Samfélagsmiðlar

Forstjóri Icelandair: Ekkert er óhugsandi í dag

Möguleg aðkoma hins opinbera að rekstri Icelandair, hættan á að keppinautarnir stingi af með ríkisstyrki í vasanum og staðan á sölu Icelandair hótelanna. Túristi ræddi við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair Group, um þessi atriði og fleiri.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.

Forstjórar flugfélaga víða um heim hafa ekki farið leynt með það síðustu daga að fyrirtækin þeirra standa tæpt. Þú hefur aftur á móti ítrekað sterka lausafjárstöðu félagsins og Icelandair hefur skorið niður hlutfallslega miklu færri ferðir en mörg önnur flugfélög. Er staða Icelandair virkilega svona góð miðað við flugfélög eins og SAS, Lufthansa og British Airways?

„Við höfum gert þetta með öðrum hætti og við förum inn í þetta ástand með sterka lausafjárstöðu og vorum vel undirbúin að því leytinu til. Við lifum að öllu óbreyttu í þrjá mánuði tekjulaus. Ef þetta dregst á langinn þá þarf að grípa til annarra aðgerða og við erum að bíða eftir útspili ríkisstjórnarinnar varðandi vinnumarkaðinn sem kemur væntanlega á morgun. Í framhaldinu munum við grípa til aðgerða til að lækka launakostnað,” segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, um ólíkan tón í máli hans síðustu daga í samanburði við forstjóra margra annarra flugfélaga.

„Varðandi leiðakerfið þá erum við að draga það saman smátt og smátt dag frá degi og mæta þannig þeirri eftirspurn sem er til staðar, í stað þess að gefa út 80 til 90 prósent niðurskurð strax í byrjun eins og mörg félög hafa gert. Í dag, miðvikudag, erum við að fljúga tæplega 60 prósent af áætluðu leiðarkerfi og það mun að öllum líkindum minnka hratt á næstu dögum,” bætir Bogi við.

Þið gáfuð út á sunnudagskvöldið að fyrirséð væri að sumaráætlunin myndi dragast saman um fjórðung. Þar skerið þið ykkur aftur frá keppinautunum sem hafa lítið gefið út um hvernig sumarið kemur til með að vera. Af hverju setjið þið strax tölu á niðurskurð sumarsins?

„Við erum að vinna með að samdrátturinn í sumar verður að minnsta kosti 25 prósent, miðað við það sem áður var áætlað. Niðurskurðurinn gæti orðið enn meiri og við erum að undirbúa okkur fyrir það en á sama tíma að halda sveigjanleikanum ef eftirspurnin verður til staðar,” svarar Bogi.

Snúum okkur aftur að fjárhagsstöðunni. Þið hafið áréttað að Icelandair hafi um 300 milljónir dollara í lausafé (um 42 milljarðar króna). Eru fyrirframgreiðslur frá kreditkortafyrirtækjum, sem mögulega þarf að endurgreiða, hluti af þessari upphæð?

„Stór hluti þess sem við höfum fengið greitt frá kreditkortafyrirtækjum er vegna ferðalaga í sumar þannig að endurgreiðslur vegna fluga núna eru hlutfallslega ekki miklar,” segir forstjórinn.

En er hætta á að lánasamningar gjaldfalli í núverandi stöðu og ríkið þurfi að tryggja þá?

„Eins og staðan er í dag erum við í skilum og það hafa engin kvaðabrot verið á samningum,” undirstrikar Bogi.

Nú rær Norwegian, einn af ykkar helstu keppinautum, lífróður og vangaveltur um hvort norska ríkið leggi flugfélaginu til hlutafé. Dönsk og sænsk stjórnvöld fara með stóran hlut í SAS og finnska forsætisráðuneytið á 55 prósent í Finnair. Er óhugsandi að Icelandair verði að hluta til í eigu íslenska ríkisins í sumar?

„Í þessum aðstæðum sem nú eru, sem allur heimurinn er að takast á við, þá er ekkert óhugsandi. Það sem er að gerast í dag var fjarlægur möguleiki í síðustu viku.”

Svar Boga er á svipaða leið varðandi hugmyndir fyrrum framkvæmdastjóra hjá SAS um að sameina norrænu flugfélögin fjögur. „Það er ekkert óhugsandi í þessum málum og margar hugmyndir á borðum. Þetta er þó ekki komið á það stig ennþá.”

Nú hafa stóru bandarísku flugfélög verið rekin með hagnaði síðastliðinn áratug eða svo. Taprekstur Icelandair nam aftur á móti samtals 14 milljörðum síðustu tvö ár. Bandarísku félögin hafa engu að síður sóst eftir fyrirgreiðslum hjá hinum opinbera og fleiri stór flugfélög út í heimi hafa óskað eftir ríkisaðstoð. Þið hafið alla vega ekki opinberlega óskað eftir sér aðgerðum. Er enginn þörf á þeim?

„Það á eftir að koma í ljós hvernig almennu aðgerðirnar verða hér á landi en við erum í góðu samtali við hið opinbera og förum yfir stöðuna mjög reglulega. Icelandair er kerfislega mikilvægt fyrirtæki og við erum í miklum og góðum samskiptum við ríkisstjórnina.”

Þú óttast ekki að keppinautar ykkar fái töluvert forskot á ykkur ef þeir fá háa ríkisstyrki en þið ekki og hafið þið þá bolmagn til að blása til sóknar þegar ástandið verður eðlilegra?

„Það liggur ekki fyrir hvernig þetta verður annars staðar, nema hjá SAS. Þó að ráðamenn annars staðar hafi viðrað stuðning þá hef ég ekkert séð ennþá. Markmið okkar er að fara í gegnum þetta og fyrirtækið hefur reynslu að fara í gegnum erfiðleika,” segir Bogi.

En ef aðrir fá stuðning en þið ekki hvað þýðir það fyrir ykkur?

„Það er erfitt að segja til um það núna og ég ítreka að við erum í góðu samtali við stjórnvöld.”

Isavia hefur fellt niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli tímabundið vegna ástandsins sem nú er. Vonast þú til að ríkið veiti fluginu frekari aðstoð í gegnum eignarhlut sinn í Isavia, t.d. með lægri gjöldum?

„Niðurfelling á notendagjöldum hefur lítið að segja akkúrat í dag þegar traffíkin er lítil. En við vonum að þessi breyting gildi til lengri tíma því það mun hjálpa til við að auka framboð á flugi og styrkja eftirspurn. Við höfum áður ítrekað mikilvægi þess að stjórnvöld lækki skatta og gjöld til þess að tryggja samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands.”

Þið selduð í lok síðasta árs 75 prósent hlut í Icelandair hótelunum og hafið nú þegar fengið stærsta hluta kaupverðsins greiddan. Er hætta á að þessi samningur gangi úr gildi vegna stöðunnar?

„Seljandinn hefur greitt stærsta hluta kaupverðsins og ef eitthvað kæmi upp á, sem yrði til þess að kaupandinn myndi hætta við, þá höldum við eftir um 20 milljónum dollara (2,8 milljarðar kr.). Í dag er ekkert sem bendir til annars en að kaupin gangi eftir,” segir Bogi að lokum.


Kæri lesandi, ef þú vilt styðja við útgáfu Túrista þá smellir þú hér

Nýtt efni

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …