Samfélagsmiðlar

Stjórnvöld átta sig ekki á afkomunni í greininni

Björg Dan Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Trex, var á ITB í Berlín í vikunni og hún segir ferðakaupstefnuna vera góðan vettvang til að kynnast öðrum íslenskum ferðaþjónstufyrirtækjum. Hún segir verðsveiflunar sem krónan veldur vera til vandræða.

„Þetta ár er erfiðara en það síðasta því verðlagið er orðið hátt og því erfitt að selja Ísland sem áfangastað," segir Björg Dan hjá Trex.

Hvernig hefur ITB ferðakaupstefnan verið í ár?
Mjög fín en það spilar inn í að ég er orðin vanari því þetta er í þriðja skiptið sem ég tek þátt. Ég hef náð að hitta alla mína viðskiptavini en það er reyndar flókið að finna út við hvaða kaupendur þú átt að tala við á þessum langa lista sem við fáum fyrir sýninguna.

Er þátttákan þessi virði?
Já, hún er það og Íslandsstofa heldur mjög vel utan um þetta og umgjörðin flott í ár. Það er líka lærdómsríkt að skoða hvernig fyrirtæki frá öðrum löndum kynna sig. Það er mikils virði fyrir mig sem er nokkuð ný í geiranum að kynnast hér hinum íslensku fyrirtækjunum því það er eiginlega enginn vettvangur heima sem er svipaður þessu. Hér erum við saman í nokkra daga og það skapast góð stemning meðal íslensku þátttakendanna.

Hvernig byrjar árið hjá ykkur?
Þetta ár er erfiðara en það síðasta því verðlagið er orðið hátt og því erfitt að selja Ísland sem áfangastað. Þetta skrifast ekki bara á gengi íslensku krónunnar því það hefur líka áhrif að verðskrár hafa hækkað og það má jafnvel rekja til dýrra fjárfestinga, t.d. í húsnæði í miðborg Reykjavíkur.

Er kúnnaflóra að breytast?
Við erum mjög mikið með Þjóðverja en nú eru að koma miklu fleiri hópar frá Asíu.

Finnst þér stjórnvöld vera sinna greininni nógu vel.
Ég held að ekki sé hægt að segja að ferðaþjónustunni sé að illa sinnt en ég held að þau hafi ekki skilning á greininni, átti sig ekki á afkomunni. Mér finnst ráðherra ferðamála þó mjög öflug. En það eru frekar stóru málin sem mættu breytast, t.d. að við værum með evru en ekki krónu og þyrftum því ekki að búa við með þessar miklu sveiflur í verðlagi.

Þess má geta að Björg er í framboði til stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar en ný stjórn verður kjörin á aðalfundi samtakanna þann 21. mars.

Nýtt efni

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …

Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Play. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins og verður Sigurður Örn hluti af framkvæmdastjórn flugfélagsins sem nú telur átta manns, einum fleiri en í yfirstjórn Icelandair. Í tilkynningu segir að Sigurður Örn muni hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert …

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …