Samfélagsmiðlar

Sex sjarmatröll sem Starbucks á ekki roð í

Útibú Starbucks eru öll keimlík og það er því lítil upplifun fyrir ferðamenn að setjast inn á þannig stað. Túristi mælir með þessum kaffihúsum fyrir þá sem vilja krydda fríið.

kaffi 860

The Barn, Berlín

Auguststrasse er ein skemmtilegasta gatan í Mitte hverfinu. Hér blómstra fjölbreyttir matsölustaðir og sérverslanir sem laða til sín Berlínarbúa og ferðamenn frá morgni til kvölds. Einn þessara staða er The Barn, lítið kaffihús með örlitlum amerískum brag eins og nafnið gefur til kynna. Starfsfólkið vandar sig við að útbúa kaffi og te og hér er enginn ys og þys. Gulrótakaka hússins, með hökkuðum möndlum í kreminu, er ljúffeng og samlokurnar, sem eru smurðar á staðnum, eru mjög girnilegar.

Jimmy´s Coffee, Toronto

Í fjölmennustu borg Kanada eru um fimmtíu Starbucks kaffihús. Jimmy´s Coffee er að finna á sex stöðum í borginni, við hinn skemmtilega Kensington Market (191 Baldwin) og 107 Portland Street. Hér er kaffið í hávegum haft og úrvalið af sætabrauði er það gott að það er óþarfi að eyða matarlyst í hollustumuffin hússins. Það er frítt net hjá Jimmy og svo má líka fá lánað hleðslutæki í símann.

The Market, Denver

Larimer Street er sennilega þekktasta gatan í Denver og þangað mæta þeir sem vilja fá sér gott í svanginn. The Market er eitt af flaggskipum götunnar og það leynir sér ekki að í þar eru fastagestirnir margir. Sumir ganga inn um hurðina, kinka kolli til þjónustufólksins og setjast svo á sitt borð. Stundarkorni síðar mætir svo gengilbeina með „skammtinn“. Fremsti hluti staðarins er kaffihús og þar er færðu kaffi og með því en fyrir innan er að hægt að panta heita rétti allan daginn.

Peclard, Zurich

Það er leit að fallegra kaffihúsi í hinum sjarmerandi gamla bæ í Zurich. Peclard er skipt upp í þrjá ólíka sali og tvö útisvæði. Gestirnir geta því sest í mjúkan sófa í rauðu rokókóstofunni á annarri hæð, á klassískt kaffihús frá fyrri hluta síðustu aldar á neðstu hæðinni eða jafnvel út í fallegan bakgarð. Peclard er við Napfgasse 4 og hundrað metrum frá er eitt af útibúum Starbucks. En þrátt fyrir fínheitin á því fyrra þá kosta veitingarnar þar ekki mikið meira en hjá bandarísku keðjunni.

Brew lab, Edinborg

Kaffi er dauðans alvara á þessum nýlega kaffibar ekki svo langt frá Edinborgarkastala (6 South College Street). Hér notast menn við Slayer kaffivél en þær þykja fínasta fínt í kaffigeiranum og eiga að geta kallað fram meira bragð og aðra áferð.

Brot und Seine Freunde, Frankfurt

Það er ekki úr mörgum sætum að velja viljurðu setjast niður með kaffi og kökuna. Á Brot und Seine Freunde mæta því margir til að sækja sér nýsmurða samloku, heimabakaðar kökur og brauð og auðvitað þrusu gott kaffi. Á sumrin geta ferðamenn sest fyrir utan og fylgst með fólkinu sem á leið um Konrmarkt götuna en þar eru nokkur kaffihús og veitingastaðir.

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …