Samfélagsmiðlar

Skoða stöðuna í kjölfar gjaldþrots keppinautar

Arion banki er ekki sá eini sem núna reynir að koma norrænum ferðaskrifstofum í verð.

Casa Cook á Ibiza er eitt af þeim hótelum sem Vingresor, dótturfélag Thomas Cook, rekur við Miðjarðarhafið.

Umsvif breska ferðaskipuleggjandans Thomas Cook náðu langt út fyrir heimalandið. Fyrirtækið rak til að mynda nokkrar af stærstu ferðaskrifstofum Norðurlanda. Starfsemi þeirra stöðvaðist í sólarhring eftir gjaldþrot móðurfélagsins fyrir hálfum mánuði síðan en sala á sólarlandaferðum og öðrum reisum er nú í fullum gangi. Það liggur þó fyrir að fyrirtækin eru til sölu en rekstur Thomas Cook í Skandinavíu mun ganga vel samkvæmt því sem fram hefur komið í viðtölum við forsvarsmenn fyrirtækjanna. Óvissan er þó mikil, t.a.m. vegna samninga við ný flugfélög og gististaði og eins vegna skuldbindinga gagnvart gamla móðurfélaginu.

Skiptistjóri Thomas Cook í Bretlandi er þó ekki sá eini sem reynir þessa dagana að koma norrænum ferðaskrifstofum í verð. Allt frá því að Arion banki tók í sumarbyrjun yfir þau sjö fyrirtæki sem áður tilheyrðu Primera Travel Group, sem Andri Már Ingólfsson átti, þá hefur bankinn reynt að finna þeim nýja eigendur.

Jón Karl Ólafsson, stjórnarformaður ferðaskrifstofanna, segir aðspurður um stöðuna á skandinavíska ferðamarkaðnum í dag að hún sé áhugaverð. „Það er ljóst að menn munu aðeins þurfa að skoða stöðuna. Það er kannski fyrst og fremst óljóst hvernig framhaldið verður hjá Spies í Danmörku og öðrum Thomas Cook fyrirtækjum. Það verður væntanlega að bíða aðeins eftir afstöðu skiptaráðanda móðurfélags áður en félögin verði tilbúin til sölu. Það skapast ákveðin tækifæri við þetta líka,“ segir Jón Karl og bætir því við að nokkrir áhugasamir aðilar skoði ferðaskrifstofurnar sem hann fer fyrir en ekki sé komin nein niðurstaða í málin.

Ferðaskrifstofur eru þessa dagana að leggja lokahönd á sumarprógramm næsta árs og að sögn Jón Karls þá flækist söluferlið ekki fyrir þeirri vinnu. „Við keyrum rekstur fyrirtækisins með eðlilegum hætti og framleiðsla fyrir næsta ár í fullum gangi og forsala á ferðum er þegar hafin.“ Meðal þeirra ferðaskrifstofa sem nú tilheyra Arion banka eru Heimsferðir og Terra Nova.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …

Sjö af þeim níu þotum sem voru í flota Wow air undir það síðasta voru í eigu flugvélaleigunnar Air Lease Corporation (ALC). Ein þeirra var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins þann 28. mars árið 2019 en í takt við samkomulag Wow Air og Isavia var ávallt ein þota félagsins eftir á Keflavíkurflugvelli sem …

Það styttist í að Strætó geti boðið farþegum upp á að greiða með bankakortum á snertilausan hátt í vögnum sínum. „Loksins!“ segja vafalaust margir óreglulegir notendur þjónustunnar, sem hafa pirrað sig á því hversu flókið og fráhrindandi greiðslukerfi Strætó er - að þurfa að hlaða niður Klapp-appinu (smáforriti), kaupa sérstaka passa með fyrirframgreiddum fargjöldum og …