Samfélagsmiðlar

„Umskapa verður flugvélaiðnaðinn“

Flugfélög sem einblína á skammtíma hagnað munu ekki ein og sér leiða umbreytingu flugvélatækni, sem leiði til þess að vistvænar flugvélar leysi þær mengandi af hólmi. Þetta er álit eins forystumanna heims í þróun og smíði rafmagns- og tvinnflugvéla.

Anders Forslund

Anders Forslund, forstjóri Heart Aerospace

Flugheimurinn hefur gefið fyrirheit um að kolefnishlutleysi verði náð árið 2050 en vandséð er hvernig það eigi að takast nema að ríki heims styðji með markvissum aðgerðum nauðsynleg umskipti frá jarðefnaeldsneyti yfir í græna eða vistvæna orkugjafa.

Flugfélögin sjálf einblína á hagnað til skamms tíma og eru ekki tilbúin nema að litlu leyti til að taka á sig kostnað vegna þróunar nýrrar vistvænnar tækni. Þetta kemur fram hjá Anders Forslund, forstjóra og eins stofnanda Heart Aerospace í Svíþjóð, í viðtali við Financial Times. 

ES-30 á flugi yfir sjó – MYND: Heart Aerospace

Heart Aerospace vinnur að þróun og smíði 30 sæta tvinnflugvélar sem nefnist ES-30. Stefnt er að því að hún verði notuð í innanlandsflugi og geti flogið á hreinu rafmagni frá rafhlöðu í 200 kílómetra – en a.m.k. tvöfalda þá fluglengd með tvinntækni þar sem notast yrði við sjálfbært eldsneyti (SAF). Stefnt er að því að ES-30 verði tekin í notkun árið 2028 – eftir fimm ár.

Þegar hafa United Airlines, Mesa Airlines og Air Canada pantað vélar. Icelandair er meðal flugfélaga sem undirritað hafa viljayfirlýsingu við Heart Aerospace um þróun 30 sæta-vélarinnar fyrir innanlandsflug á Íslandi. En þrátt fyrir þessa viðleitni flugfélaga telur forstjóri Heart Aerospace að það verði að koma til miklu sterkari hvatar svo hraða megi þessum umskiptum frá mengandi í vistvænt áætlunarflug. 

ES-30 í flughermi – MYND: Heart Aerospace-ITF

„Ríkisstjórnir ráða lögum og lofum. Flugfélögin þurfa að hafa hagræna hvata til að taka af skarið. Það verður að koma þessu í gang – og það strax,” segir Anders Forslund, og bendir á Noreg sem fordæmi. Í því ríka landi hafi verið gefinn afsláttur á kaupum á rafbílum til að hraða orkuskiptum.

Forslund segir að þungamiðja þessarar sprotagreinar sé að stórum hluta að færast til Bandaríkjanna í kjölfar stefnu Biden-stjórnarinnar um innviðaaðgerðir sem beinast gegn loftslagsvánni og eiga að kveða niður verðbólgu. „Það má segja að við bíðum eftir því hvað Evrópuríkin ætli að gera,” segir Forslund sem í viðtalinu bendir á áhugaverða markaði á Íslandi og í Danmörku vegna aðgengis að sjálfbærri orku og fremur stuttra flugleiða. 

Hreyfill ES-30 – MYND: Heart Aerospace-ITF

Eins og áður sagði, geta þær rafhlöður sem ES-30 styðjast nú við, borið orku til að knýja hreyfla á 200 kílómetra flugi. Búist er við að árið 2040 verði komnar til sögunnar rafhlöður sem leyfi 400 kílómetra flug – og hægt verði að lengja flug um 600 kílómetra með tvinntækni. Með þróun rafhlaðna eykst svo enn fluggeta hreinna rafflugvéla. Hraðinn á umbreytingunni ræðst þó af áhuga flugfélaga og vilja stjórnvalda í löndum heims.

„Vandinn er ekki að það sé of mikið að gerast á of skömmum tíma, heldur gerist of lítið alltof hægt. Flugfélög, ríki og ríkisstjórnir þurfa að skynja hversu brýnt þetta mál er og ákveða hvernig staðið verður að umbreytingunni. Þetta krefst samvinnu þeirra sem fyrir eru á markaðnum, rótgróinna framleiðenda og sprotafyrirtækja. Umskapa verður flugvélaiðnaðinn.” 

Þetta segir Anders Forslund og hvetur Evrópu til dáða.

Það verður áhugavert að fylgjast með viðbrögðum við þessari hvatningu og sjá hversu hröð nauðsynleg umbreyting verður í flugiðnaðinum.

ES-30 í næturþoku – MYND: Heart Aerospace
Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …