Samfélagsmiðlar

Flugu um sextán hundruð farþegum milli Akureyrar og Tenerife

Nú eru í boði reglulegar ferðir til Tenerife frá Akureyri. Framkvæmdastjóri Niceair segist ekki ætla að keppa við fargjöld keppinautanna sem gera út frá Keflavík.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair.

Hið norðlenska Niceair hóf starfsemi í byrjun júní og flýgur nú vikulega til spænsku eyjunnar Tenerife. Í júní nýttu tæplega sjö hundruð farþegar sé þessar ferðir og í júlí voru þeir rúmlega níu hundruð samkvæmt tölum frá spænskum flugmálayfirvöldum. Hafa ber í huga að hver farþegi er talinn bæði þegar hann lendir á Tenerife og aftur á heimleiðinni.

Í flugvél Niceair eru 150 sæti en ekki er hægt að selja þau öll í ferðunum til Tenerife þar sem drægni þotunnar er ekki nægjanleg til að fljúga fullfermi alla leiðina frá höfuðstað Norðurlands og til flugvallarins við suðurströnd spænsku eyjunnar. Tuttugu sætum er því haldið auðum og miðað við fyrrnefndan farþegafjölda þá var sætanýtingin í ferðum Niceair til Tenerife 88 prósent í júlí.

„Það er ljóst að við þurfum að hafa góða sætanýtingu á viðunandi verði til að þetta borgi sig. Þetta var mjög gott í júlí með viðunandi afkomu, júní í járnum og haustið lítur vel út, sérstaklega september og október. Þá er desember nánast uppseldur þannig að þetta lítur allt í lagi út. Sætiskostnaður verður alltaf hærri með þetta fá sæti. Það segir sig líka sjálft, en Norðlendingar meta réttilega til fjár að sleppa við tveggja sólarhringa ferðalag um Keflavíkurflugvöll með tilheyrandi kostnaði. Við reynum aldrei að verðleggja okkur með lægsta verðið,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Niceair, spurður út í stöðuna.

Hann bætir því við að ákjósanlegra væri að fljúga styttri flugleiðir með lægri framleiðslukostnaði en ekki sé hægt að deila við markaðinn. Vísar framkvæmdastjórinn þar til mikils áhuga Íslendinga á ferðum til Tenerife.

Upphaflega var ætlun Niceair að fljúga reglulega til London í sumar en ekki fékkst leyfi breskra flugmálayfirvalda líkt og Þorvaldur Lúðvík fór yfir í ítarlegu viðtali við Túrista fyrr í sumar. Aðspurður um stöðuna á Bretlandsfluginu í dag þá segir hann að tilkynnt verði um framhaldið á því þegar það er tímabært.

Um 18 þúsund farþegar flugu til og frá Akureyri í júlí og þar af voru 900 Tenerifefarar.

Nýtt efni

Heldur færri beiðnum um vegabréfsáritun var hafnað á Schengen-svæðinu 2023 miðað við árið á undan, 1,6 milljónum eða 15,8 prósentum af heildarfjölda áritana í stað 17,9 prósenta. Flestum beiðnum var að venju hafnað í Frakklandi eða 436.893, samkvæmt frétt SchengenNews, en Frakkar taka líka við flestum beiðnum. Þau ríki sem koma næst á eftir á …

Þegar nýtt íslenskt flugfélag fer í loftið þá er Kaupmannahöfn ávallt meðal fyrstu áfangastaða. Þannig var það í tilfelli Iceland Express, sem þó var ekki fullgilt flugfélag, Wow Air og Play. Hjá öllum þremur var stefnan ekki sett á Stokkhólm fyrr en fleiri þotur höfðu bæst í flotann. Play fór sína fyrstu ferð til sænsku …

Árið 2023 varð landsvæði sem nam tvöfaldri stærð Lúxemborgar eldum að bráð í Evrópu - meira en hálf milljón hektara gróðurlendis eyðilagðist. Samkvæmt upplýsingum Evrópska upplýsingakerfins um gróðurelda (European Forest Fire Information System - EFFIS) voru 37 prósent umrædds lands þakin runnum og harðblaðaplöntum en á 26 prósentum óx skógur.  Auk gríðarlegs tjóns vistkerfisins fylgdu …

Kopar er nú meðal eftirsóttustu hráefna í iðnaði og verð á honum hækkar ört - svipað og gerðist með hráolíuna á áttunda áratugnum eftir að olíuframleiðendur í Arabalöndunum settu viðskiptabann á Bandaríkin og bandalagsríki þeirra vegna stuðnings við Ísrael í Yom Kippur-stríðinu. Mikil hækkun á verði kopars á mörkuðum skýrist raunar að hluta af auknum …

Ísland komst fyrst á kortið hjá United Airlines vorið 2018 þegar félagið hóf áætlunarflug hingað frá New York. Síðar bætti bandaríska flugfélagið við ferðum hingað frá Chicago og í báðum tilvikum voru brottfarir í boði frá frá vori og fram á haust. Í fyrra varð ekkert út Íslandsflugi United frá New York en í lok …

Ferjan Sæfari leggst að bryggju í Sandvík, þorpi Grímseyjar, um hádegisbil eftir um þriggja klukkustunda siglingu frá Dalvík. Ferjan stoppar ekki lengi í eyjunni í þetta sinn heldur leggur aftur af stað frá Grímsey klukkan 14. Dagsferðalangar í Grímsey á veturna stoppa því aðeins í tæpar tvær klukkustundir í eyjunni en leggja á sig meira …

Mótun ferðamálastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira en 100 manns að þeirri vinnu. Drög að tillögu til þingsályktunar voru birti í febrúar og …

Þrátt fyrir takmarkað framboð á flugi innan Evrópu þá eru fargjöld ekki á uppleið og verðþróunin er neytendum í hag nú í sumarbyrjun að sögn forstjóra og fjármálastjóra Ryanair sem kynntu nýtt ársuppgjör félagsins nú í morgun. Reikningsár þessa stærsta lágfargjaldaflugfélags Evrópu lauk í lok mars sl. og þar var niðurstaðan hagnaður upp á 1,9 …