Samfélagsmiðlar

Feluleikur íslensku flugfélaganna í Kauphöllinni

Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar og Birgir Jónsson, forstjóri PLAY.

Íslenskir fjárfestar og lífeyrissjóðir hafa lagt tugi milljarða króna í rekstur Icelandair og Play síðastliðið ár. Upplýsingagjöf félaganna tveggja er þó ekki til fyrirmyndar eins og þessi nýjustu dæmi eru vísbending um.

Byrjum á Icelandair

Frá og með byrjun næsta mánaðar fá bólusettir Evrópubúar að ferðast til Bandaríkjanna. Þetta var tilkynnt í lok september og síðan þá hafa stjórnendur bandarískra og evrópskra flugfélaga tjáð sig um margfalda eftirspurn eftir flugmiðum.

Lufthansa gaf það út um lok september að sala á flugi til Bandaríkjanna hefði þrefaldast og þá helst á ferðum til New York og Flórída. Forstjórar bandarísku flugfélaganna Delta og JetBlue hafa sagt að eftirspurn eftir flugi yfir Norður-Atlantshafið hafi tífaldast. Fleiri dæmi má finna um sambærilegar yfirlýsingar.

Þegar forsvarsfólk Icelandair er spurt hvort sala á flugi til og frá Bandaríkjunum hafi tekið kipp að undanförnu þá er svarið á þá leið að ekki sé hægt að ræða í stöðuna þar sem félagið sé skráð á hlutabréfamarkað. Það má því ljóst vera að hluthafar erlendu flugfélaganna hafi mun betri sýn á gang mála í dag en hluthafar Icelandair.

Túristi beindi því þeirri spurningu til Kauphallarinnar hvort eðlilegt sé að Icelandair deili ekki þessu upplýsingum með markaðnum. Í svarinu segir að talsmönnum flugfélagsins ætti að vera frjálst að tjá sig án athugasemda frá Kauphöllinni eða Fjármálaeftirlitinu ef Icelandair metur upplýsingar um sölu á Bandaríkjaferðum ekki sem innherjarupplýsingar.

Þetta svar er ekki hægt að skilja öðruvísi en á þann veg að stjórnendur Icelandair megi ræða farmiðasöluna, annað hvort beint í fjölmiðlum eða þá í kauphallartilkynningum. Þeir kjósa hins vegar frekar að segja sem allra minnst. Og breyta ekki út af vananum þegar framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála félagsins segir starfi sínu lausu akkúrat þegar helsti markaður flugfélagsins er að opnast á ný.

Þess má geta að strax eftir ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að opnan landamærin þá fjölgaði Icelandair ferðunum til Flórída líkt og lesendur Túrista vita. Síðan þá hafa fargjöldin hjá Icelandair til Orlandó, í nóvember og desember, samt í raun ekkert hækkað. En sem fyrr segir þá hefur sala á flugi til Flórída aukist sérstaklega mikið hjá Lufthansa.

Snúum okkur að Play

Hlutabréf þess flugfélags voru skráð á First North markaðinn í byrjun júlí. Nokkrum dögum áður lét forstjóri félagsins hafa það eftir sér að nú þegar hefði helmingur allra sæta í ferðir félagsins í júlí verið bókaður. Það kom svo á daginn að sætanýtingin í mánuðinum var rétt 42 prósent. Í tilkynningu hampaði Play því í staðinn að vera stundvísasta flugfélagið á landinu. Stærsta hluta júlímánaðar var félagið hins vegar bara með eina flugvél og umsvifin því lítil.

Og sætanýtingin hjá Play náði fyrst fimmtíu prósenta markinu nú í september. Þá sagði í fréttatilkynningu frá félaginu að betri sætanýting „endurspeglaði aðlögun félagsins á framboði í flugáætlun í september og aukna eftirspurn.“ Þessi aðlögum var í raun niðurskurður á hluta af ferðum félagsins til London, Parísar og Berlínar. Farþegahópurinn í september var því tólf prósent fámennari en í ágúst. Á það var ekki minnst í tilkynningunni og reyndar sagði í enskri útgáfu fréttatilkynningarinnar að betri sætanýting skrifaðist á aukna eftirspurn.

Og nú þegar Play hefur verið í loftinu í rúma þrjá mánuði er orðið ljóst að farþegarnir í ár verða ekki eins margir og fjárfestum var kynnt í tengslum við hlutafjárútboð félagsins í júní sl. Sætanýtingin í ferðum Play hefur nefnilega verið umtalsvert frá þeim 72 prósentum sem horft var til. Samskiptastjóri flugfélagsins hefur reyndar sagt að ekki sé lengur horft til þessa hlutfalls.

Hjá Play fást engin svör um hvaða áhrif færri farþegar hafa á tekjuáætlunina og hvort tapið í ár verði þá umfram þá tæpu tvo milljarða króna. sem lagt var upp með. Samskiptastjóri Play vísar einfaldlega til skráningar á hlutabréfamarkað þegar spurt er um afleiðingar þess að farþegarnir verði umtalsvert færri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Það má þó spyrja sig hvort það væri nokkuð mál fyrir stjórnendur Play að gefa það út að ennþá sé raunhæft að áætlunin sem fjárfestum var kynnt muni ganga upp. Það gera þeir þó ekki.

Ef tekjuáætlunin er hins vegar farin út af sporinu þá ættu stjórnendur Play að upplýsa um það samkvæmt því sem lesa má úr svari Kauphallarinnar við fyrirspurn Túrista um málið. Þar segir: „Ef mat félags er á þá leið á áður útgefnum fjárhagsáætlunum verði ekki náð og frávikið þess eðlis að um innherjaupplýsingar sé að ræða þá þarf félag að upplýsa markaðinn með opinberlega birtri tilkynningu.“

Þess má geta í lokin að nú styttist í að flugfélögin tvö birti uppgör sín fyrir þriðja ársfjórðung. Þá fæst betri sýn á stöðu flugfélaganna tveggja sem margir fjárfestar hafa veðjað á.

Nýtt efni

Árið 1970 barst Pattie Boyd nafnlaust og dularfullt ástarbréf frá einhverjum sem þráði hana afar heitt. Vandinn var bara sá að Pattie var þegar gift öðrum manni og ekki ófrægum; hún og George Harrison gítarleikari The Beatles höfðu búið saman í sex ár þegar bréfið barst Pattie.  „Ég skrifa þér þessa orðsendingu í þeim megintilgangi …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …