Samfélagsmiðlar

Bandarísk flugfélög undir smásjá

Búist er við að fjöldi flugfarþega í Bandaríkjunum á þessu ári verði álíka og 2019, áður en Covid-19-faraldurinn skall á. Þessi viðsnúningur lofar auðvitað góðu fyrir flugfélög vestra en auðveldlega gæti slegið í bakseglin ef ekki tekst að mæta með sóma þessari eftirspurn og koma í veg fyrir miklar seinkanir eða aflýsingu flugferða.

Beðið flugs

Bataferlið í bandarískum flugheimi frá lokum heimsfaraldursins hefur ekki verið áfallalaust. Nokkrum sinnum á þessu tímabili hafa flugsamgöngur stöðvast og flugfélögin uppskorið mikla reiði og angist fólks sem þurft hefur að dúsa langtímum saman á flugstöðvum eða að farangur hefur orðið viskila við það.

Stjórnmálamenn og neytendasamtök hafa auðvitað brugðist við þessu fyrir hönd sinna umbjóðenda og gagnrýnt flugfélögin harkalega fyrir vangetu og klúður. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur sótt að flugfélögunum um að bæta farþegum tjón vegna seinkana og aflýstra flugferða – og líka krafist meira gagnsæis í því hvernig flugfargjöld eru reiknuð. Þetta hefur verið meðal helstu áherslumála Pete Buttigieg, samgönguráðherra alríkisstjórnarinnar. 

Ef flugfélögunum í Bandaríkjunum tekst illa upp við að sinna sumartraffíkinni 2023 og allt fer í hnút eins og gerðist í vetur þá eykst þrýstingur á löggafann og eftirlitsstofnanir um að beita sér gegn þeim af meiri hörku. Sama er að segja um FAA, bandarísku flugmálastjórnina, sem ábyrg er fyrir flugumferðarstjórn sem brugðist hefur ítrekað á nýliðnum árum – oftast vegna tækniörðugleika sem rekja má til úrelts búnaðar eða skorts á uppfærslum. 

Í biðstofu flugvallar – MYND: Mohamad Ilham-Fauzan / Unsplash

„Flugfélögin verða undir smásjá og ég tel að þau hafi ekki efni á að lenda aftur í samskonar vandræðum og síðasta sumar,“ hefur The New York Times eftir William J McGee hjá American Economic Liberties Project, samtök sem stunda rannsóknir og beita sér fyrir umbótum fyrir neytendur vestra. Hafa samtökin mjög gagnrýnt samþjöppun í flugheiminum. „Þessar stöðugu frestanir á flugferðum á síðustu stundu, sem gjarnan voru skýrðar með því að skortur væri á starfsfólki, voru óásættanlegar. Flugfélögunum verður ekki stætt á því að láta þetta endurtaka sig. Það myndi hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir þau.“

Flugvél United tekur á loft frá flugvellinum í Houston – MYND: Henry Siismets / Unsplash

Nú hafa forráðamenn flugfélaga og flugmálayfirvalda í Bandaríkjunum staðhæft að gerðar hafi verið nauðsynlegar umbætur til að koma í veg fyrir jafn miklar truflanir á flugi og orðið hafa á síðustu misserum. Minni líkur séu á því að ringulreið skapist í fluginu og allt eigi vonandi eftir að ganga vel.

Flugumferðin fer nú vaxandi vestanhafs með hverri viku sem líður. Á mörgum flugvallanna er búist við að farþegafjöldinn fari umtalsvert fram úr því sem hann var í fyrrasumar. Þetta á t.d. við um flugvellina í New York, Los Angeles, Houston, Denver og Seattle. Flugfélögin segjast hafa búið sig undir meiri ferðaáhuga með því að nota stærri flugvélar – en fækka ferðum á móti til að einfalda umferðina, ráða miklu fleira starfsfólk og hafa betri gætur á merkjum um að umferðartruflun sé yfirvofandi. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvernig til tekst.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …