Samfélagsmiðlar

Dýrari flugmiðar hafa ólík áhrif hjá Icelandair og WOW

Forsvarsmenn Icelandair og WOW air segja fargjöldin hafa hækkað í ár en það hefur þveröfug áhrif á fjölda nýttra sæta um borð. Líkt og hjá stærstu flugfélögum Norðurlanda þá hefur sætanýtingin farið lækkandi hjá Icelandair í ár en þróunin er önnur hjá WOW.

Hjá Icelandair hækkar hlutfall óseldra sæta en lækkar hjá WOW. Hjá báðum flugfélögum hafa fargjöld að jafnaði hækkað.

Í byrjun hvers mánaðar sendir Icelandair tilkynningu til kauphallarinnar þar sem finna má tölur yfir fjölda farþega, framboð og sætanýtingu í nýliðnum mánuði. Og samkvæmt hefðinni senda forsvarsmenn WOW air frá sér fréttatilkynningu með sambærilegum upplýsingum nokkrum dögum síðar. Í þessum uppgjörum íslensku flugfélaganna eru hins vegar ekki að finna nákvæmar tölur um þróun fargjalda.

Þess háttar upplýsingar veita hins vegar norrænu flugfélögin SAS og Norwegian og í uppgjöri þess síðarnefnda, fyrir nýliðinn apríl, kom í ljós að meðalfargjöld þessa stærsta flugfélags Norðurlanda lækkuðu um 16% í apríl í samanburði við sama tíma í fyrra. Af því tilefni var haft eftir Björn Kjos, forstjóra Norwegian, að meginskýringin á þessari miklu verðlækkun er sú að félagið hafði á boðstólum mikið af ódýrum farmiðum í apríl. Fyrstu þrjá mánuði ársins lækkuðu fargjöldin hjá Norwegian að jafnaði minna eða um 1%.

Ekki sama þróun hér á landi

Leiðakerfi Norwegian hefur farið ört stækkandi og sérstaklega þegar kemur að flugi yfir Norður-Atlantshafið. Félagið á því í beinni eða óbeinni samkeppni við Icelandair og WOW air á fjöldamörgum flugleiðum milli Evrópu og Norður-Ameríku. Í ljósi þess að íslensku félögin tvö bjóða oft lág fargjöld á þessum leiðum, á sama hátt og Norwegian gerir, þá mætti ætla að þróun fargjalda hafi verið sambærileg hjá Icelandair og WOW air.

Það er þó ekki raunin því þar hefur farmiðaverðið farið hækkandi samkvæmt upplýsingum frá félögunum tveimur en þó með ólíkum afleiðingum. Í uppgjöri Icelandair, fyrir fyrsta ársfjórðung, kom fram að meðalverð hefðu hækkað en á sama tíma hefur sætanýtingin farið lækkandi. Sérstaklega í nýliðnum apríl eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Skýringuna á þeirri þróun mun meðal annars vera að finna í verðlagningunni samkvæmt Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair. „Eins og var tekið fram á kynningarfundi okkar um daginn þá höfum við ekki tekið þátt í verðstríði af fullum þunga til þess eins að halda uppi markaðshlutdeild á viðkomandi mörkuðum.“

Almenn pressa á fargjöld

Hjá WOW air hafa hlutirnir þróast á annan hátt því þar hefur verðið hækkað og sætanýtingin líka. Öfugt við það sem gerst hefur hjá Icelandair en eins og sjá má sjá á tölfunni hér fyrir neðan þá hefur sætanýtingin líka farið versnandi hjá Norwegian og SAS síðustu mánuði. „WOW air hefur séð hækkun á meðalfargjöldum það sem af er þessu ári. Í apríl hækkuðu meðalfargjöld lítillega, en tímasetning á páskum í samanburði við árið í fyrra hefur áhrif á samanburð á milli ára,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, talskona flugfélagsins. Aðspurð um hvernig þetta rími við þá fullyrðingu Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, að fargjöld væru ekki á uppleið þá segir Svanhvít að það sé alveg rétt að almennt hafi verið pressa á lækkun fargjalda. „Hins vegar sáum við á fyrsta ársfjórðungi að flugverð hjá okkur hafa að meðaltali hækkað. En almennt séð teljum við að flugverð muni lækka næstu mánuði,“ útskýrir Svanhvít.

Telja olíuverðið hafa áhrif

Sýn stjórnenda Icelandair á verðþróunin næstu missera er önnur því Guðjón Arngrímsson segir að hjá Icelandair er talið líklegt að hækkandi eldsneytisverð leiði til þess að meðalfargjöld hækki. En í því samhengi má benda á að olíuverð er í dag nærri helmingi hærra en það var fyrir ári síðan en kaup á þotueldsneyti vegur þungt í rekstri flugfélaga.

Þess má geta að Icelandair, SAS og Norwegian eru allt fyrirtæki á hlutabréfamarkaði og verða því að veita gefa út farþegatölur mánaðarlega en það þyrfti WOW air ekki að gera þar sem félagið er ekki skráð á markað. Enn sem komið er hefur flugfélagið ekki birt afkomutölur sínar fyrir síðasta ár en WOW mun hafa velt um 50 milljörðum í fyrra. Það er vísbending um að tekjur á hvern farþega hafi lækkað um fimmtung árið 2017 líkt og Túristi benti nýverið á.

Nýtt efni

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …