Samfélagsmiðlar

Tækifæri til prófa fleiri staði en Tenerife

„Í dag er Tenerife yfirfull af Íslendingum. Það eru aðrar eyjar, t.d. Fuentventura eða Lanzarote sem bjóða samskonar hótel, sama veður en oft á tíðum betra verð," segir Pálmi Haraldsson, eigandi Ferðaskrifstofu Íslands, sem horfir til nýrra áfangastaða.

Yfirtaka Ferðaskrifstofu Íslands á Heimsferðum fékk grænt ljós hjá Samkeppniseftirlitinu í gær eftir að hafa verið til skoðunar í sextán mánuði. Úrval-Útsýn og Heimsferðir verða því hluti af sameinuðu fyrirtæki og þar fer Pálmi Haraldsson með stærstan hlut eða 72,5 prósent.

Spurður hvað áhrif sameiningin hafi á starfsemina þá segir Pálmi að stóra breytingin séu nýir möguleikar á að fara eigin leiðir.

„Nú getum við aukið úrvalið af eigin ferðum og verið harðari í samkeppni við áætlunarflugið þó við setjum ekki í forgang að selja stök flugsæti. Um leið horfum við til þess að sækja fram með nýjum áfangastöðum sem eru ekki í boði á íslenska markaðnum í dag. Til að mynda í Grikklandi, Króatíu og Tyrklandi. Við eigum líka kost á því að fá breiðþotur sem gætu nýst í ferðir til fjarlægari landa, til að mynda í Asíu og Karabíska hafinu. Með samrunanum getum við framkvæmd ýmislegt sem var ekki hægt áður. Um leið aukast valkostirnir fyrir hinn íslenska ferðalang. Hvort sem hann ætlar í sólarlandaferð, borgarferð eða heimsækja framandi slóðir,“ segir Pálmi Haraldsson, eigandi Ferðaskrifstofu Íslands.

Af þeim nærri 26 þúsund farþegum sem flugu frá Íslandi til Alicante, Tenerife eða Kanarí fyrstu þrjá mánuði þessa árs þá var rétt um fimmtungur sem nýtti sér leiguflug ferðaskrifstofanna. Það er vísbending um að langflestir Íslendingar kaupi flug og hótel í sitthvoru lagi. Pálmi telur þó að markaðurinn fyrir pakkaferðir verði áfram til staðar og nú sé hægt að auka þjónustuna.

„Hjá okkur snýst þetta um að bjóða upp á ferðir á góðan og öruggan stað þar fólk fær þá þjónustu sem það vill. Með samruna ferðaskrifstofanna þá getum við til að mynda í meira mæli boðið upp á fararstjóra og krakkaklúbba. Hingað til hefur smæðin gert það að verkum að við höfum ekki geta verið með álíka starfsemi á áfangastöðunum og skandinavískar ferðaskrifstofur geta. Núna sjáum við hins vegar fram á að komast nær því,” útskýrir Pálmi. 

Íslendingar hafa fjölmennt á nýjan leik til Tenerife síðustu misseri og áfram er gert ráð fyrir tíðum ferðum til eyjunnar. Í sumar stefnir til að mynda í allt að átta ferðir í viku frá Keflavíkurflugvelli og eina frá Akureyri.

Sérðu fyrir þér að það fari að draga úr þessari miklu eftirspurn eftir ferðum til Tenerife?

„Já, vissulega. Ég get ekki ímyndað mér það fólk hafi áhuga á að vera á ferðalagi út í heimi en sitja svo eingöngu með öðrum Íslendingum á veitingastað. Bara eins og þú sért í Reykjavík. Fólk vill frekar upplifa eitthvað nýtt og kynnast nýrri menningu þegar það ferðast. Í dag er Tenerife yfirfull af Íslendingum. Það eru aðrar eyjar, t.d. Fuentventura eða Lanzarote sem bjóða samskonar hótel, sama veður en oft á tíðum betra verð. Lanzarote er einstök og Ferðaskrifstofa Íslands hefur góða reynslu þar á meðan Heimsferðir hafa verið á Fuentvetura. Það opnast því möguleikar á að prófa eitthvað annað en Tenerife.

Nýtt efni

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …

Stjórn Volvo Cars ætlar að láta af því verða að minnka hlutinn í sænska rafbílaframleiðandanum Polestar en áformin voru fyrst kynnt í byrjun þessa mánaðar. Fjárfestar tóku tíðindunum vel því hlutabréfin í Volvo hækkuðu í kjölfarið um fjórðung. Endurteknar hlutafjáraukningar Polestar hafa nefnilega haft neikvæð áhrif á gengi Volvo í kauphöllinni í Stokkhólmi samkvæmt frétt …

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …