Samfélagsmiðlar

Nýttu ekki niðursveifluna til að auka hlut sinn í Icelandair

Hlutur PAR Capital, stærsta eigenda Icelandair, er ennþá óbreyttur þrátt fyrir að gengi bréfa félagsins hafi lækkað verulega frá því að bandaríski vogunarsjóðurinn hóf að fjárfesta í flugfélaginu. Eignarhluturinn í íslenska flugfélaginu er ekki eina fjárfesting sjóðsins sem misst hefur verðgildi sitt að undanförnu.

Ein af MAX þotum Icelandair í Berlín.

Fyrir rúmu ári síðan samþykktu hluthafar Icelandair Group að að auka hlutafé félagsins. Í byrjun apríl í ár, um hálfum mánuði eftir kyrrsetningu Boeing MAX þotanna, var tilkynnt að kaupandinn að þessu nýja hlutafé væri bandaríski fjárfestingarsjóðurinn PAR Capital Management. Sjóðurinn var þar með kominn með 11,5 prósent hlut í Icelandair samsteypunni.

Kaupverðið nam um 5,6 milljörðum króna og kaupgengið var 9,03. Í maí bætti PAR Capital við fleiri hlutum og aftur í júní og júlí en á því tímabili var gengi hlutabréfa í Icelandair Group á bilinu 9 til 11. Ekki liggur fyrir hvað PAR Capital borgaði fyrir þessi viðbótarhluti en í sumarlok var vægi fyrirtækisins í hluthafahópi Icelandair komið upp í 13,71 prósent. Sjóðurinn er þar með stærsti hluthafinn í Icelandair en Lífeyrissjóður verslunarmanna kemur þar á eftir með 12 prósent hlut.

Nú í haust tók gengi hlutabréfa í Icelandair mikla dýfu og fór niður í allt að 5,5 krónur á hlut. Það er um fjörutíu prósent undir því gengi sem PAR Capital keypti meginþorra bréfa sinna á í vor. Engu að síður er eignarhlutur bandaríska sjóðsins óbreyttur samkvæmt nýjasta hluthafalista Icelandair. Það hefði heldur ekki fara leynt ef bandaríski vogunarsjóðurinn myndi styrkja stöðu sína í Icelandair Group umtalsvert. Reglur kauphallarinnar kveða nefnilega á um að tilkynna þurfi ef einstakur hluthafi fer yfir fimmtán prósenta múrinn.

Ástæðurnar fyrir því að PAR Capital hefur haldið að sér höndum kunna að vera margvíslegar. Langvarandi óvissa varðandi MAX þoturnar kann að fæla frá og eins gæti það ekki samræmst stefnu bandarísku fjárfestanna að vera langstærsti eigandinn í skráðu fyrirtæki. Og kannski sérstaklega ekki í fyrirtæki sem er kerfislega mikilvægt í fámennu evrópsku landi jafnvel þó að þessi Icelandair sé ekki ný af nálinni.

Það verðut heldur ekki fram hjá því horft að eignarhluturinn í Icelandair Group er ekki eina fjárfesting PAR Capital sem misst hefur verðgildi sitt að undanförnu. Sjóðurinn sérhæfir sig nefnilega í fjárfestingum í bandarískum flugfélögum og eins ferðabókunarfyrirtækjum eins og Expedia, Tripadvisor og Booking. Og í nýlegri úttekt pistlahöfundar á vef Yahoo Finance kemur fram að skráð verðmæti hlutabréfasafns þessa stærsta eigenda Icelandair hafi á yfirstandandi ársfjórðungi þróast með neikvæðari hætti en bandaríski markaðurinn almennt.

Mesta höggið er sennilega fall á bréfum í ferðabókunarfyrirtækinu Expedia sem féll um rúman fjórðung í byrjun nóvember en þar er PAR Capital einn af stærstu eigendunum. PAR Capital er heldur ekki stór sjóður á bandarískan mælikvarða. Samkvæmt úttekt á vef Yahoo Finance kemst PAR Capital til að mynda aðeins í sæti númer 330 á lista stærstu vogunarsjóðina þar í landi. Bolmagn stærsta eigenda Icelandair til að ráðast í fjárfestingar um þessar mundir er því kannski ekki mikið í ljósi stærðar sjóðsins og þeirra  áskorana sem nú blasa við þeim sem eru með eiginlega allt sitt í fjárfestingum í flugfélögum og ferðabókunarsíðum.

Fyrrnefnd smæð PAR Capital er svo helsta skýringin á því að það eru litlar upplýsingar um fyrirtækið að finna. Heimasíða fyrirtækisins bætir engu við og aldrei hefur starfsfólk þess svarað fyrirspurnum frá Túrista.

Stjórnendur sjóðsins komust þó í fréttir fyrir nærri fjórum árum síðan þegar þeir, ásamt einum öðrum vogunarsjóð, gerðu tilraun til að gera umbylta á stjórn United Airlines fyrir aðalfund flugfélagsins árið 2016. Þessi valdabarátta varð kveikjan að mótmælum flugmanna United fyrir utan skrifstofu PAR Capital í Boston. Þessi uppreisn vogunarsjóðanna skilaði þó ekki tilætluðum árangri en PAR Capital fékk engu að síður einn mann í þrettán manna stjórn United Airlines en sá er reyndar einn af stofnendum PAR Capital sjóðsins eins og Túristi hefur áður fjallað um.

Hvort PAR Capital sækist eftir einu af þeim fimm sætum sem verða í boði í næsta stjórnarkjöri Icelandair kemur í ljós fyrir næsta aðalfund sem væntanlega fer fram í byrjun mars. Þá verður eitt ár liðið frá kyrrsetningu MAX þotanna en nú berast þær fréttir að stjórnendur Boeing íhugi jafnvel að hætta framleiðslu þotanna. Gengi bréfa í Icelandair lækkaði um nærri sjö af hundraði á föstudag og hefur lækkað hratt nú í morgunsárið.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …