Samfélagsmiðlar

Krefjandi stjórnarseta hjá flugfélögunum

Óróinn í fluggeiranum gerir störf stjórnarfólks í Icelandair og WOW air snúnari en oft áður. Í Noregi er rætt um ábyrgð stjórnar Norwegian sem tekið hefur afdrífaríkar ákvarðanir síðustu vikur. Staða íslensku flugfélaganna er líka flókin en þó með ólíkum hætti.

icelandair wow

Það eru sjö einstaklingar sem sækjast eftir sæti í stjórn Icelandair Group að þessu sinni en ný fimm manna stjórn verður valin á aðalfundi flugfélagsins á föstudaginn. Fjórir frambjóðendanna eiga sæti í núverandi stjórn en það eru þau Heiðrún Jónsdóttir, Guðmundur Hafsteinsson, Ómar Benediktsson og Úlfar Steindórsson. Aðrir sem bjóða sig fram eru Guðný Hansdóttir, Svafa Grönfeldt og Þórunn Reynisdóttir. Ásthildur Otharsdóttir, sem setið hefur í stjórn Icelandair Group, síðustu ár gefur ekki kost á sér á ný.

Staða Icelandair veiktist verulega í fyrra og fyrirtækið þá rekið með hátt í sjö milljarða tapi eftir að hafa hagnast árin þar á undan. Og það má ljóst vera að reksturinn í ár verður ekki síður krefjandi en á því síðasta. Forsvarsmenn flugfélaga víða um heim gera ráð fyrir lakari afkomu í ár vegna offramboðs, aukinnar svartsýni á mörkuðum, óvissa um þróun olíuverðs og fleiri þátta. Pólitískur þrýstingur á aukna gjaldtöku á flug, vegna losunar gróðurhúsalofttegunda, eykst líka umtalsvert.

Starfsár nýrrar stjórnar Icelandair verður þó ekki aðeins krefjandi vegna þessara þátta því stjórnarfólksins bíða líka ákvarðanir um framtíðar flugflota félagsins, mögulega uppbyggingu flughafnar við Hvassahraun, endurskipulagningu á innanlandsflugi og sölu á dótturfyrirtækjum. Allt eru þetta stórmál og rangar ákvarðanir stjórnarmanna á komandi misserum gætu reynst afdrífaríkar fyrir fyrirtækið, eigendur þess og starfsmenn.

Og ekki má gleyma að ábyrgð stjórnarfólksins er mikil og á það hefur verið bent í norskum fjölmiðlum að stjórn flugfélagsins Norwegian gæti þurft að axla ábyrgð ef félagið lifir ekki af núverandi erfiðleika. Megin ástæðan er sú að fyrir nokkrum mánuðum síðan hafnaði stjórnin yfirtökutilboði IAG, móðurfélagsins British Airways. Yfirtökutilboðið hljóðaði upp á margfalt markaðsverð norska flugfélagsins í dag og ófáir hluthafar hafa því tapað umtalsverðum fjármunum á ákvörðun stjórnarinnar.

Á sama tíma halda skuldir Norwegian áfram að hækka enda hefur félagið fjárfest gríðarlega í nýjum flugflota. Aukin skuldsetning fyrirtækis sem stendur tæpt gæti líka talist vera á ábyrgð stjórnarmanna og það er væntanlega eitthvað sem þau Liv Bergþórsdóttir, Davíð Másson og Helga Hlín Hákonardóttir, sem sitja í stjórn WOW air ásamt Skúla Mogensen, hafa íhugað og tekið afstöðu til. Samkvæmt fréttum dagsins þá hefur íslenska lággjaldaflugfélagið til að mynda ekki staðið skil á öllum lífeyrissjóðsgreiðslum starfsmanna og um nýliðin mánaðamótin drógust launagreiðslur. Í dag á félagið svo að standa að standa skil á dagpeningum flugliða.

Þar sem telja má líklegt að greiðslur til starfsmanna séu í forgangi hjá stjórnendum WOW air þá er sennilega óhætt að fullyrða að ógreiddum reikningum frá birgjum og öðrum samstarfsaðilum fjölgi í bókhaldi fyrirtækisins þessa dagana. Skuldahalinn lengist þá en væntanlega með fullu samþykki stjórnar WOW sem vonast, líkt og allir aðrir, að flugfélagið komist fyrir vind mjög fljótt.

Sem fyrr segir er rekstur Icelandair einnig krefjandi og ef ekki næst að koma honum í lag á næstu misserum þá gæti ný stjórn flugfélagsins staðið frammi fyrir sambærilegri ákvörðun og þau Liv, Davíð, Helga Hlín og Skúli þurftu að taka á seinni helmingi síðasta árs. Þá var opinbert að rekstur WOW stóð vart undir sér og félagið tók á sig auknar skuldbindingar með útgáfu skuldabréfa.

Þeir milljarðar sem söfnuðust dugðu ekki til að rétta félagið af og í kjölfarið var leitað á náðir Icelandair en ekkert varð af yfirtökunni. Þá hófust viðræður Skúla við Indigo Partners, um kaup á stórum hlut í WOW, en þær hafa ennþá engum árangri skilað þó stefnt hafi verið að því að ljúka þeim í síðasta lagi þann 28. febrúar. Deginum áður óskaði reyndar forsvarsfólk WOW air eftir nýjum viðræðum við stjórnendur Icelandair sem sýndu bóninni ekki áhuga.

Þessi tilraun forráðamanna WOW air til að vekja áhuga Icelandair á ný er áhugaverð í ljósi þess að Skúli, eigandi og forstjóri, WOW sendi starfsfólki sínu bréf í þarsíðustu viku þar sem hann sagði viðræðurnar við Indigo ganga vel. Þar sagði hann líka ósannan orðróm í gangi um félagið og túlkaðu stærstu fjölmiðlar landsins það sem vísun í frétt Túrista sem birst hafði daginn áður. Í henni kom fram að stjórnendur WOW hefður sent bréf á flugvelli þar sem farið var fram á greiðslufrest fram yfir næstu mánaðmót. Í svari Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW, til fjölmiðla um efni fréttar Túrista, sagði að félagið væri ekki í skuld við flugvelli sem ennþá væru hluti af leiðakerfi flugfélagsins. Túristi hefur hins vegar heimildir fyrir því að beiðnin um lengri gjaldfrest var ekki eingöngu sendi á flugvelli sem WOW air er hætt að fljúga til.

Í ljósi mikilvægis Icelandair og WOW air fyrir íslenskt efnahagslíf og allra þeirra sem hjá fyrirtækjunum starfa þá er óskandi að úr rætist og að flugfélögin geti staðið skil á sínu og dafnað til lengri tíma. Ef þau gera það ekki þá gætu stjórnarmenn þeirra þurft að gera grein fyrir ákvörðunum síðustu misseri og í nánustu framtíð.

 

Nýtt efni

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …

Vestanhafs er hefur ekkert flugfélag verið rekið með meiri hagnaði en Delta síðustu ár. Á nýafstöðnum öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, voru tekjur félagsins hærri en nokkru sinni áður á þessum hluta árs en aftur á móti var kostnaðurinn líka hærri. Þar með lækkaði hagnaðurinn um 30 prósent á milli ára samkvæmt uppgjöri sem flugfélagið …

Þessa dagana er mikið rætt um samdrátt í íslenskri ferðaþjónustu miðað við síðasta ár en þá er einblínt á að vöxturinn haldi ekki áfram á sama hraða og hann hefur gert eftir heimsfaraldur. Ef bornar eru saman tölur um komur erlendra ferðamanna á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil 2019 sést að …