Samfélagsmiðlar

Tækifæri til prófa fleiri staði en Tenerife

„Í dag er Tenerife yfirfull af Íslendingum. Það eru aðrar eyjar, t.d. Fuentventura eða Lanzarote sem bjóða samskonar hótel, sama veður en oft á tíðum betra verð," segir Pálmi Haraldsson, eigandi Ferðaskrifstofu Íslands, sem horfir til nýrra áfangastaða.

Yfirtaka Ferðaskrifstofu Íslands á Heimsferðum fékk grænt ljós hjá Samkeppniseftirlitinu í gær eftir að hafa verið til skoðunar í sextán mánuði. Úrval-Útsýn og Heimsferðir verða því hluti af sameinuðu fyrirtæki og þar fer Pálmi Haraldsson með stærstan hlut eða 72,5 prósent.

Spurður hvað áhrif sameiningin hafi á starfsemina þá segir Pálmi að stóra breytingin séu nýir möguleikar á að fara eigin leiðir.

„Nú getum við aukið úrvalið af eigin ferðum og verið harðari í samkeppni við áætlunarflugið þó við setjum ekki í forgang að selja stök flugsæti. Um leið horfum við til þess að sækja fram með nýjum áfangastöðum sem eru ekki í boði á íslenska markaðnum í dag. Til að mynda í Grikklandi, Króatíu og Tyrklandi. Við eigum líka kost á því að fá breiðþotur sem gætu nýst í ferðir til fjarlægari landa, til að mynda í Asíu og Karabíska hafinu. Með samrunanum getum við framkvæmd ýmislegt sem var ekki hægt áður. Um leið aukast valkostirnir fyrir hinn íslenska ferðalang. Hvort sem hann ætlar í sólarlandaferð, borgarferð eða heimsækja framandi slóðir,“ segir Pálmi Haraldsson, eigandi Ferðaskrifstofu Íslands.

Af þeim nærri 26 þúsund farþegum sem flugu frá Íslandi til Alicante, Tenerife eða Kanarí fyrstu þrjá mánuði þessa árs þá var rétt um fimmtungur sem nýtti sér leiguflug ferðaskrifstofanna. Það er vísbending um að langflestir Íslendingar kaupi flug og hótel í sitthvoru lagi. Pálmi telur þó að markaðurinn fyrir pakkaferðir verði áfram til staðar og nú sé hægt að auka þjónustuna.

„Hjá okkur snýst þetta um að bjóða upp á ferðir á góðan og öruggan stað þar fólk fær þá þjónustu sem það vill. Með samruna ferðaskrifstofanna þá getum við til að mynda í meira mæli boðið upp á fararstjóra og krakkaklúbba. Hingað til hefur smæðin gert það að verkum að við höfum ekki geta verið með álíka starfsemi á áfangastöðunum og skandinavískar ferðaskrifstofur geta. Núna sjáum við hins vegar fram á að komast nær því,” útskýrir Pálmi. 

Íslendingar hafa fjölmennt á nýjan leik til Tenerife síðustu misseri og áfram er gert ráð fyrir tíðum ferðum til eyjunnar. Í sumar stefnir til að mynda í allt að átta ferðir í viku frá Keflavíkurflugvelli og eina frá Akureyri.

Sérðu fyrir þér að það fari að draga úr þessari miklu eftirspurn eftir ferðum til Tenerife?

„Já, vissulega. Ég get ekki ímyndað mér það fólk hafi áhuga á að vera á ferðalagi út í heimi en sitja svo eingöngu með öðrum Íslendingum á veitingastað. Bara eins og þú sért í Reykjavík. Fólk vill frekar upplifa eitthvað nýtt og kynnast nýrri menningu þegar það ferðast. Í dag er Tenerife yfirfull af Íslendingum. Það eru aðrar eyjar, t.d. Fuentventura eða Lanzarote sem bjóða samskonar hótel, sama veður en oft á tíðum betra verð. Lanzarote er einstök og Ferðaskrifstofa Íslands hefur góða reynslu þar á meðan Heimsferðir hafa verið á Fuentvetura. Það opnast því möguleikar á að prófa eitthvað annað en Tenerife.

Nýtt efni

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …

Clive Stacey hefur skipulagt ferðir fyrir Breta til Íslands í áratugi en ferðaskrifstofa hans, Discover the World, hefur fleiri áfangastaði á boðstólum. Og kannski sem betur fer, því nú hefur eftirspurn eftir Íslandsreisum dregist saman. „Í fyrsta sinn í 40 ára sögu fyrirtækisins höfum við selt fleiri ferðir til Noregs en til Íslands. Fyrirspurnum um …

Útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli lokaði í janúar og við fjármálaþjónustu í flugstöðinni tók Change Group sem hátti hagkvæmasta tilboðið í þennan rekstur í útboði sem Isavia efndi til í fyrra. Við þessa breytingu lagðist tímabundið niður sala á gjaldeyri á Keflavíkurflugvelli þar sem Change Group hafði ekki fengið tilskilin leyfi til að sinna gjaldeyrisviðskiptum hér …

„Við erum hörkuánægð með þessa leið," segir Tómas Ingason, framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Icelandair, aðspurður áhugaverðar farþegatölur frá í Raleigh-Durham í Norður-Karólínu. Þær sýna að 5.443 farþegar nýttu sér ferðir Icelandair til og frá flugvellinum í mars sl. sem þýðir þoturnar hafi verið þéttsetnar í nánast hverri ferð enda var sætanýtingin 94 prósent að …

Árið 1990 voru 60 prósent allra viðskipta í smásöluverslunum í Danmörku lokið með greiðslu peningaseðla. Búðirnar tóku á þessum árum fúslega við krumpuðum peningaseðlum og gáfu til baka annað hvort með öðrum jafn sjúskuðum peningaseðlum eða nýstraujuðum seðlum beint úr hirslum Seðlabankans.  Í dag, rúmum þrjátíu árum síðar, enda einungis 9 prósent innkaupa með greiðslu peningaseðla. …