Samfélagsmiðlar

Segir eðlilegt að íslenskt markaðsfólk vinni að markaðsátaki Íslandsstofu

Formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa segir eðlilegt að sú herferð sem stjórnvöld ætla að fjármagna til kynningar á Íslandi sem áfangastað verði unnin hér á landi.

Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Pipar/TBWA og formaður SÍA.

Það bárust fimmtán umsóknir í framkvæmd á markaðsátaki Íslandsstofu sem ætlað er að styðja við stöðu Íslands sem áfangastaðar þegar ferðalög hefjast á ný. Sjö tilboðanna komu frá íslenskum fyrirtækjum og átta frá útlöndum líkt og Túristi greindi frá í gær. Þrettán manna valnefnd fer nú í gegnum umsóknirnar.

„Það var mjög áhugavert að sjá hversu margar stofur sendu inn tilboð í þetta markaðsátak Íslandsstofu og þá sérstaklega hversu margar erlendar stofur tóku þátt, sem kom öllum á óvart. Innan SÍA, Samband íslenskra auglýsingastofa, eru átta auglýsingastofur og taka þær flestar þátt í þessu útboði. Mjög ólíklegt er að minni stofur hafi þekkingu og bolmagn til að vinna og halda utanum svona stórt verkefni sem skýrir það að fleiri íslenskar stofur tóku ekki þátt,“ segir Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Pipar/TBWA og formaður SÍA.

„Það er að sjálfsögðu eðlilegt að þetta verkefni sé unnið af íslensku markaðsfólki til að tryggja að þekking á svona markaðssetningu haldi áfram að byggist upp hér á landi, en ég veit að sú þekking er til staðar hér á landi á mörgum stofum innan SÍA. Alþjóðleg markaðsþekking og tengsl eru eitt að því mikilvægasta sem við eigum og ef við ætlum að vera samfélag með háan kaupmátt þá má ekki gefa eftir á þeim vettvangi,“ bætir Guðmundur við.

Hann segir að verkefnið sé stórt og sérstaklega mikilvægt fyrir íslenska ferðaþjónustu og í raun efnahag landsins. „Þetta verkefni er unnið á erlendum mörkuðum og þarf að vinnast í samvinnu við aðila á þessum mörkuðum að einhverju leiti. Hingað til hefur þetta verkefni verið stýrt af Íslandsstofu og í samvinnu við stofu á Íslandi sem er með tengingar á þeim mörkuðum sem verið er að ná til. Ég tel það vera góða leið að vinna þetta markaðsátak, þ.e. frá Íslandi af íslensku markaðsfólki sem er með góðar tengingar við aðila á þeim mörkuðum sem verið er að leggja áherslu á hverju sinni. Að því sögðu getur vel verið að þær erlendar stofur sem sendu inn tilboð séu með þessa uppsetningu, þ.e. eru í samstarfi við íslenska aðila sem munu vera í daglegum tengslum við Íslandsstofu hér á Íslandi.“

Kostnaðaráætlun átaksins gerir ráð fyrir 300 milljónum króna í framleiðslu á kynningarefninu og telur Guðmundur að í þeirri upphæð liggi að hluta til skýringin á fjölda umsókna. „Önnur skýring er líklega verkefnastaða hjá stofum út um allan heim, en Covid áhrif hafa náð til auglýsingastofa víða.“

Til viðbótar við fyrrnefndar 300 milljónir þá er 1,2 milljarður króna eyrnamerktur kaupum á auglýsingabirtingum. Átakið mun því kosta einn og hálfan milljarð króna í heildina.

Nýtt efni

Þegar blaðamaður gengur inn á Dill á Laugavegi 59 um miðjan dag í miðri viku er starfsfólkið að undirbúa kvöldið, útbúa ýmislegt fyrirfram sem fylgir 18 rétta matseðli kvöldsins. Það kostar vinnu og hæfileika að tryggja að gestir njóti þeirrar upplifunar sem þeir vænta með því að bóka borð löngu fyrirfram á þessum íslenska Michelin-stað.  …

„Íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í gær. Þar gagnrýndi hún þær reglur sem settar voru í tíð Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í ráðuneyti ferðamála árið 2018. Sagði Kristrún reglurnar gera fyrirtækjum, með fjölda íbúða í skammtímaleigu til …

Ég hitti dræverinn minn við terminalinn í Keflavík. Hann var að koma úr transferi  frá Selfossi. Ég spurði  hvort hann væri á Sprinternum, „Nei ég er á nýja Benzinum  hjá  Ice-eitthvað. En hvað eigum við að taka marga pax spurði hann og eru allir með vácera eða eiga þeir að borga kontant?“  Daman á deskinum …

Nú eru 10 þotur á vegum Play í háloftunum en þær voru sex fyrir ári síðan. Umsvifin hafa því aukist  um meira en helming og í nýliðnum nóvember flutti félagið 107 þúsund farþega. Það er viðbót um 42 prósent frá sama tíma í fyrra. Viðbótin er minni en sem nemur auknu framboði og sætanýtingin var …

Rebecca Yarros er sex barna móðir. Hún þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem kallast Ehlers-Danlos og hún á erfitt með svefn. Í mörg ár hefur hún vaknað um miðjar nætur og legið andvaka tímunum saman. Á hinum svefnlausu nóttum vandi hún sig á að setjast upp og lesa svokallaðar ástarsögur eða romance á fræðimáli bókaútgefenda. Þegar …

Vefmiðillinn Túristi hóf sitt ferðalag fyrir 14 árum en í dag birtist hann lesendum undir nýju nafni og í breyttum búningi, sem ekki er þó fullskapaður heldur í mótun: FF7 - Frásagnir og fréttir alla daga. Áfram verða ferðamál í öndvegi en leitað fanga víðar, birtar áhugaverðar og skemmtilegar frásagnir af ýmsu tagi og fréttir …

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Aðlögunarhæfni er meðal helstu styrkleika ferðaþjónustunnar. Það sýndi hún vel í kórónaveirufaraldrinum og það á örugglega eftir að reyna á þennan eiginleika aftur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, kom inn á þetta í ávarpi sínu á morgunfundi SAF og SA um skattspor ferðaþjónustunnar. Ekki er langt síðan Þórdís Kolbrún gegndi starfi utanríkisráðherra og …

Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur, kynnti niðurstöður skýrslu sem Reykjavík Economics vann fyrir SAF um skattspor ferðaþjónustunnar - um það hvert raunverulegt framlag hennar er til samfélagsins. Byggt er á tölum frá 2022 og er meginniðurstaðan sú að skattspor ferðaþjónustunnar hafi verið rúmir 92 milljarðar króna en rúmir 155 milljarðar ef virðisaukaskattur er meðtalinn. Þetta eru …