Samfélagsmiðlar

WOW boðar nýja tíma á Keflavíkurflugvelli

Í sumar stóðu flugbrautirnar við Flugstöð Leifs Eiríksson auðar í hádeginu en á því verður breyting á næsta ári með nýrri áætlun WOW air. Félagið mun einnig bjóða upp á Bandaríkjaflug á vannýttum tímum á kvöldin.

Brátt tengir WOW air ferðir milli Dublin og Detroit og fleiri evrópskra og bandarískra borga á nýjum tímum.

Þann 6. ágúst síðastliðinn fóru 40.147 farþegar um Flugstöð Leifs Eiríkssonar og hafa þeir aldrei áður verið jafn margir á einum sólarhring. Á þessum metdegi fóru 54 farþegaþotur í loftið um morguninn en í hádeginu, milli hálf tólf og korter í eitt, var allt með kyrrum kjörum og engar brottfarir á dagskrá Keflavíkurflugvallar. Sú var líka raunin alla aðra daga í sumar enda hafa nær eingöngu erlend flugfélög boðið upp á millilandaflug héðan í kringum hádegishléið því þá eru þotur íslensku félaganna á leið inn til lendingar á evrópskum flugvöllum.

Kyrrðin verður hins vegar rofin á flugbrautunum á Miðnesheiði á slaginu klukkan 12 því frá og með vorinu hefur WOW air sett á dagskrá daglegar áætlunarferðir til nokkurra evrópskra borga, þar á meðal til Amsterdam, Dublin, París og Kaupmannahafnar. Þoturnar sem þangað fljúga koma svo tilbaka til Íslands um kvöldmatarleytið eða nógu tímanlega fyrir áætlunarflug WOW til bandarísku borganna Cincinnati, Cleveland, Dallas og Detroit. Brottfarir til þessara nýju áfangastaða flugfélagsins verða á dagskrá milli níu og hálf tíu á kvöldin en á þeim tíma hafa einu farþegarnir í Leifsstöð verið þeir sem eru á leið með Wizz Air til Austur-Evrópu. Milli klukkan hálf ellefu og ellefu daginn eftir lenda þessar farþegaþotur svo á nýjan leik á Keflavíkurflugvelli og þeir farþegar sem ekki ætla sér að dvelja hér á landi geta þá haldið áfram til Evrópu með WOW eða öðrum flugfélögum.

Í tilraun sinni til að dreifa álaginu á Keflavíkurflugvelli hafa forsvarsmenn Isavia boðið flugfélögum afslætti af farþegagjöldum í tengslum við flug í kringum hádegi og kvöldmat líkt og Túristi greindi frá. Að þeim kjörum ætti WOW air að geta gengið í tengslum við fyrrnefndar flugferðir en afslátturinn nemur 5 evrum (um 640kr.) á hvern farþega sem er um fjórðungur af farþegagjöldum flugvallarins.

Aðspurð segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, að líklegt sé að félagið muni bæta við fleiri ferðum á þessum dagspörtum, bæði til nýrra og núverandi áfangastaða.

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …