Samfélagsmiðlar

Hið dýrkeypta ójafnvægi hjá Icelandair

Þrátt fyrir að hafa séð á eftir helsta keppinautnum þá var sætanýtingin hjá Icelandair í júlí sú lægsta sem mælst hefur síðastliðinn áratug. Megin skýringin liggur í því hversu illa leiðakerfi félagsins hefur farið út úr kyrrsetningu MAX þotanna. Eftir standa þó spurningar afhverju flugvélarnar voru ekki teknar fyrr út úr sumaráætluninni og hvort flugferðirnar til Evrópu hafi verið of fáar.

Fjórar af Boing MAX þotum Icelandair sem staðið hafa á Keflavíkurflugvelli síðan um miðjan mars.

Stjórnendur Icelandair skrifuðu slæma afkomu á síðasta ári að miklu leyti á ójafnvægi í sumaráætlun félagsins. Það lýsti sér í því að flugferðum til Bandaríkjanna var fjölgað á kostnað Evrópuflugs en þar sem sala á ferðum til og frá N-Ameríku var ekki í takt við aukið framboð þá lækkaði sætanýtingin á þeim flugleiðum verulega. Aftur á móti var eftirspurnin góð í Evrópu og þangað fóru þoturnar þéttsetnari. Hlutfallslega munaði töluverðu á sætanýtingunni hjá Icelandair allt síðasta sumar og haust eftir því til hvorrar álfunnar var flogið. Í júlí í fyrra voru t.d. 91 prósent sætanna skipuð farþegum í þotunum sem flugu til Evrópu en rétt um 82 prósent í Ameríkuflugi Icelandair.

Svona sundurliðun á sætanýtingu eftir heimsálfum birti félagið í fyrsta skipti síðastliðið sumar og þá væntanlega til að útskýra fyrir hluthöfum afleiðingar þessa ójafnvægis. Samskonar upplýsingar er þó ekki að finna í flutningatölum Icelandair fyrir nýliðinn júlí þrátt fyrir að stjórnendur þess viðurkenni að núna hafi leiðakerfið aftur farið úr skorðum. Í kynningu á afkomu fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi, sem birt var í síðustu viku, kemur fram að breytingar á áætluninni, sem gerðar voru með stuttum fyrirvara vegna kyrrsetningar MAX þotanna, hafi valdið ójafnvægi í leiðakerfinu. Afleiðingin er lægri sætanýting í júlí en dæmi eru um hjá Icelandair. Alla vega þegar horft er til baka síðastliðinn áratug.

Ekki liggur fyrir hvort ástandið síðasta sumar hafi endurtekið sig með þeim afleiðingum að nóg hefur verið af lausum sætum til Bandaríkjanna og Kanada en næstum allt fullt þegar flogið var til Evrópu. Ef það hefur verið raunin má velta því fyrir sér hvort stjórnendur Icelandair hefðu ekki átt að sjá ójafnvægið fyrir, í ljósi reynslunnar, jafnvel þó ástandið sem MAX þoturnar hafa valdið sé sannarlega fordæmalaust eins og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur komist að orði. Upphafleg sumaráætlun félagsins byggði nefnilega á því að fjórða hver þota í flota þess væri af gerðinni Boeing MAX.

Talning Túrista á fjölda flugferða hjá Icelandair eftir heimsálfum sýnir að í júlí í ár var hlutfallið það sama og það var áður en ójafnvægið komst á í fyrra. Þess háttar talning gefur hins vegar ekki jafn góða sýn á stöðuna og áður því núna er sætafjöldinn í flugvélum Icelandair mismunandi enda flotinn ekki einsleitur eins og áður.

Sem fyrr segir þá fullyrða stjórnendur Icelandair að ástandið á leiðakerfinu í júlí skrifist á þær breytingar sem gera þurfti á leiðakerfinu með stuttum fyrirvara vegna kyrrsetningar á MAX þotunum. Í því samhengi má benda á að það var ekki fyrr en í lok maí sem Icelandair tók MAX þoturnar út úr áætlun sinni frá og með miðjum júlí. Flugfélög eins og Air Canada, Southwest og American Airlines höfðu gripið til þess háttar ráðstafanna nokkru áður. Hjá Icelandair voru greinilega bundnar vonir við að þoturnar kæmust í loftið mun fyrr enda sagði Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Icelandair, á afkomufundi þann 6. maí, að tæknilega væri búið að leysa allt það sem kom upp í flugslysunum tveimur sem leiddu til kyrrsetningarinnar. Hann sagði jafnframt að sú lausn Boeing yrði vottuð af amerískum flugmálayfirvöldum fyrir miðjan maí.

Hálfum mánuði síðar gaf Icelandair það hins vegar út að flugáætlun félagsins yrði breytt fram í miðjan september. Og í júlí var fresturinn lengdur fram í lok október en þá hefst vetraráætlunin formlega.

Nýtt efni
Arnar Guðmundsson, Íslandsstofu

Íslandsstofa vinnur að því að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland, kemur íslenskum fyrirtækjum á framfæri á erlendri grundu og liðkar til eftir bestu getu fyrir erlendri fjárfestingu á fimm sviðum atvinnulífs: orku og grænum lausnum, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu, hugviti og tækni, listum og skapandi greinum - og loks ferðaþjónustu. Allt byggist þetta á útflutningsstefnu landsins, sem …

Það voru 27.293 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu hér á landi í mars 2024 sem er aukning um 2 prósent frá sama tíma í fyrra en 2 prósent færri í samanburði við mars 2018. Það ár voru ferðamenn hér flestir en gert er ráð fyrir álíka ferðamannastraumi í ár. Vægi starfsfólks með íslenskan bakgrunn er …

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur slitið viðræðum við franska Renault um að þróa og smíða saman nýja gerð af rafknúnum smábíl á viðráðanlegu verði, sem keppt gæti við ódýrustu kínversku bílana. Hugmyndin var sú að bíllinn yrðu byggður á grunni Twingo-smábílsins frá Renault. Renault hyggst nú upp á eigin spýtur þróa Twingo áfram sem rafbíl og …

„Pittsburgh flugið fer vel af stað og er ánægjulegt að sjá að farþegar frá 25 Evrópulöndum hafa bókað flug með okkur til Pittsburgh um Ísland og þaðan hafa farþegar bókað flug til 30 áfangastaða Evrópumegin," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni af fyrstu áætlunarferð flugfélagsins til bandarísku borgarinnar á fimmtudaginn. Forstjórinn lagði um …

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …