Samfélagsmiðlar

Forstjóri Play um Icelandair: „Það er greinilegt að Play truflar þau meira en ég átti von á.“

Birgir Jónsson, forstjóri Play

„Ég hef ekki áður séð forstjóra skráðs fyrirtækis segja svona um annað fyrirtæki og ekki er ég með Icelandair á heilanum eða held að velgengni Play sé á kostnað þeirra. Það er alveg pláss fyrir tvö sterk flugfélög en það er greinilegt að Play truflar þau meira en ég átti von á.

Við erum með lægri kostnað, hærri sætanýtingu og erum stundvísari, fyrir utan það að við höfum náð stórum hluta af heimamarkaðinum. Það er því kannski skiljanlegt að þetta hreyfi við þeim og að hann sjái hvað sé að gerast þegar við erum að komast í fullan rekstur og tekjurnar og leiðarkerfið að vaxa,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, um ummæli Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, á síðum Túrista í morgun.

Þar sagði Bogi að uppgjör Play, fyrir þriðja ársfjórðung, hefði komið honum á óvart miðað við fyrri upplýsingagjöf flugfélagsins. „Við áttum von á mun sterkara uppgjöri,“ sagði forstjóri Icelandair. Vísaði hann þar til þess að stjórnendur Play hafi undir lok ágúst ítrekað fyrri spár um rekstrarhagnað á seinni hluta ársins og eins útilokað hlutafjáraukningu.

Sú spá var tekin aftur í síðustu viku og í kjölfarið var tilkynnt að 20 stærstu hluthafarnir myndu leggja flugfélaginu til 2,3 milljarða króna.

Spurður úti þessa gagnrýni starfsbróður síns hjá Icelandair segir Birgir að það sé augljóst, og hafi komið fram í kynningu á uppgjörinu í síðustu viku, að hækkandi olíuverð og lægri tekjur hafi haft áhrif á lausafjárstöðuna frá því seinnipartinn í ágúst.

„Það þurfti ekki að koma til neinnar hlutafjáraukningar en við vildum styrkja félagið einmitt til að þagga niður í svona röddum og senda skilaboð um að við hefðum styrk til að fullnýta þá góðu stöðu sem við höfum náð, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Maður sækir peninga þegar maður þarf þá ekki – því maður fær þá ekki þegar maður þarf þá,“ útskýrir Birgir.

Hann segist þó ekki eiga sérstaklega von á því að mikið komið inn í hlutafjárútboði fyrir minni hluthafa sem kynnt var í gær. Ítrekar forstjórinn það sem áður hefur komið fram að þar sé verið að gæta jafnræðis meðal hluthafa og bjóða öllum sömu kjör á viðbótarhlutafé.

„En það væri gaman ef smærri hluthafar vildu taka þátt en það er ekki stórt atriði. Félagið er sterkara eftir þessa aukningu frá þeim stærstu og það er öllum hluthöfum til hagsbóta líka.“

Mynd: ÓJ
Farþegi á leið með Play út í heim í dag. MYND: ÓJ

Þið segið að lækkandi tekjur í lok sumars og í september komi til vegna skorts á gistingu og bílaleigubílum, fólk hafi því ekki bókað flug. Í bílaleigu- og gistigeiranum skrifa ekki allir undir að ástandið hafi verið þannig og bent er á að framboð á bílaleigubílum batnaði mjög þegar leið á sumarið.

„Það vita allir að það var ekki sjéns að fá hótel á Suðversturhorninu, í ReykjavÍk og á Suðurlandi nema á uppsprengdu verði á þessum tíma. Við vorum sjálf með gesti, starfsmenn og áhafnir og þurftum að dreifa þeim í Borgarnes, Selfoss og út um allt. Nóttin kostaði 130 þúsund á miðlungshóteli í Reykjavík í september þegar við bókuðum fyrir aðila á okkar vegum.

Og þó að það hafi verið eitthvað laust þá var verðið mjög hátt fyrir bókanir með stuttum fyrirvara. Það er bara gott fyrir hótelin en ekki fyrir farþega okkar sem ætluðu til Íslands með stuttum fyrirvara. Um leið og þetta lagaðist nú í haust þá jókst þetta hlutfall hratt og nú erum við að selja fleiri sæti til ferðamanna á leið til Íslands í vetur en við gerðum í sumar. Þá er þetta að virka, verðið hjá okkur er gott og fólk getur fundið hótel og fleira á réttu verði.“

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …