Samfélagsmiðlar

Ef Icelandair myndi horfa meira til Suður-Evrópu

September og október liðu án þess að Icelandair tilkynnti um flug til nýrra áfangastaða næsta sumar. Það er þó ekki útilokað að þotur félagsins taki fljótlega stefnuna í nýjar áttir og þá jafnvel til Suður-Evrópu en þar hafa umsvif félagsins verið takmörkuð.

Það er ólíklegt að Bordeaux, Bologna og Barcelona bætist allar við leiðakerfi Icelandair á næsta ári. En sú síðastnefnda verður að teljast líklegur kandídat.

Það eina sem fyrir liggur varðandi sumaráætlun Icelandair á næsta ári er að flugi til bandarísku borganna San Francisco og Kansas City verður hætt. Ekki hefur hefur verið tilkynnt um neinar viðbætur en sala á ferðum til nýrra sumaráfangastaða hefst vanalega á haustin. Og ekki hefur fengist staðfest hvort sætaframboð aukist, standi í stað eða minnki næsta sumar en samdrátturinn í síðasta mánuði nam til að mynda 13 prósentum. Gera má ráð fyrir að óvissan varðandi kyrrsettu MAX þoturnar geri stjórnendum Icelandair erfiðara fyrir að ganga frá flugáætlun fyrir arðbærasta hluta ársins.

Áfram á þó að setja ferðamenn á leið til Íslands í forgang líkt og endurtekið hefur komið fram í tilkynningum félagsins. Og í því ljósi er áhugavert að velta fyrir sér hvort Icelandair sjái þá sókn í auknu flugi til Suður-Evrópu. Áætlunarflug félagsins til Ítalíu og Spánar hefur takmarkast við sumarflug til Madríd og Mílanó og París er eini franski áfangastaðurinn. Þotur Icelandair fljúga aftur á móti til nokkurra þýskra borga og ferðir til höfuðborga hinna Norðurlandanna eru tíðar en oft áður.

Vissulega fækkaði ferðafólki frá Spáni, Ítalíu og Frakklandi í sumar en hótelnóttum þjóðanna fjölgaði aftur á móti umtalsvert. Þessar þrjár þjóðir fara líka einna víðast um landið samkvæmt landamærakönnnum Ferðamálastofu. Þannig mælist hlutfall franskra, spænskra og ítalskra ferðamanna hátt úti á landi og aukið fram boð á beinu flugi frá þessum löndum til Íslands gæti því verið kærkomin innspýting fyrir íslenska ferðaþjónustu. Á sama tíma opnast þá fleiri tækifæri fyrir Íslendinga í leit að ferðum til suðurhluta álfunnar.

Frakkland

Það var góður stígandi í ferðum WOW til Lyon, næst fjölmennustu borg Frakklands, líkt og Túristi hefur áður greint frá. Þar er því hefð fyrir Íslandsflugi yfir sumarmánuðina sem gæti gert það meira aðlaðandi fyrir Icelandair að taka upp þráðinn. Aftur móti er ekki ýkja langt frá frönsku borginni yfir til flugvallarins í Genf en þangað fljúga þotur Icelandair á sumrin. Bordeaux eða Nice væru þá jafnvel fýsilegri kostir fyrir Icelandair ef félagið sér tækifæri í að hasla sér völl í fleiri borgum Frakklands en höfuðborginni.

Spánn

Þotur Icelandair fljúga mest til Spánar fyrir íslenskar ferðaskrifstofur og því ekki hægt að bóka far á heimasíðu flugfélagsins sjálfs til Alicante eða Kanaríeyja. Á sama tíma hefur Norwegian bætt verulega í áætlunarflug milli Íslands og Spánar. Meðal annars frá Alicante og hefur norska félagið ekki litið á þá flugleið sem sérstaka þjónustu við sólþyrsta Íslendinga. „Alicante hérað er fimmta fjölmennasta svæði Spánar með 1,8 milljónir íbúa og auk þess búa 2,7 milljónir manna í innan við klukkutíma akstursfjarlægð frá flugvelli borgarinnar. Það er því góður grundvöllur fyrir því að auka umferð frá Spáni til Íslands,” sagði talskona Norwegian til að mynda í viðtali við Túrista skömmu fyrir jómfrúarferðina vorið 2017. Það verður þó að teljast líklegra Icelandair tilkynni um endurkomu sína til Barcelona áður en áætlunarflug til Alicante eða annarra spænskra borga hefst.

Ítalía

Hingað til hefur flug Icelandair til Evrópu að lang mestu takmarkast við fjögurra tíma fluglengd svo þoturnar nýtist líka í flug til Norður-Ameríku innan sólarhringsins. Þar með er Ítalíuskaginn eiginlega utan seilingar. Með komu MAX þotanna þá sá þáverandi forstjóri Icelandair tækifæri í flugi lengra út í Evrópu. Ef þess háttar útrás er enn þá á teikniborðinu þá gæti Icelandair spreytt sig á flugi til fleiri ítalskra borga en Mílanó. Sú staðreynd að Vueling, WOW og Norwegian hættu öll áætlunarflugi milli Íslands og Rómar gæti dregið kjarkinn úr forsvarsfólki Icelandair þegar kemur að flugi til höfuðborgarinnar. Í staðinn gætu þau horft til áfangastaða norðar í landinu, til dæmis Bologna, Feneyja eða Pisa.

Portúgal

Frakkar, Spánverjar og Ítalir eru á listanum yfir þær tíu þjóðir sem eru fjölmennastar í hópi ferðamanna hér á landi yfir sumarmánuðina. Portúgalir eru ekki taldir sérstaklega á Keflavíkurflugvelli en þeir keyptu þó tvöfalt fleiri hótelnætur hér á landi í sumar en á sama tíma í fyrra. Það er aftur á móti ekkert áætlunarflug starfrækt milli Íslands og Portúgal en með því að bæta úr því gæti Icelandair slegið tvær flugur í einu höggi. Í fyrsta lagi að gera Íslendingum og Portúgölum auðveldara að ferðast á milli landanna tveggja og í öðru lagi setja ennþá meiri þrýsting á áætlunarflug TAP, stærsta flugfélags Portúgal, til Norður-Ameríku. Nú þegar er Icelandair nefnilega óbeint í samkeppni við TAP í flugi til Suður- og Norður-Ameríku í gegnum eignarhald sitt á Capo Verde flugfélaginu. Það félag gerir út á tengiflug frá Lissabon til Ameríku með millilendingu á Grænhöfðaeyjum. Með komu Icelandair til Portúgal fengju farþegar á leið milli Norður-Ameríku og Lissabon nýjan valkost.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Bláa lónið í Svartsengi hefur rýmt öll sín athafnarsvæði vegna jarðhræringa við Sundhnúkagígaröðina nú í morgun. Rýmingin gekk vel að því segir í tilkynningu og er gestum þakkaður góður skilningur á stöðunni, starfsmönnum fagleg vinnubrögð og viðbragðsaðilum gott samstarf. Bláa lónið er einn allra vinsælasti viðkomustaður ferðamanna hér á landi en vegna jarðhræringa á Reykjanesi …

Icelandair hefur gripið til hópuppsagna í dag og munu þær ná til ólíkra deilda innan fyrirtækisins að því segir í frétt Vísis. Þar er haft eftir Ásdísi Ýr Pétursdóttur, talskonu Icelandair, að dagurinn í dag sé erfiður en hún geti ekki tjáð sig nánar um stöðuna af virðingu við starfsfólkið. Heimildir FF7 herma að uppsagnirnar …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …