Samfélagsmiðlar

Flugmiðar myndu líka fást endurgreiddir hjá Netgíró

Ef rekstrarstöðvun flugrekanda verður til þess að flugmiði, sem greiddur er með Netgíró, nýtist ekki þá mun greiðslufyrirtækið borga viðskiptavininum söluverðið.

Öll sú þjónusta og þær vörur sem greiddar eru með Netgíró  falla undir lög um neytendavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í dag í kjölfar umræðu um óljósa stöðu viðskiptavina fyrirtækisins. Í ljós kom að forsvarsmenn fyrirtækisins gátu ekki svarað því skýrt hvort þeir sem borguðu flugmiða með Netgíró ættu rétt á endurgreiðslu ef rekstur flugrekenda myndi stöðvast.

WOW air hefur í nærri þrjú ár boðið upp á þess háttar greiðslu og nú nýverið bætti Icelandair þeim möguleika við. Þrátt fyrir umsvifin á íslenska flugmarkaðnum þá var staðan óljós og aðspurð sagði Þórunn Anna Árnadóttir, sviðstjóri hjá Neytendastofu, að það væri eðlilegt að forsvarsmenn fyrirtækja væru með þessi mál á hreinu.

Nú telja forsvarsmenn Netgíró sig hins vegar geta fullyrt að réttarstaða viðskiptavina þeirra sé sú sama og hjá þeim sem borga með greiðslukortum. Þrátt fyrir að skoðanir hjá lögspekingum um málið hafi verið misjafnar samkvæmt því sem segir í fyrrnefndri tilkynningu. „Við vildum vera sannfærð og tryggja rétt okkar viðskiptavina og eyða öllum vafa um lagalega óvissu sem hefur ríkt í þessu máli. Við hjá Netgíró óskuðum því eftir fleiri en einu lögfræðiáliti og á meðan þessi álit lágu ekki fyrir vildum við ekki fullyrða neitt sem við gætum ekki staðið við, en nú hefur þessari óvissu verið eytt. Réttur neytenda er fullkomnlega tryggður með greiðslum með Netgíró,“ segir Helgi Björn Kristinsson, framkvæmdastjóri Netgíró.

Líkt og kom fram í umfjöllun Túrista um samstarf Netgíró og WOW air þá fær flugfélagið fyrr afhent andvirði flugmiða sem greiddir eru með Netgíró en greiðslukortum.

 

 

Nýtt efni

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …