Samfélagsmiðlar

Á gönguskíðum um austurríska fjallasali

Þeim fer fjölgandi hér á landi sem fara á gönguskíði þegar snjóar og nú gefst tækifæri á að stunda sportið við framúrskarandi aðstæður í Austurríki.

Í byrjun hvers árs flykkjast Íslendingar upp í Alpana til að bruna niður brekkur en fjallgarðurinn hefur líka upp á margt að bjóða fyrir það skíðaáhugafólk sem vill ekki aðeins láta þyngdaraflið flytja sig úr stað. Troðin gönguspor tengja nefnilega saman fjallasali og þorp og það er leit að eins fallegu umhverfi til að ferðast um á gönguskíðum.

Í febrúar efna Bændaferðir til sérstakrar gönguskíðaferðar til Achensee í Austurríki og meðal fararstjóra verður Anna Sigríður Vernharðsdóttir. Túristi lagði fyrir hana nokkrar spurningar um ferðina.

Hver er ástæða þess að áhugi Íslendinga á skíðagöngu hefur aukist svona síðustu ár?
Ein möguleg ástæða fyrir auknum áhuga á skíðagöngu er þátttaka Íslendinga í Landvættaáskoruninni en ég held þó að það sé ekki eina skýringin. Eru Íslendingar ekki bara loksins að átta sig á hvað þetta er skemmtilegt og heilsusamlegt sport?

Hver er stóri munurinn á því að fara á gönguskíði í Bláfjöllum og Achensee?
Stóri munurinn er sá að þegar aðstæður eru góðar eru um 200 km af brautum í Achensee en um 20 km í Bláfjöllum. Í Achensee erum við að skíða í dölum, milli bæja, inni í bæjum, niður við vatn og inni í skógi. Það eru mjög svo ólíkar aðstæður. Þegar aðstæður eru góðar getum við því skíðað daglega í eina viku og farið alltaf mismunandi leiðir.

Hvernig verður prógrammið í Achensee? Getur fólk valið á milli margra ólíkra leiða?
Við skiptum hópnum upp í 2 hópa, annar hópurinn fer hægar og styttra og hinn fer hraðar og eitthvað lengra. Við munum einnig leiðbeina fólki eftir þörfum. Við byrjum alla daga á upphitun og göngum kannski 10-20 km fyrir hádegi. Við borðum saman hádegismat, ýmist í fjallaskálum eða á veitingahúsum í litlu bæjunum. Eftir hádegi höldum við svo áfram að ganga. Í lok dagsins teygjum við vel á þreyttum vöðvum og flestir fara svo í heilsulindina til að slaka á. Hópurinn borðar svo saman um kvöldið á hótelinu og við eigum notalega stund saman.

Hversu góðu formi verða þátttakendur í ferðinni að vera áður en lagt er í hann?
Þátttakendur þurfa að treysta sér til þess að vera úti og á hreyfingu í nokkra tíma á dag. Fólk þarf að vera fært um að ganga á skíðum en það er engin krafa um að fólk kunni fullkomna tækni.

Það er ekki alltaf einfalt að finna rétta áburðin undir gönguskíðin. Er hægt að fá góða aðstoð við þess háttar á skíðasvæðinu
Fararstjórar geta gefið leiðbeiningar varðandi val á áburði og einnig leiðbeint með að bera á skíðin.

Nánari upplýsingar um ferðina til Achensee má finna á heimasíðu Bændaferða.

 

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …