Samfélagsmiðlar

Kaupmannahöfn frá A til Ö

Svona getur íslenska stafrófið nýst íslenskum ferðamönnum í Kaupmannahöfn.

Almenningssamgöngur í gömlu höfuðborginni eru góðar og ekki síst til og frá flugvellinum. Það er því alger óþarfi að eyða pening í leigubíl. Metró kemst á korteri frá Kastrup til Kongens Nytorv og farið kostar um 700 krónur. Leigubíllinn getur hæglega verið hálftíma sömu leið og mælirinn fer örugglega upp í rúmar 5000 íslenskar.

Bakkelsið sem danskir bakarar framleiða og sprauta glassúri yfir er rómað um víða veröld. Enda eru vínarbrauð kölluð Danish í enskumælandi löndum. Heimsfrægðin bíður hins vegar Rabbabarahornsins og stjórasnúðsins (Direktør snegl) sem fást í bakaríum Lagkagehuset út um allan bæ.

Danska krónan virðist ekki ætla að lækka niður fyrir 20 íslenskar og því er um að gera að nýta sér allt það sem kostar lítið eða ekkert í Kaupmannahöfn. Mörg söfn rukka ekki inn einn dag í viku og margir veitingamenn stilla verðinu í hóf á kostnað úrvalsins.

Elmegade er lítil gata sem er eiginlega miðpunktur Norðurbrú hverfisins. Hér iðar allt af lífi daginn út og inn enda gott úrval af kaffihúsum, sérverslunum og börum. Akkerið í Elmegade er Laundromat Café hans Friðriks Weisshappel.

Éljagangur er ekki svo oft á kortum danskra veðurfræðinga en þegar þannig viðrar er forvitnilegt að fylgjast með vaktskiptum lífvarða Margrétar Þórhildar. Hermennirnir eru í virðulegum vetrarfötum og með risastórar bjarnaskinshúfur sem verða hvítar um leið og það byrjar að snjóa.

Frederiksberg er sjálfstætt sveitarfélag í miðri Kaupmannahöfn. Þar eru íhaldsmenn með hreinan meirihluta þó þeir rétt nái 10 prósent fylgi á landsvísu. Ein glæsilegasta gata höfuðborgarsvæðisins er Frederiksberg allé sem liggur upp að hinum fallega Frederiksberg garði.

Gamlaströndin eða Gammel Strand er huggulegt og sólríkt torg. Þar er ljómandi gott að fá sér fiskifrikadellur með heimalöguðu remúlaði í hádeginu á Café Diamanten. Framkvæmdir við metróstöð trufla þó stemninguna á svæðinu um þessar mundir.

Hjólreiðamenn eru í forgangi í umferðinni í Köben og nú er verið að leggja þriggja akgreina hjólastíga á víðförnum slóðum. Það er vissara að muna eftir því að gefa merki þegar á að beygja eða stoppa því annars er hætt við að þú fáir að heyra það frá hinu hjólafólkinu.

Islands brygge kallast eitt af hverfum miðborgarinnar. Fyrir Íslendinga er huggulegt að ganga eftir Isafjordsgade og Reykjaviksgade. Hafnarbaðið við Islands brygge götuna er mjög vinsælt á góðviðrisdögum.

Ísneysla Kaupmannahafnarbúa hefur sennilega aukist töluvert síðustu ár því ísbúðir sem búa til ítalskan kúluís njóta mikilla vinsælda. Siciliansk Is á Vesturbro og Christianshavn þykir standa einna fremst á þessu sviði.

Jazzinn hefur lengi verið vinsæll í Danmörku og þar hafa heimsþekktir jazzleikarar búið í lengri eða skemmri tíma. Nokkrir jazzklúbbar eru starfræktir í borginni og þeirra vinsælastur er sennilega Montmartre við Store Regnegade. Jazz cup á Gothergade er líka skyldustopp fyrir þá sem vilja kaupa plötur. Hin árlega jazzhátíð er haldin í júlí og hún fer ekki framhjá nokkrum manni.

Kaupmannahafnarflugvöllur eða Kastrup, eins og margir kalla hann, hentar vel til tengiflugs fyrir íslenska flugfarþega. Þaðan er flogið til fjölmargra landa og flughöfnin sjálf er vel skipulögð og þægileg. Flugmiðar til Köben eru líka oftar en ekki með þeim ódýrustu sem fást hér á landi.

Litla hafmeyjan varð hundrað ára í síðustu viku og hún hefur laðað til sín ferðamenn nær allan þann tíma. Margir þeirra verða víst fyrir vonbrigðum með hversu lítil hún er.

Smelltu til að sjá M til Ö.

VILTU 15% AFSLÁTT AF GISTINGU Í KAUPMANNAHÖFN

 

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …