Samfélagsmiðlar

Segir hefðbundnar ferðaskrifstofur ekki alltaf bjóða hagstæðustu pakkana

Þegar mest lét ferðuðust um þrjú hundruð þúsund Norðurlandabúar á ári með ferðaskrifstofum Primera Travel Group. Samsteypan var í eigu Andra Más Ingólfssonar en Arion banki tók hana yfir í fyrra. Andri Már opnar brátt nýja ferðaskrifstofu og ljóst er að fólk í faginu fylgist vel með gangi mála.

Andri Már Ingólfsson

Nú er Aventura, ný ferðaskrifstofa Andra Más Ingólfssonar, komin með ferðaskrifstofuleyfi og verið er að ljúka undirbúningi fyrir opnunina samkvæmt fréttatilkynningu. Þar er jafnframt tekið fram að eigið fé Aventura verði 50 milljónir króna í byrjun.

Megin skýringin á því að upphæðin er tilgreind sérstaklega í tilkynningunni er líklega til að svara gagnrýni Þórunnar Reynisdóttur, forstjóra Úrval-Útsýn sem gefið hefur lítið fyrir fullyrðingar Andra Más um að rekstur Aventura sé fullfjármagnaður. Máli sínu til stuðnings bendir hún á að eigið fé ferðaskrifstofunnar hefur verið hálf milljón króna samkvæmt fyrirtækjaskrá.

Hvað sem fjármögnuninni líður þá er sérstakri bókunarvél á heimasíðu Aventura ætlað að gera fólki kleift að setja saman eigin pakkaferðir úr „hagkvæmustu tilboðunum á hverjum tíma til vinsælustu áfangastað Íslendinga.“ Aðspurður um hvort hann ráðleggi þá þeim sem ætla til Tenerife, Marbella eða Krítar í sumar að hinkra eftir að ferðaskrifstofan opni þá segir Andri Már einfaldlega, í svari til Túrista, að þar á bæ rýki tilhlökkun að sýna verðandi viðskiptavinum fjölda frábærra tilboða í vor, sumar og haust.

Primera Travel Group gerði út á hefðbundnar sólarlandaferðir þar sem farþegunum var flogið suður á bóginn með flugfélaginu Primera Air sem jafnframt tilheyrði samsteypunni. Hjá Aventura verður farþegarnir aftur á móti ekki „bundnir við fáar brottfarir í leiguflugi heldur geta valið þá daga sem henta best,“ eins og segir í tilkynningunni.

Er leiguflug þá ekki lengur góður kostur í rekstri ferðaskrifstofa? „Leiguflug er vissulega ennþá kostur og ómögulegt að segja hvað framtíðin ber í skauti sér. Hinsvegar geta hefðbundnar ferðaskrifstofur oft ekki boðið hagstæðustu pakkana þar sem þær eru bæði bundnar af því að selja sínar birgðir og geta ekki, vegna flækjustigs, blandað saman áætlunarflugi og leiguflugi. Í okkar tilfelli höfum við báða valkosti,“ segir Andri Már.

Hin nýja bókunarvél Aventura leitar að flugferðum hjá allt að 600 flugfélögum og herbergjum hjá um tveimur milljónum gististaða. Miðað við þennan mikla fjölda má þá ekki gera ráð fyrir að Aventura kaupi þjónustu af milliliðum,  t.d. hótelbókunarfyrirtækjum? „Aventura er með fjölda beinna samninga en er einnig með beinar tengingar við stærstu birgja í heimi. Þar sem við njótum afar góðra viðskiptakjara sem skila sér til okkar viðskiptavina,“ útskýrir Andri Már.

Heimasíða Aventura fór í loftið í byrjun mánaðar en sem fyrr segir þá verður fyrst hægt að bóka þar ferðir síðar í þessum mánuði. Og óhætt er að segja að það ríki töluverð spenna í ferðageiranum varðandi endurkomu Andra Más. Það hefur komið skýrt fram í samtölum Túrista við fólk í faginu bæði hér heima og erlendis sem þó vill ekki koma fram undir nafni vegna núverandi eða fyrri starfa.

Flestum er tíðrætt um hversu langa reynslu Andri Már hefur þrátt fyrir að vera „ungur enn“ enda teygir ferill hans sig aftur til loka níunda áratugar síðustu aldar. Annar viðmælanda Túrista segir Andra Má hafa gott nef fyrir geiranum og núna geti hann nýtt reynsluna til að byrja upp á nýtt án þess að vera bundin af gamla fyrirkomulaginu. „Ég fylgist alla vega spenntur með,“ bætir viðkomandi við.

Ekki eru þó allir sannfærðir um að bókunarvél eins og Aventura ætlar að gera út á geti verið lykillinn að almennilegri endurkoma. Ástæðan er sú að ferðabókunarvélar eru víða til í dag og þeim bestu haldið við að fjölmennum teymum tæknifólks sem erfitt sé að keppa við.

Einnig má benda á að framboð á sólarlandaflugi frá Íslandi er lítið. Stórtækast á þeim markaði er Norwegian en óvissa ríkir um hvernig vetraráætlun þess félags verður. Ef það norska dregur saman seglin á Keflavíkurflugvelli þá þarf Aventura að kaupa flugsætin af Icelandair, systurfélagi Vita, eða Heimsferðum sem Arion tók af Andra Má síðastliðið sumar. Valkostirnir eru því ekki margir alla vega ef Aventura vill selja beint flug suður á bóginn.

VILTU STYÐJA VIÐ ÚTGÁFU TÚRISTA?

Nýtt efni

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …

Við þeim sem fara um Ráðhústorg í Kaupmannahöfn þessa dagana blasir við risastór auglýsing frá Icelandair. Velunnari FF7 var þar á ferð í vikunni og sendi meðfylgjandi mynd. Auglýsingin er á húsi númer fjögur við Ráðhústorg og fyrir hornið á vegg sem snýr að H.C. Andersen Boulevard, sem er mikil umferðaræð í gegnum miðborgina. Unnið …

Tæknirisinn Apple hefur síðastliðinn áratug unnið að þróun rafknúinna og sjálfstýrðra ökutækja sem þó aldrei hafa verið formlega kynnt. Og það verður varla úr þessu því nú hefur þessari þróunarvinnu verið hætt samkvæmt frétt Bloomberg. Þriðjungurinn af þeim mörg hundruð manns sem unnið hafa að bílaverkefninu verða færð yfir á svið gervigreindar hjá Apple en …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Ennþá er Change Group þó ekki komin með tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér á landi samkvæmt því sem FF7 kemst næst og …

Hún er svo vinsæl, bandaríski rithöfundurinn Sarah J. Maas, að þegar þriðja bindið í Crescent City-bókaflokknum kom út þann 30. janúar síðastliðinn stóðu aðdáendur hennar í löngum röðum í vetrarkuldanum fyrir framan bókabúðirnar sem höfðu ákveðið að opna búðir sínar á miðnætti á útgáfudeginum í New York og víðar um Bandaríkin. Þessar raðir fyrir framan …

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að af öllum mat sem framleiddur er í heiminum fari um þriðingur í ruslið, eða 1,3 milljarðar tonna á ári. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur áætlað að á heimsvísu fari um 17 prósent af öllum mat í matvöruverslunum, á veitingastöðum og á heimilum í ruslið. Það er gríðarlegt magn af prýðisgóðri næringu sem þar fer …