Samfélagsmiðlar

Samráðshópur um kerfislega mikilvæg flugfélög ekki lengur að störfum

Innan stjórnarráðsins var starfandi samráðshópur fjögurra ráðuneyta sem vann að var gerð viðbúnaðaráætlunar í því tilviki ef íslenskur flugrekandi lenti í rekstrarvanda eða færi í þrot. Sá hópur er ekki lengur að störfum. Prófessor í hagfræði mælist þó til að þingmenn fylgist með stöðu Icelandair. Forstjóri Icelandair segir ummælin ógætileg.

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd, bað þingmenn um að fylgjast með stöðu Icelandair á fundi með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun. „Ég myndi sérstaklega beina athygli ykkar að því stóra flugfélagi sem við byggjum svo mikið á. Hvað er að gerast þar? Ef við reiknum fram í tímann, hvenær verður eigið féð þar komið á hættulegt stig? Það má ekki veðja þjóðarbúinu á að við fáum bætur frá Boeing. Þetta er eitthvað sem þið verðið að huga að,“ sagði Gylfi samkvæmt frétt Fréttablaðsins. Vísaði Gylfi þar til þess að stjórnendur Icelandair hafa farið fram á bætur frá Boeing vegna þess skaða sem kyrrsetning MAX þota félagsins hefur valdið.

Samkvæmt svari frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, við fyrirspurn Túrista, þá er ekki lengur að störfum samráðshópur stjórnarráðsins sem settur var á fót vorið 2018 í þeim tilgangi að fara yfir áhættu af kerfislega mikilvægum fyrirtækjum. Flugfélögin voru þar á meðal. Í svari ráðuneytisins segir að meðal þess sem samráðshópurinn vann að var gerð viðbúnaðaráætlunar í því tilviki ef íslenskur flugrekandi lenti í rekstrarvanda eða færi í þrot. „Með því lauk vinnu samráðsins um kerfislega mikilvæg fyrirtæki í flugi og ferðaþjónustu.“

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, hefur brugðist við ummælum Gylfa Zoega og segir þau ógætileg. Staða Icelandair hvað lausafé og eigið fé varðar sé sterk. „Mér finnst þetta ógætileg ummæli. Þeir sem fjalla um þessi mál, með þessum hætti og á þessum vettvangi bera mikla ábyrgð og verða að vanda málflutning sinn,“ sagði Bogi Nils í samtali við Fréttablaðið.

Nýtt efni

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …