Samfélagsmiðlar

Gerir ráð fyrir lengri bið eftir ferðamönnum frá Asíu en vonast til að Íslendingar haldi áfram að fjölmenna á hótelin

Forstjóri Íslandshótelanna ræðir hér áform um uppbyggingu á Akureyri, eignarhald Landsbankans í hótelgeiranum og þrýsting á hærra gistiverð.

Davíð Torfi Ólafsson

Davíð Torfi Ólafsson er forstjóri Íslandshótelanna.

Nú eru ellefu af sautján hótelum Íslandshótela opin en frá og með 1. maí verða gestir á þeim öllum. Í júní verðu svo hið nýja Hótel Reykjavík Saga í Lækjargötu tekið í notkun. Staðan er því gjörbreytt frá því í heimsfaraldrinum því á tímabili var aðeins eitt af hótelum fyrirtækisins opið.

Fjögur til viðbótar voru reyndar rekin sem sóttvarnarhótel og spurður hvort slitin á herbergjunum á þeim hafi verið meiri en í hefðbundnum rekstri þá segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, að álagið hafi verið mismunandi en mest þar sem gestir dvöldu dögum saman inn á herbergjunum.

Heimamenn skemmtileg viðbót

Á tímum Covid-19 hafa Íslendingar sem og aðrar þjóðir ferðast mun meira um eigið land. Íslensk ferðaþjónusta hefur hins vegar að mestu gert út á erlenda gesti á meðan skiptingin á milli heimamanna og útlendinga hefur verið mun jafnari á stærri mörkuðum. Fyrir heimsfaraldur var hlutfall erlendra gesta hjá Íslandshótelunum til að mynda níutíu prósent. Davíð Torfi segist hins vegar svo sannarlega vonast til að heimamarkaðurinn vegi þyngra á hótelunum til framtíðar enda séu íslenskir ferðamenn mjög skemmtileg viðbót við kúnnahópinn.

Þó Íslandshótelin séu umsvifamesta fyrirtækið á sínum sviði hér á landi þá er ekkert hótel á Akureyri innan keðjunnar. Spurður hvort ekki sé nauðsynlegt að gera breytingu á því þá bendir Davíð Torfi á að fyrirtækið eigi Sjallann og hafi látið hanna hótel á þeim reit. „Vonandi verður hægt að hefja framkvæmdir þar á næstu árum,“ bætir hann við.

Lengri bið eftir ferðamönnum frá Kína

Nú er sumarvertíðin framundan og sú ætti að verða sú fyrsta í þrjú ár sem áhrif farsóttarinnar verða í lágmarki. En þrátt fyrir að óvissan varðandi ferðalög sé mun minni en áður þá segir Davíð Torfi að ennþá komi bókanir með mjög stuttum fyrirvara. Að öðru leyti segir hann að markaðurinn sé svipaður og áður fyrr, til dæmis varðandi dvalartíma.

Það verður hins vegar lengri bið eftir ferðamönnum frá Asíu fjölmenni til landsins að mati Davíðs Torfa. „Við gerum ekki ráð fyrir að kínverskir ferðamenn komi hér í stórum stíl á þessu ári. Það er ennþá allt lokað þar og ekki útséð með að það sé að breytast mikið á næstunni.“

Líklegt að Landsbankinn selji

Einn helsti keppinautur Íslandshótelanna eru Keahótelin en móðurfélag þeirrar hótelkeðju varð gjaldþrota í byrjun síðasta árs. Gömlu eigendurnir héldu þó eftir 65 prósent hlut og Landsbankinn eignaðist 35 prósent og er því stærsti einstaki hluthafinn í Keahótelunum. Aðspurður hvort hann telji að bankinn losi sig við þennan hlut þá segir Davíð Torfi að hann telji það líklegt en segist þó ekki vita í hvaða formi það verði gert.

Endurskoðun á verðlagningu

Síðustu vikur hafa stjórnendur íslensku flugfélaganna boðað hækkun fargjalda með hærra eldsneytisálagi og þessi verðþróun gæti líka skilað sér í gistigeiranum. Davíð Torfi segist reyndar ekki getað tjáð sig um það beint hvort verðlag á hótelum sé á uppleið en bendir á að verðlagningu verði að endurskoða í ljósi hækkandi rekstrarkostnaðs.

Nýtt efni

„Aðkoma mín að ferðaþjónustunni hefur verið á ýmsum sviðum og ég hef fengið að starfa í greininni í meira en þrjá áratugi, þar af meira en aldarfjórðung í eigin rekstri. Á þessum árum hefur greinin okkar vaxið úr því að vera næstum því tómstundagaman fyrir áhugasama í það að vera stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar með öllum …

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …