Samfélagsmiðlar

Bandarísk flugfélög undir smásjá

Búist er við að fjöldi flugfarþega í Bandaríkjunum á þessu ári verði álíka og 2019, áður en Covid-19-faraldurinn skall á. Þessi viðsnúningur lofar auðvitað góðu fyrir flugfélög vestra en auðveldlega gæti slegið í bakseglin ef ekki tekst að mæta með sóma þessari eftirspurn og koma í veg fyrir miklar seinkanir eða aflýsingu flugferða.

Beðið flugs

Bataferlið í bandarískum flugheimi frá lokum heimsfaraldursins hefur ekki verið áfallalaust. Nokkrum sinnum á þessu tímabili hafa flugsamgöngur stöðvast og flugfélögin uppskorið mikla reiði og angist fólks sem þurft hefur að dúsa langtímum saman á flugstöðvum eða að farangur hefur orðið viskila við það.

Stjórnmálamenn og neytendasamtök hafa auðvitað brugðist við þessu fyrir hönd sinna umbjóðenda og gagnrýnt flugfélögin harkalega fyrir vangetu og klúður. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur sótt að flugfélögunum um að bæta farþegum tjón vegna seinkana og aflýstra flugferða – og líka krafist meira gagnsæis í því hvernig flugfargjöld eru reiknuð. Þetta hefur verið meðal helstu áherslumála Pete Buttigieg, samgönguráðherra alríkisstjórnarinnar. 

Ef flugfélögunum í Bandaríkjunum tekst illa upp við að sinna sumartraffíkinni 2023 og allt fer í hnút eins og gerðist í vetur þá eykst þrýstingur á löggafann og eftirlitsstofnanir um að beita sér gegn þeim af meiri hörku. Sama er að segja um FAA, bandarísku flugmálastjórnina, sem ábyrg er fyrir flugumferðarstjórn sem brugðist hefur ítrekað á nýliðnum árum – oftast vegna tækniörðugleika sem rekja má til úrelts búnaðar eða skorts á uppfærslum. 

Í biðstofu flugvallar – MYND: Mohamad Ilham-Fauzan / Unsplash

„Flugfélögin verða undir smásjá og ég tel að þau hafi ekki efni á að lenda aftur í samskonar vandræðum og síðasta sumar,“ hefur The New York Times eftir William J McGee hjá American Economic Liberties Project, samtök sem stunda rannsóknir og beita sér fyrir umbótum fyrir neytendur vestra. Hafa samtökin mjög gagnrýnt samþjöppun í flugheiminum. „Þessar stöðugu frestanir á flugferðum á síðustu stundu, sem gjarnan voru skýrðar með því að skortur væri á starfsfólki, voru óásættanlegar. Flugfélögunum verður ekki stætt á því að láta þetta endurtaka sig. Það myndi hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þau.“

Flugvél United tekur á loft frá flugvellinum í Houston – MYND: Henry Siismets / Unsplash

Nú hafa forráðamenn flugfélaga og flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum staðhæft að gerðar hafi verið nauðsynlegar umbætur til að koma í veg fyrir jafn miklar truflanir á flugi og orðið hafa á síðustu misserum. Minni líkur séu á því að ringulreið skapist í fluginu og allt eigi vonandi eftir að ganga vel.

Flugumferðin fer nú vaxandi vestanhafs með hverri viku sem líður. Á mörgum flugvallanna er búist við að farþegafjöldinn fari umtalsvert fram úr því sem hann var í fyrrasumar. Þetta á t.d. við um flugvellina í New York, Los Angeles, Houston, Denver og Seattle. Flugfélögin segjast hafa búið sig undir meiri ferðaáhuga með því að nota stærri flugvélar – en fækka ferðum á móti til að einfalda umferðina, ráða miklu fleira starfsfólk og hafa betri gætur á merkjum um að umferðartruflun sé yfirvofandi. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvernig til tekst.

Nýtt efni

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …

Icelandair sagði 82 starfsmönnum upp fyrir síðustu mánaðamót en þær uppsagnir náðu ekki til áhafna flugfélagsins. Nú er hins vegar komið að þeim hópi því fyrir helgi fengu 57 flugmenn uppsagnarbréf og eins voru 26 flugstjórar færðir í stöðu flugmanna. Við þá breytingu lækka laun viðkomandi um fimmtung samkvæmt því sem FF7 kemst næst.  Flugmönnum …