Samfélagsmiðlar

Segir það ekki sitt né Isavia að hafa skoðun á sýn forstjóra Icelandair

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.

Eftir fall Wow air þá varð Icelandair á ný lang umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli. Bæði flugfélögin nýttu Leifsstöð sem tengimiðstöð en Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, hefur lýst því yfir að hann telji ekki raunhæft að fleiri en eitt félag noti Keflavíkurflugvöll með þeim hætti.

Stór hluti af þeirri uppbyggingu sem Isavia vinnur að snýr engu að síður að því að efla Keflavíkurflugvöll sem tengimiðstöð.

Mikil tækifæri í skiptifarþegum

Spurður um þær takmarkanir sem Boga Nils sér í samkeppni í tengiflugi um Keflavíkurflugvöll þá bendir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, að það sé flugfélaga að meta þau tækifæri sem tengiflug um flugvöllinn býður upp á.

„Við höfum undanfarin ár unnið að því að byggja enn frekar upp Keflavíkurflugvöll sem öfluga tengistöð sem tengir saman stóra markaði. Við teljum mikil tækifæri fólgin í þeirri nálgun til framtíðar. Aftur á móti hvað varðar grundvöll fyrir því að eitt flugfélag eða fleiri nýti Keflavíkurflugvöll sem tengistöð þá er það ekki mitt eða Isavia að hafa skoðun á því hvort það er fýsilegt, það hlýtur að ráðast af því með hvaða hætti þau nýta þessi miklu tækifæri sem tengiflugið býður upp á og þá innviði sem eru til staðar á Keflavíkurflugvelli til að sinna tengiflugi,“ útskýrir Sveinbjörn.

Verða tvö um tengimiðstöðina næsta vor

Hlutafjáraukningu í Play er ný lokið og þar söfnuðust sex milljarðar króna. Fátt virðist því koma í veg fyrir að félagið fari í loftið á næstunni. Forstjóri Isavia segist fagna því að fá nýtt íslenskt félag á Keflavíkurflugvöll.

„Ég tek undir með forstjóra Icelandair að við fögnum því að fá nýjan íslenskan flugrekanda til okkar sem verður góð viðbót við allan þann fjölda flugfélaga sem hefur nýtt sér Keflavíkurflugvöll síðustu árin,“ segir Sveinbjörn.

Samkvæmt heimildum Túrista þá stefnir Play að því að hefja flug til Bandaríkjanna strax næsta vor. Við þau tímamót mun félagið bjóða farþegum beggja megin Atlantshafsins upp á tengiflug um Keflavíkurflugvöll.

Nýtt efni

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …