Samfélagsmiðlar

Boeing tjáir sig ekki

Icelandair hefur náð bráðabirgðasamkomulagi við framleiðanda MAX þotanna um bætur. Ekki liggur fyrir hver upphæðin er en ljóst er að félagið hefur lækkað mat sitt á neikvæðum áhrifum töluvert.

Fjórar af hinum kyrrsettu MAX þotum Icelandair.

Við tjáum okkur ekki um viðræður við viðskiptavini,“ segir í svari talsmanns Boeing við þeirri einföldu spurningu hvort fleiri flugfélög en Icelandair hafi gert samkomulag um bótagreiðslur frá flugvélaframleiðandanum vegna MAX krísunnar. En líkt og greint var frá á föstudag þá hefur Icelandair náð bráðabirgðasamkomulagi við Boeing um bætur en upphæðin er trúnaðarmál. Af svari blaðafulltrúa Boeing að dæma þá er ljóst að ekki verða veitt svör við ítarlegri spurningum.

Hin mikla óvissa um hvenær MAX þoturnar fara í loftið á ný og hversu háar bæturnar verða hefur engu að síður valdið það miklum titringi í þjóðarbúskapnum að hagvaxtarhorfur fyrir næsta ár eru nú neikvæðari en áður að mati sérfræðingar Seðlabankans. Á fimmtudag beindi Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd, svo þeim tilmælum til þingmanna að þeir fylgdust með stöðu Icelandair. „Það má ekki veðja þjóðarbúinu á að við fáum bætur frá Boeing. Þetta er eitthvað sem þið verðið að huga að,“ sagði Gylfi.

Rúmum sólarhring eftir að þessi orð féllu, á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, þá sendi Icelandair frá sér fyrrnefnda tilkynningu um skaðabætur frá Boeing. Áður hafði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, gagnrýnt málatilbúnað Gylfa Zoega.

Athygli vekur að í föstudags tilkynningu Icelandair segir að þrátt fyrir bótagreiðsluna þá standi EBIT afkomuspá ársins óbreytt en hún gerir ráð fyrir um níu til ellefu milljarða króna tapi. Hvort það þýði að afkoma félagsins í ár hafi versnað sem nemur bótagreiðslunni á væntanlega eftir að koma í ljós.

Þegar afkoma Icelandair fyrir fyrri hluta ársins var kynnt nú í byrjun ágúst kom það fram að stjórnendur flugfélagsins mátu tjónið vegna MAX þotanna á 140 milljónir dollara. Það samsvarar um 17 milljörðum króna. Þá var gert ráð fyrir að þoturnar yrði komnar í loftið í enda október sem þýddi að kostnaðurinn hefur numið að jafnaði tæpum 20 milljónum dollara á mánuði. Núna er hins vegar stefnt að því að taka þoturnar í gagnið um miðjan janúar og uppfært mat stjórnenda Icelandair, á neikvæðum áhrifum af kyrrsetningunni, er 135 milljónir dollara þegar tekið er tillit til bótagreiðslunnar.

Það jafngildir þá rúmum 13 milljónum dollara á mánuði fyrir tímabilið frá miðjum mars í ár og fram í miðjan janúar á næsta ári. Í ljósi þess að Icelandair þurfti í sumar að leigja fimm þotur til að fylla skarðið sem MAX þoturnar skildu eftir sig má gera ráð fyrir að kostnaðurinn hafi verið miklu hærri þá en núna í vetur þegar félagið er aðeins með eina leiguvél. Á móti kemur þó að MAX þoturnar eru mun sparneyttari og menga því minna sem hefði sparað Icelandair kaup á þotueldsneyti og mengunarkvótum.

Ljóst er að stjórnendur Icelandair ætla að sækja meira til Boeing því í viðtali við Mbl.is um helgina sagði Bogi Nils að stefnt væri að því að fá frekari bætur.

Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …