Þeir sem velja dýrasta kost kvöldsins komast því af með nokkru minna en þeir myndu gera víðast hvar annars staðar. Í hádeginu kosta réttirnir á staðnum um 1700 krónur en aðalréttir kvöldsins eru um tvöfalt dýrari.

Og ef þú ert að velta fyrir þér hvernig ostrurnar á barnum brögðuðust þá verður að viðurkenna að þær írsku eru ekki alveg eins góðar og þær frönsku en þeir nutu sín vel í selskap við Guinness bjórinn og hinn roskna borðfélaga.

Túristi heimsótti Belfast með aðstoð ferðamálaráðs Írlands og Air Iceland Connect en félagið, ásamt Icelandair, býður upp á beint flug til George Best flugvallar í Belfast allt árið um kring.

Nýtt efni

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hagnaðurinn á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30% milli ára og var EBITDA félagsins 3,1 milljarður króna og jókst um fjórðung. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …