Samfélagsmiðlar

Forstjóri Play um Icelandair: „Það er greinilegt að Play truflar þau meira en ég átti von á.“

Birgir Jónsson, forstjóri Play

„Ég hef ekki áður séð forstjóra skráðs fyrirtækis segja svona um annað fyrirtæki og ekki er ég með Icelandair á heilanum eða held að velgengni Play sé á kostnað þeirra. Það er alveg pláss fyrir tvö sterk flugfélög en það er greinilegt að Play truflar þau meira en ég átti von á.

Við erum með lægri kostnað, hærri sætanýtingu og erum stundvísari, fyrir utan það að við höfum náð stórum hluta af heimamarkaðinum. Það er því kannski skiljanlegt að þetta hreyfi við þeim og að hann sjái hvað sé að gerast þegar við erum að komast í fullan rekstur og tekjurnar og leiðarkerfið að vaxa,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, um ummæli Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, á síðum Túrista í morgun.

Þar sagði Bogi að uppgjör Play, fyrir þriðja ársfjórðung, hefði komið honum á óvart miðað við fyrri upplýsingagjöf flugfélagsins. „Við áttum von á mun sterkara uppgjöri,“ sagði forstjóri Icelandair. Vísaði hann þar til þess að stjórnendur Play hafi undir lok ágúst ítrekað fyrri spár um rekstrarhagnað á seinni hluta ársins og eins útilokað hlutafjáraukningu.

Sú spá var tekin aftur í síðustu viku og í kjölfarið var tilkynnt að 20 stærstu hluthafarnir myndu leggja flugfélaginu til 2,3 milljarða króna.

Spurður úti þessa gagnrýni starfsbróður síns hjá Icelandair segir Birgir að það sé augljóst, og hafi komið fram í kynningu á uppgjörinu í síðustu viku, að hækkandi olíuverð og lægri tekjur hafi haft áhrif á lausafjárstöðuna frá því seinnipartinn í ágúst.

„Það þurfti ekki að koma til neinnar hlutafjáraukningar en við vildum styrkja félagið einmitt til að þagga niður í svona röddum og senda skilaboð um að við hefðum styrk til að fullnýta þá góðu stöðu sem við höfum náð, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Maður sækir peninga þegar maður þarf þá ekki – því maður fær þá ekki þegar maður þarf þá,“ útskýrir Birgir.

Hann segist þó ekki eiga sérstaklega von á því að mikið komið inn í hlutafjárútboði fyrir minni hluthafa sem kynnt var í gær. Ítrekar forstjórinn það sem áður hefur komið fram að þar sé verið að gæta jafnræðis meðal hluthafa og bjóða öllum sömu kjör á viðbótarhlutafé.

„En það væri gaman ef smærri hluthafar vildu taka þátt en það er ekki stórt atriði. Félagið er sterkara eftir þessa aukningu frá þeim stærstu og það er öllum hluthöfum til hagsbóta líka.“

Mynd: ÓJ
Farþegi á leið með Play út í heim í dag. MYND: ÓJ

Þið segið að lækkandi tekjur í lok sumars og í september komi til vegna skorts á gistingu og bílaleigubílum, fólk hafi því ekki bókað flug. Í bílaleigu- og gistigeiranum skrifa ekki allir undir að ástandið hafi verið þannig og bent er á að framboð á bílaleigubílum batnaði mjög þegar leið á sumarið.

„Það vita allir að það var ekki sjéns að fá hótel á Suðversturhorninu, í ReykjavÍk og á Suðurlandi nema á uppsprengdu verði á þessum tíma. Við vorum sjálf með gesti, starfsmenn og áhafnir og þurftum að dreifa þeim í Borgarnes, Selfoss og út um allt. Nóttin kostaði 130 þúsund á miðlungshóteli í Reykjavík í september þegar við bókuðum fyrir aðila á okkar vegum.

Og þó að það hafi verið eitthvað laust þá var verðið mjög hátt fyrir bókanir með stuttum fyrirvara. Það er bara gott fyrir hótelin en ekki fyrir farþega okkar sem ætluðu til Íslands með stuttum fyrirvara. Um leið og þetta lagaðist nú í haust þá jókst þetta hlutfall hratt og nú erum við að selja fleiri sæti til ferðamanna á leið til Íslands í vetur en við gerðum í sumar. Þá er þetta að virka, verðið hjá okkur er gott og fólk getur fundið hótel og fleira á réttu verði.“

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …