Samfélagsmiðlar

Búið að veiða 148 langreyðar

Alþjóða dýraverndunarsjóðurinn fordæmir hvalveiðar við Ísland og segir að á vertíðinni sem er að ljúka hafi 148 langreyðar verið drepnar án þess að öruggur markaður sé fyrir kjötið. Því er fagnað að stjórnvöld ætli að kanna aðferðir við veiðarnar. Jafnframt eru þau hvött til að fara í saumana á því hvaða fjárhagslegir hagsmunir réttlæti hvaladrápið.

Ferðafólk fylgist með hval dregnum á land í Hvalfirði

Það vakti athygli fjölmiðla víða um heim þegar hvalveiðar hófust á ný í sumar á vegum Kristjáns Loftssonar. Ferðafólk hefur getað horft á það utan girðingar þegar hvert stórhvelið af öðru hefur verið dregið upp á vinnsluplan Hvals h.f. Þá hafa alþjóðleg dýraverndunarsamtök fylgst grannt með veiðunum og birt upplýsingar um þær.

Í fréttatilkynningu sem Alþjóða dýraverndunarsjóðurinn (IFAW, International Fund for Animal Welfare) sendi frá sér í gær segir að 148 langreyðar hafi verið drepnar á vertíðinni sem sé að ljúka. Samkvæmt heimildum IFAW tókst ekki að drepa fjórðung dýranna með einu sprengjuskoti og sé það lýsandi um þá grimmd sem felist í veiðunum.

„Það er óbærilegt að hugsa til þess hversu mikið þessi dýr kveljast. Rannsóknir hafa sýnt að það líði allt að 25 mínútur áður en hvalur drepst af sprengjuskoti í skutli,“ segir Sharon Livermore, yfirmaður deildar sem fer með verndarmálefni sjávardýra innan IFAW. „Einum hval var landað í sumar með fjóra skutla í skrokknum. Það gefur til kynna að margir hvalanna þurfa að þola langan og erfiðan dauðdaga.“

Mynd: ÓJ

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, setti reglugerð í ágústmánuði um eftirlit með hvalveiðum. Matvælastofnun var falið að hafa eftilit með því að farið væri að lögum um velferð dýra. Fiskistofa sér um eftirlitið. Livermore fagnar því að stjórnvöld ætli að hafa eftirlit með þessum aðferðum sem notaðar séu við hvalveiðar hér við land. Hún leggur til að myndefnið sem veiðieftirlitsmenn safni verði birt opinberlega í vetur og farið verði yfir það af alþjóðlegum sérfræðingum til að tryggja gagnsæi.

„Niðurstöður þessara athugana þurfa að vera hafnar yfir allan vafa. Þá mun heimurinn allur sjá hversu grimmilegar og fjárhagslega óréttlætanlegar þessar veiðar eru. Við hvetjum matvælaráðherra til að sjá til þess að farið verði vandlega í saumana á fjárhagslegri hlið veiðanna með alþjóðlega viðurkenndum aðferðum. Það að Japan sé eini markaðurinn og að opna þurfi flutningaskipum með kjötið leið gegnum ís Norðurskautsins sýnir að þetta geti ekki borið sig efnahagslega eða þjónað hagsmunum Íslendinga,“ segir Livermore.

Mynd: ÓJ

Margir íslenskri ferðaþjónustu hafa gagnrýnt hvalveiðarnar harðlega í sumar. Sérstaklega var Lilja Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra, gagnrýnd fyrir stuðning við hvalveiðarnar og að standa ekki með ferðaþjónustunni. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í frétt Túrista 6. júlí: „Það eru satt að segja mikil vonbrigði að ferðamálaráðherra skuli vera fylgjandi hvalveiðum á sama tíma og atvinnugreinin sjálf, og reynslumikið fólk innan hennar, hafa varað við neikvæðum áhrifum hennar á ferðaþjónustu og ímynd Íslands sem ferðamannalands.“

Forráðafólk hvalaskoðunarfyrirtækjanna hefur auðvitað margt áhyggjur af orðspori Íslendinga. Rannveig Grétarsdóttir, eigandi hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar og stjórnarformaður Íslenska ferðaklasans, ræddi þetta í viðtali við Túrista 26. ágúst: „Fyrir mér eru hvalveiðar eitthvað sem tilheyrir gamla tímanum. Þetta eru gamaldags veiðar sem alþjóðasamfélagið umber ekki. Veiðarnar sem slíkar hafa ekki bein áhrif á okkar ferðir en þær hafa það á söluna hér á Íslandi og orðspor okkar. Ég veit að hvalveiðarnar valda vandræðum í utanríkismálum okkar og á starf allra sem eru að flytja út vörur. Við í ferðaþjónustunni erum mikið úti á markaðnum að selja og fáum viðbrögð fólks. Það væri auðvitað frábært ef við gætum bara verið stolt af sögunni og Kristján Loftsson breytti hvalstöðinni í ferðamannastað.”

Nýtt efni

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …