Samfélagsmiðlar

Sex sjarmatröll sem Starbucks á ekki roð í

Útibú Starbucks eru öll keimlík og það er því lítil upplifun fyrir ferðamenn að setjast inn á þannig stað. Túristi mælir með þessum kaffihúsum fyrir þá sem vilja krydda fríið.

kaffi 860

The Barn, Berlín

Auguststrasse er ein skemmtilegasta gatan í Mitte hverfinu. Hér blómstra fjölbreyttir matsölustaðir og sérverslanir sem laða til sín Berlínarbúa og ferðamenn frá morgni til kvölds. Einn þessara staða er The Barn, lítið kaffihús með örlitlum amerískum brag eins og nafnið gefur til kynna. Starfsfólkið vandar sig við að útbúa kaffi og te og hér er enginn ys og þys. Gulrótakaka hússins, með hökkuðum möndlum í kreminu, er ljúffeng og samlokurnar, sem eru smurðar á staðnum, eru mjög girnilegar.

Jimmy´s Coffee, Toronto

Í fjölmennustu borg Kanada eru um fimmtíu Starbucks kaffihús. Jimmy´s Coffee er að finna á sex stöðum í borginni, við hinn skemmtilega Kensington Market (191 Baldwin) og 107 Portland Street. Hér er kaffið í hávegum haft og úrvalið af sætabrauði er það gott að það er óþarfi að eyða matarlyst í hollustumuffin hússins. Það er frítt net hjá Jimmy og svo má líka fá lánað hleðslutæki í símann.

The Market, Denver

Larimer Street er sennilega þekktasta gatan í Denver og þangað mæta þeir sem vilja fá sér gott í svanginn. The Market er eitt af flaggskipum götunnar og það leynir sér ekki að í þar eru fastagestirnir margir. Sumir ganga inn um hurðina, kinka kolli til þjónustufólksins og setjast svo á sitt borð. Stundarkorni síðar mætir svo gengilbeina með „skammtinn“. Fremsti hluti staðarins er kaffihús og þar er færðu kaffi og með því en fyrir innan er að hægt að panta heita rétti allan daginn.

Peclard, Zurich

Það er leit að fallegra kaffihúsi í hinum sjarmerandi gamla bæ í Zurich. Peclard er skipt upp í þrjá ólíka sali og tvö útisvæði. Gestirnir geta því sest í mjúkan sófa í rauðu rokókóstofunni á annarri hæð, á klassískt kaffihús frá fyrri hluta síðustu aldar á neðstu hæðinni eða jafnvel út í fallegan bakgarð. Peclard er við Napfgasse 4 og hundrað metrum frá er eitt af útibúum Starbucks. En þrátt fyrir fínheitin á því fyrra þá kosta veitingarnar þar ekki mikið meira en hjá bandarísku keðjunni.

Brew lab, Edinborg

Kaffi er dauðans alvara á þessum nýlega kaffibar ekki svo langt frá Edinborgarkastala (6 South College Street). Hér notast menn við Slayer kaffivél en þær þykja fínasta fínt í kaffigeiranum og eiga að geta kallað fram meira bragð og aðra áferð.

Brot und Seine Freunde, Frankfurt

Það er ekki úr mörgum sætum að velja viljurðu setjast niður með kaffi og kökuna. Á Brot und Seine Freunde mæta því margir til að sækja sér nýsmurða samloku, heimabakaðar kökur og brauð og auðvitað þrusu gott kaffi. Á sumrin geta ferðamenn sest fyrir utan og fylgst með fólkinu sem á leið um Konrmarkt götuna en þar eru nokkur kaffihús og veitingastaðir.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …