Samfélagsmiðlar

Segja það ekkert aðalatriði að Google finni Play

Notendur Google Flights í New York fá ferðir Play ekki upp sem valkost ef ferðinni er heitið til Evrópu.

Sá sem nýtir flugleitarvél Google til að bera saman verð á flugi til og frá New York fær ekki áætlunarferðir Play upp sem valkost líkt og Túristi greindi frá í síðasta mánuði. Þá var unnið að því á vegum flugfélagsins að bæta úr þessu en ekkert hefur breyst. Áfram er Stewart International Airport, heimahöfn Play í New York, flokkaður sem flugvöllur í Newburgh hjá Google.

Þeir sem nota leitarvélina til að finna ferðir frá New York til Evrópu fara því á mis við Play og þar með ódýrari fargjöld í mörgum tilfellum. Sem dæmi þá er fyrsta ferð Play frá Stewart flugvelli á dagskrá þann 9. júní. Þann dag kostar ódýrasta farið þaðan til Parísar, með millilendingu á Keflavíkurflugvelli, 59 þúsund krónur ef flogið er tilbaka viku síðar. Google finnur hins vegar ekkert far á minna en 97 þúsund þennan dag frá New York til Parísar. Finna má fjölda álíkra dæma samkvæmt athugun Túrista.

Þriðjungi lægra verð

Spurð um gang mála þá segir Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, að samtalið við Google haldi áfram. Hún bætir því þó við að þetta sé ekkert aðalatriði því sala á flugi félagsins til og frá Stewart flugvelli fari mjög vel af stað.

Af fargjöldunum að dæma þá er eftirspurn eftir ferðum Play til Boston og Baltimore þó mun meiri. Í júní kosta farmiðarnir til þessara tveggja borga um þriðjungi meira en til New York. Munurinn er um sex þúsund krónur að jafnaði ef flogið er frá Keflavíkurflugvelli. Svo mikill verðmunur þýðir í raun að tekjur Play af flugi með þéttsetna þotu til Boston eru um einni milljón krónum meiri en til New York.

Völdu frekar JFK

Það var útlit fyrir að Play yrði ekki eina alþjóðaflugfélagið á Stewart flugvelli því Norse, nýtt norskt lágfargjaldafélag, hafði boðað komu sína þangað. Félagið valdi hins vegar JFK flugvöll í staðinn. Skýringin á því er skortur á þjónustu við fraktflutninga á Stewart flugvelli að sögn blaðafulltrúa Norse. Í ferðum Play til New York verður engu að síður boðið upp á vöruflutninga og segir Nadine Guðrún að það verði lítið mál þó frakt sé ekki ráðandi hlutur í starfsemi félagsins.

Fleiri minni flugvellir við borgina

Norse er ekki eina flugfélagið sem horfir til annarra flugvalla á New York svæðinu. Bandaríska lágfargjaldaflugfélagið Breeze ætlar sér til að mynda stærri hluti þar í borg og hóf nýverið sölu á ferðum frá Westchester flugvelli til Los Angeles, San Francisco og Las Vegas. Til viðbótar fljúga flugvélar Breeze líka frá flugvelli við John Arthur flugvöll á Long Island en Wow Air var á sínum tíma orðað hann.

Það stefnir því í að áfram verði umferðin um Stewart takmörkuð og til marks um það þá eru ein áætlunarferð á dagskrá flugvallarins í dag og tvær á morgun. Í öllum tilvikum verður flogið til Flórída.

 

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …