Samfélagsmiðlar

Tala ekki lengur um erlenda ferðamenn

Hin opinbera talning á fjölda ferðamanna á Íslandi er nú kynnt sem upplýsingar um fjölda erlendra flugfarþega Keflavíkurflugvelli.

Curren Podlesny

Í opinberri umræðu um ferðaþjónustuna hefur talning Ferðamálastofu á erlendum ferðamönnum á Keflavíkurflugvelli lengi verið helsti mælikvarðinn á umsvif atvinnugreinarinnar. Ferðamálastofa birtir niðurstöður þessarar talningar mánaðarlega í samantekt á heimasíðu sinni og þá undir þeim formerkjum að um sé að ræða upplýsingar um fjölda erlendra ferðamanna á Íslandi. Í frétt á vef Ferðamálastofu, þar sem niðurstöðurnar fyrir nýliðinn ágúst eru kynntar, hefur hins vegar verið breytt út af vananum og nú er ekki lengur talað um fjölda þeirra ferðamanna sem fóru frá landinu heldur aðeins fjölda flugfarþega undir fyrirsögninni „284 þúsund brottfarir erlendra farþega í ágúst“. Fyrirsögnin var hins vegar „242 þúsund erlendir ferðamenn í ágúst“ þegar tölurnar fyrir sama tíma í fyrra voru birtar.  Þá stóð jafnframt í textanum að heildarfjöldi ferðamanna fyrstu átta mánuðina hefði verið 1,2 milljónir en í nýjustu fréttinni segir aftur á móti að það sem af er ári hafi 1,5 milljónir erlendra farþega farið frá landinu. Þessar mikilsmetnu tölur ná því ekki lengur yfir fjölda erlendra ferðamanna hér á landi heldur aðeins þá flugfarþega sem fara í gegnum vopnaleitina í Leifsstöð þar sem talningin fer fram.

Tugþúsundir sjálftengifarþega

Af frétt Ferðamálastofu að dæma þá er ástæðan fyrir þessari breytingu sú að nýleg könnun, meðal farþega á Keflavíkurflugvelli, sýndi að 11% brottfararfarþega nota flugvöllinn eingöngu til millilendingar eða stoppa yfir daginn en gista þó ekki. Þá voru 3% brottfararfarþega erlendir ríkisborgarar sem búa á Íslandi til skemmri eða lengri tíma. Þessi könnun var gerð vegna mikillar umræðu sem skapaðist i vor vegna umfjöllunar Túrista þar sem bent var á að vísbendingar væru um að hópur svokallaðra sjálftengifarþega væri hugsanlega að valda skekkju í talningu ferðamanna. Isavia og Ferðamálastofa sendu frá sér tilkynningu í kjölfar greinar Túrista þar sem segir að það sé mat Isavia að farþegar sem aðeins hafa viðdvöl í landinu til skemmri tíma, eða tengja sjálfir á milli flugfélaga, hafi í gegnum tíðina ekki verið að valda skekkju í þjóðernatalningunum svo neinu nemi.
Það kom hins vegar á daginn að skekkjan nam 14% í könnuninni í júlí og ferðamannafjöldinn í þeim mánuði því mögulega ofmetinn um 38 þúsund einstaklinga. Ráðgert er að gera nýja könnun meðal brottfararfarþega í vetur og þá kemur í ljós hvort hlutfall sjálftengifarþega og erlenda íbúa á Íslandi verður hærra eða lægra en það var í júlí.

Líkt og þurrka út apríl og maí í fyrra

Í nýrri skýrslu Arion banka um íslenska ferðaþjónustu, sem kynnt var í morgun, er þessi fyrrnefnda skekkja tekin í inn í tölur um ferðamannafjölda og að „áætlaður raunverulegur fjöldi ferðamanna“ í fyrra hafi því verið 1,55 milljónir en ekki 1,77 milljónir. Skýrsluhöfundar segja þó að þessi skekkja breyti ekki stóru myndinni. Í ljósi þeirrar fullyrðingar má benda á að ef ferðamenn hafa verið ofmetnir um 220 þúsund í fyrra, líkt og segir í kynningu Arion banka, þá jafngildar það öllum þeim erlendu ferðamönnum sem hingað komu í apríl og maí í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Og ferðamennirnir í júlí í fyrra voru litlu fleiri en sem nemur skekkjunni eða 236 þúsund.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur hins vegar sagt að mikilvægt sé að ofmeta ekki skekkjuna og hún hafi alltaf legið fyrir líkt og kom fram í svörum hennar við fyrirspurnum Túrista.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …