Samfélagsmiðlar

Skandinavískt sumarfrí

Það er flogið beint til átta borga og bæja í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Það er því engin ástæða til að byrja og enda ferðalagið á sama flugvelli.

Er kominn tími til að gera frændþjóðunum góð skil? Í sumar geturðu byrjað reisuna um Skandinavíu í Stavanger og flogið heim frá Stokkhólmi eða tekið ferju frá Kaupmannahöfn til Oslóar. Hér eru nokkrir útgangspunktar fyrir þá túrista sem vilja ekki vera bundna af því enda ferðalagið á sama flugvelli og það hófst.

Bjartviðri hjá bóhemum

Kragerø við Oslóarfjörð og Skagen, nyrsti bær Jótlands, eiga það sammerkt að hafa verið heimkynni nokkurra af þekktustu listmálurum Norðurlanda og og vera mjög sólríkir bæir. Það er hægt að gera þessum björtu listamannanýlendum skil í einni utanlandsferð með því að nýta sér ferjusiglingar Stena Line milli Oslóar og Frederikshavn á Jótlandi. Þar má svo leigja bíl og kynna sér nyrsta hluta Jótlands áður en haldið er heim frá Billund.

Á slóðir Astridar

Er kominn tími á að fara með börnin í heimsókn til Línu, Emils og Kalla á þakinu? Skemmtigarður Astridar Lindgren er miðja vegu á milli Stokkhólms og Gautaborgar en flogið er héðan til beggja þessara borga. Ef ferðalagið hefst í Stokkhólmi liggur beint við að heimsækja Junibacken safnið þar sem persónur úr bókum Astridar eru í aðalhlutverki. Síðan er tilvalið að borða á Wasahof bístróinu við Dalagatan 46 en skáldkonan bjó fyrir ofan veitingastaðinn í 61 ár. Síðan er lestin tekin til Vimmberby og þar má leigja kofa í tvær nætur á meðan á meðan skemmtigarðinum Astrid Lindgrens värld eru gerð góð skil. Við komuna til Gautaborgar er stutt í Liseberg, stærsta skemmtigarð Norðurlanda.

Siglt milli flugvalla

Það tekur um tíu tíma að keyra frá Bergen norður til Þrándheims en það er örugglega miklu skemmtilegra að gefa sér 37 tíma í túrinn um borð í ferju Hurtigruten. Tveggja nátta sigling kostar um fimmtíu þúsund krónur með norska skipafélaginu en einnig er hægt að fara mun lengri norður með Hurtigruten.

Nýjar danskar kartöflur

Uppáhalds kartöflur Dana eru upprunar á eyjunni Samsø úti fyrir austurstönd Jótlands. Til þessarar litlu eyju má sigla frá Kalundborg á Sjálandi eftir að hafa endurnýjað kynni sín af Kaupmannahöfn. Við komuna til Samsø er rakleiðis haldið á næstu krá og pantaður kartoffelmad; rúgbrauð með þunnt sneiddum, köldum kartöflum, majónesi og graslauk. Ferðinni er svo haldið áfram yfir á eina fastaland Dana og flogið heim frá Billund, heimabæ Legósins.

Tvær höfuðborgir í einu

Oslóarbáturinn siglir frá Nordhavn í Kaupmannahöfn seinnipart dags og kemur til Oslóar morguninn eftir. Þar sem flugsamgöngur milli Keflavíkur og þessara tveggja borga eru mjög góðar má reglulega finna ódýra flugmiða á þessum leiðum.

HÓTEL: Berðu saman verð á ódýrum hótelum út um allan heim
BÍLALEIGUBÍLAR: Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl


Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …