Samfélagsmiðlar

Hitnar í kolunum

Bresk ferðaskrifstofa veðjar á að kostnaðarvitund þeirra sem hræðast spár um hrikalega orkureikninga í vetur beini þeim í hlýindi á suðlægum slóðum

Vetrarferðalangar leggja að á La Gomera á Kanaríeyjum

Breska ferðaskrifstofan TravelTime World hóf á dögunum nýja markaðsherferð með tvíræðri yfirskrift: The Heat is On. Þrátt fyrir orkukreppuna má njóta yls í heitu löndunum og svo er í þessu óeiginleg merking: „það hitnar í kolunum” eða „nú færist fjör í leikinn.” Þetta auglýsingaskrúð er kannski ekki sérlega smekklegt á þessum óvissutímum. Árásarstríð Rússa á hendur Úkraínumönnum hefur leitt til orkukreppu í Evrópu. Það blasir við að veturinn verði mörgum erfiður, kaldur og kostnaðarsamur.

Skjáskot af vefsíðu TravelTime World

Í kynningartexta þessarar herferðar bresku ferðaskrifstofunnar er hugsanlegur viðskiptavinur hvattur til að hugleiða hvort hann eigi ekki skilið að hlýja sér í sólinni í vetur eftir að hafa þolað tveggja ára heimsfaraldur og eiga nú fyrir höndum að borga himinháa orkureikninga til að þrauka breska kuldatíð. Bent er á að reikningar fyrir gas og rafmagn eigi eftir að hækka sexfalt í komandi orkukreppu. Tölur sem nefndar eru ekki áreiðanlegar, aðeins byggðar á spádómum, en ekki er ólíklegt að ársreikningar meðal heimilis í Bretlandi fyrir orkunotkun fari vel yfir sem svarar 1,1 milljón íslenskra króna.

Þá færi nú betur um fólk ef það flygi burt úr nepjunni og illa kyntum híbýlum Bretlandseyja til Möltu á ylvolgu Miðjarðarhafi, Suður-Spánar eða Portúgals, segir breska ferðaskrifstofuliðið. Það ætti að koma út á nokkurn veginn jöfnu að borga fyrir flug þangað suðureftir og gistingu þar eins og það kostar að halda á sér yl og njóta sæmilegrar birtu í íbúðinni heima í Bretlandi. Bent er á það í veffréttum frönsku sjónvarpsstöðvarinnar Euronews, sem er með höfuðstöðvar í Lyon, að enn hlýrri staðir eins og Kanaríeyjar séu hinsvegar dýrari.

Baðströnd í Portúgal – Mynd: ÓJ

Íslendingar ætla einmitt að þyrpast þúsundum saman fyrir jólin til Kanaríeyja, eins og Túristi hefur sagt frá. Fyrir jólin býður Icelandair upp á allt að þrjár brottfarir á dag til Tenerife. Samtals verða ferðir Icelandair til Tenerife 20 á tímabilinu 13. til 23. desember. Play gerir ráð fyrir sex ferðum þangað fyrir jólin, Ferðaskrifstofa Íslands, sem rekur m.a. Heimsferðir og Úrval-Útsýn, býður upp á fjórar ferðir og Niceair ætlar að fara í tvær ferðir frá höfuðstað Norðurlands til Tenerife. Í heildina verða ferðirnar því 32 talsins.

Íslendingurinn er hinsvegar ekki að flýja undan háum orkureikningi heldur myrkri og kuldatíð – og til að verðlauna sig eftir heldur svalt og sólarlítið sumar. Lágir orkureikningar á Íslandi eru meðal þess sem gerir meðaltekjufólki einmitt kleift að kaupa vetrarferð á hlýrri slóðir. Euronews hefur eftir Ashley Quint, ferðaskipuleggjanda hjá TravelTime World, að ef fólk kaupi miða í langflug, sem nú eru dýrir, verði það að fara til langrar dvalar – láta lágan kostnað af uppihaldi vega upp á móti dýrum fargjöldunum. Þetta geti t.d. átt við ferðir til Tælands. 

En ætli það sé líklegt að Bretar eða aðrir Norður-Evrópubúar hópist í vetur til fjarlægra og hlýrri landa á flótta undan orkureikningum heima fyrir? Ekki er hægt að skrúfa alveg fyrir hitann án þess að eiga á hættu skemmdir á húsnæðinu fyrr eða síðar. Þá fer því auðvitað fjarri að allir eigi kost á því að láta sig hverfa til annars lands eða ráði við að greiða út í hönd fyrir flugmiða og gistingu til langs tíma. Euronews veltir fyrir sér hvort þetta gæti þó helst átt við eldri borgara og vaxandi hóp fólks sem stundar fjarvinnu. Það gæti verið freistandi fyrir það fólk að forða sér í sólina með tölvuna og símann í lengri tíma en venjulega.

En hvað sem um þetta framtak bresku ferðaskrifstofunnar má segja þá geta Bretar og aðrir Norður-Evrópubúar ekki flúið afleiðingar orkuverðskrísunnar með því einfaldlega að skella sér í sólarlandaferð.

Nýtt efni

Það er mat Standard & Poor's að Grikkland hafi loks bundið enda á skulda- og bankakreppuna sem reið yfir landið fyrir 15 árum síðan. Hin gríska skuldakreppa gekk nærri evrusamstarfinu á sínum tíma en úr var að Grikkland fékk 50 milljarða króna lán úr stöðugleikasjóði Evrópusambandsins. Sú upphæð fór í einskonar gríska bankasýslu sem lagði …

Umtalsverður samdráttur hefur orðið í vínútflutningi Nýsjálendinga að undanförnu. Verð hefur lækkað og minna selst á mikilvægustu markaðssvæðum. Áhugi á nýsjálenskum vínum náði hámarki um mitt árið 2023 en leiðin hefur legið niður á við síðustu mánuði, eins og tölur frá uppgjörsárinu sem lauk í júní sýna glögglega. Verðmæti nýsjálenskra vína minnkaði um 12,2% frá …

Stjórnendur Play gera ekki ráð fyrir að fjölga þotunum í flotanum á næsta ári en það er engu að síður þörf á nýjum flugmönnum. Play hefur því auglýst til umsóknar lausar stöður flugmanna og rennur fresturinn til að sækja um út í byrjun desember. Ekki liggur fyrir hversu margir verða ráðnir samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. …

Nýr forsætisráðherra Frakklands, Michel Barnier, er ekki sáttur við stöðu innflytjendamála í landinu og vill herða tökin. Endurspeglar hann þar stöðugt háværari umræðu í landinu um fjölda innflytjenda. Meginþunginn í stefnuræðu Barnier á þinginu fyrr í vikunni var á stöðu efnahagsmála, hvernig stöðva þyrfti skuldasöfnun, skera niður útgjöld og hækka skatta. En hann ræddi líka …

Í lok október þyngist flugumferðin milli Íslands og Bretlands enda fjölmenna Bretar hingað til lands yfir vetrarmánuðina. Breska flugfélagið Easyjet hefur verið stórtækast í flugi milli landanna tveggja á þessum árstíma en félagið hefur nú skorið niður áætlunina þónokkuð frá síðasta vetri. Til viðbótar við þennan niðurskurð á Keflavíkurflugvelli þá hefur Wizz Air fellt niður …

Toyota Motor hefur ákveðið að fresta framleiðslu rafbíla í Bandaríkjunum vegna þess að dregið hefur úr eftirspurn. Viðskiptavefur Nikkei greinir frá því að framleiðslan hefjist ekki fyrr en á fyrri hluta árs 2026. Framleiðandinn á að hafa greint birgjum nýverið frá því að það drægist að hefja smíði fyrsta rafbílsins, þriggja sætaraða sportjeppa, í verksmiðju …

Hið konunglega hollenska flugfélag, KLM, boðar aðgerðir til að ná niður kostnaði til að vega upp á móti almennum verðlagshækkunum. Í tilkynningu segir að þetta hafi í för með sér samdrátt í fjárfestingum, einfaldara skipulag, aukna kröfu um framleiðni og almennar sparnaðaraðgerðir. „Flugvélarnar okkar eru fullar en framboðið er enn þá minna en það var …

Á miklum óvissutímum fyrir botni Miðjarðarhafs vegna stríðsátaka, sem hafa mikil áhrif á flugsamgöngur, tilkynnir bandaríska flugfélagið Delta Air Lines um samstarf við Saudia Airlines, þjóðarflugfélag Sádi-Arabíu. Markmiðið er að fjölga ferðamöguleikum á milli Bandaríkjanna og Miðausturlanda. Um er að ræða samkomulag (codeshare agreement) um að deila áætlunum og útgefnum flugmiðum. Viðskiptavinir geta þá framvegis …