Samfélagsmiðlar

Engin loðnuleit í háloftunum

Ferðafólki fækkaði umtalsvert hér á landi í fyrra og útlitið í ár er tvísýnt. Ekki verður þó sérstaklega vart við áhyggjur meðal ráðamanna og búið að skera niður fjármagn til talningar á túristum.

Það er ekki í hendi að erlendum ferðamönnum fjölgi þegar líður á árið. Sætiframboð í Íslandsflugi dregst saman í vor og sumar.

Nú í ársbyrjun hefur Hafrannsóknarstofnun staðið fyrir leit eftir loðnu á miðunum fyrir norðan og austan landið. Aldrei munu eins mörg skip hafa tekið þátt í svona aðgerð og fylgst er með gangi mála á ríkisstjórnarfundum enda mikil aflaverðmæti í húfi.

Á sama tíma heldur ferðafólki hér á landi áfram að fækka sem hefur líka verulega áhrif á þjóðabúskapinn. Samdrátturinn í janúar nam tuttugu þúsund ferðamönnum samkvæmt mánaðarlegu mati Ferðamálastofu. Stofnunin fær nefnilega ekki lengur fjármagn til að telja alla ferðamenn á Keflavíkurflugvelli.

Þar með sparar ríkið sér, í gegnum hið opinbera Isavia, um fimmtíu milljónir króna á ári. Til samanburðar borgaði Hafró þrjátíu milljónir króna í leigu á skipum frá útgerðarfyrirtækjum vegna loðnuleitarinnar í síðasta mánuði.

Loðnuleit og talning á ferðafólki er vissulega ekki alveg sami hluturinn en báðar aðgerðir skila okkur betri skilningi á núverandi stöðu í lykilatvinnugreinum. Það að fjármagn til talningar á túristum sé skorið niður á óvissutímum í ferðaþjónustunni er því óheppilegt. Svo ekki sé minnst á þá séríslensku hefð að leyna öllum upplýsingum um farþegaflug til og frá landinu aftur í tímann.

Og ennþá hafa ráðamenn ekki svarað kalli ferðaþjónustunnar um að koma landinu á framfæri á erlendum vettvangi. Þar með dregur Icelandair eiginlega eitt vagninn í landkynningunni enda heyrist ekki lengur rödd WOW air og Íslandsstofa hefur ekki lengur úr miklu að moða.

Þetta áhugaleysi ráðamanna á talningu ferðafólks og landkynningum skrifast kannski á að greiningaraðilar sjá flestir fyrir sér hóflegan vöxt í fjölda ferðamanna í ár. Forstjóri Isavia er á sömu línu og gaf út um áramótin að erlendum ferðamönnum myndi ekki fækka í ár miðað við mat fyrirtækisins.

Þessar spár gera allar ráð fyrir að ferðafólki fækki fyrstu þrjá mánuði ársins enda stöðvaðist rekstur WOW air ekki fyrr en í lok mars í fyrra. Ef samdrátturinn í febrúar og mars verður álíka og í janúar þá þýðir það að erlendum ferðamönnum fækki um sextíu þúsund á fyrsta þriðjungi ársins. Sú tala gæti lækkað um nokkur þúsund ef kínverskum ferðamönnum hefur fækkað vegna ferðabannsins sem sett var á til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.

Síðan ætti leiðin að liggja upp á við til að jafna út niðursveifluna fyrstu þrjá mánuði ársins ef þessar jákvæðu spár eiga að ganga eftir. Það lítur aftur á móti út fyrir að sætaframboð í flugi til landsins dragist saman um þrjá af hundraði frá byrjun apríl og til enda október samkvæmt útreikningum Túrista. Það þarf ekki að þýða að ferðafólki fækki um sama hlutfall en ef það gerist þá mun heildarfjöldi ferðamanna í ár fara undir 1,9 milljón. Þeir voru aftur á móti rétt tæplega 2 milljónir í fyrra og um 2,3 milljónir árið á undan.

Ef þoturnar sem hingað fljúga verða aftur á móti þéttsetnari en í fyrra og með fleiri erlenda ferðamenn þá gæti þeim fjölgað þegar líður á árið. Það er þó ekkert í hendi og til að mynda kom það fram í máli forstjóra Icelandair Group nýverið að erfiðara væri að lesa bókunarstöðuna en oft áður.

Það atriði eykur þá ennþá meira á óvissuna enda flytur Icelandair um annan hvern ferðamanna til landsins yfir sumarmánuðina. Í ofan á lag þá er útbreiðsla kórónaveirunnar farin að hafa bein áhrif á flug til og frá Keflavíkurflugvelli í ár.

Það er því kannski full ástæða fyrir stjórnvöld að kortleggja leit eftir þeim ferðamönnum sem hingað eiga að koma næstu mánuði og misseri. Og jafnvel að vera með í ráðum varðandi aðgerðir til að fá hingað reglulegri ferðir frá erlendum flugfélögum. Stjórnendur nokkurra þeirra hafa nefnilega skorið niður Íslandsflug sitt að undanförnu.

Nýtt efni

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …

Við þeim sem fara um Ráðhústorg í Kaupmannahöfn þessa dagana blasir við risastór auglýsing frá Icelandair. Velunnari FF7 var þar á ferð í vikunni og sendi meðfylgjandi mynd. Auglýsingin er á húsi númer fjögur við Ráðhústorg og fyrir hornið á vegg sem snýr að H.C. Andersen Boulevard, sem er mikil umferðaræð í gegnum miðborgina. Unnið …

Tæknirisinn Apple hefur síðastliðinn áratug unnið að þróun rafknúinna og sjálfstýrðra ökutækja sem þó aldrei hafa verið formlega kynnt. Og það verður varla úr þessu því nú hefur þessari þróunarvinnu verið hætt samkvæmt frétt Bloomberg. Þriðjungurinn af þeim mörg hundruð manns sem unnið hafa að bílaverkefninu verða færð yfir á svið gervigreindar hjá Apple en …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Ennþá er Change Group þó ekki komin með tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér á landi samkvæmt því sem FF7 kemst næst og …

Hún er svo vinsæl, bandaríski rithöfundurinn Sarah J. Maas, að þegar þriðja bindið í Crescent City-bókaflokknum kom út þann 30. janúar síðastliðinn stóðu aðdáendur hennar í löngum röðum í vetrarkuldanum fyrir framan bókabúðirnar sem höfðu ákveðið að opna búðir sínar á miðnætti á útgáfudeginum í New York og víðar um Bandaríkin. Þessar raðir fyrir framan …

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að af öllum mat sem framleiddur er í heiminum fari um þriðingur í ruslið, eða 1,3 milljarðar tonna á ári. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að á heimsvísu fari um 17 prósent af öllum mat í matvöruverslunum, á veitingastöðum og á heimilum í ruslið. Það er gríðarlegt magn af prýðisgóðri næringu sem þar fer …