Samfélagsmiðlar

Enn lokast þýskir flugvellir vegna verkfalla

Flugsamgöngur á meginlandinu raskast áfram vegna verkfallsaðgerða. Bæði í Frakklandi og Þýskalandi hefur ítrekað stöðvast flug eða tafist vegna verkfallsaðgerða á síðustu vikum og mánuðum. Nú beinast aðgerðir að flugvöllunum í München og í Frankfurt, þeim fjölfarnasta í Þýskalandi.

Twitter

Tilkynning frá Frankfurt-flugvelli á Twitter

Yfirvöld flugvallarins í Frankfurt segja í tilkynningu að vegna verkfalls félagsfólks í Verdi, eða Vereinte Dienstleistungs­gewerkschaft, verði víðtækar truflanir á allri starfsemi vallarins mánudaginn 27. mars. Ekkert almennt farþegaflug fari um Frankfurt-flugvöll þann dag. Eru farþegar sem bókað eiga í flug til Frankfurt á mánudag hvattir til að hafa samband við flugfélag sitt. Verdi-félagar láta líka til sín taka á München-flugvelli strax á sunnudag. Ekkert farþegaflug verður um völlinn við höfuðborg Bæjaralands á sunnudag og mánudag.

Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia hefur Icelandair þegar aflýst flugi sínu til München á sunnudagsmorgun. En samkvæmt áætlun félagsins ætti að fljúga til Frankfurt kl. 07.25 á mánudagsmorgun.

Frá Frankfurt-flugvelli

Síðast fór öryggisstarfsfólk í Verdi-félaginu í verkfall á völdum þýskum flugvöllum 17. febrúar. Kom þá fram að árum saman hafi staðið deilur um þær greiðslur sem öryggisstarfsfólk fær fyrir næturvaktir og vinnu um helgar og á hátíðum. Engar kjarabætur fyrir yfirvinnu hafi fengist frá árinu 2006 en viðræður hafi staðið frá 2013 án árangurs. Almennar kröfur félaga Verdi eru þær að laun hækki um 10,5 prósent – ekki um minna en 500 evrur á mánuði – til að mæta almennum verðhækkunum.

Viðamiklar verkfallsaðgerðir í Frakklandi höfðu mikil áhrif í samgöngukerfi landsins í gær, 23. mars. Leiðum að Charles de Gaulle-flugvelli var lokað. Búast má við frekari aðgerðum sem beinast að ákvörðun Frakklandsforseta um að hækka lífeyrisaldur um tvö ár – úr 62 í 64 ára aldur.

Nýtt efni

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …