Samfélagsmiðlar

Gerir ráð fyrir lengri bið eftir ferðamönnum frá Asíu en vonast til að Íslendingar haldi áfram að fjölmenna á hótelin

Forstjóri Íslandshótelanna ræðir hér áform um uppbyggingu á Akureyri, eignarhald Landsbankans í hótelgeiranum og þrýsting á hærra gistiverð.

Davíð Torfi Ólafsson

Davíð Torfi Ólafsson er forstjóri Íslandshótelanna.

Nú eru ellefu af sautján hótelum Íslandshótela opin en frá og með 1. maí verða gestir á þeim öllum. Í júní verðu svo hið nýja Hótel Reykjavík Saga í Lækjargötu tekið í notkun. Staðan er því gjörbreytt frá því í heimsfaraldrinum því á tímabili var aðeins eitt af hótelum fyrirtækisins opið.

Fjögur til viðbótar voru reyndar rekin sem sóttvarnarhótel og spurður hvort slitin á herbergjunum á þeim hafi verið meiri en í hefðbundnum rekstri þá segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, að álagið hafi verið mismunandi en mest þar sem gestir dvöldu dögum saman inn á herbergjunum.

Heimamenn skemmtileg viðbót

Á tímum Covid-19 hafa Íslendingar sem og aðrar þjóðir ferðast mun meira um eigið land. Íslensk ferðaþjónusta hefur hins vegar að mestu gert út á erlenda gesti á meðan skiptingin á milli heimamanna og útlendinga hefur verið mun jafnari á stærri mörkuðum. Fyrir heimsfaraldur var hlutfall erlendra gesta hjá Íslandshótelunum til að mynda níutíu prósent. Davíð Torfi segist hins vegar svo sannarlega vonast til að heimamarkaðurinn vegi þyngra á hótelunum til framtíðar enda séu íslenskir ferðamenn mjög skemmtileg viðbót við kúnnahópinn.

Þó Íslandshótelin séu umsvifamesta fyrirtækið á sínum sviði hér á landi þá er ekkert hótel á Akureyri innan keðjunnar. Spurður hvort ekki sé nauðsynlegt að gera breytingu á því þá bendir Davíð Torfi á að fyrirtækið eigi Sjallann og hafi látið hanna hótel á þeim reit. „Vonandi verður hægt að hefja framkvæmdir þar á næstu árum,“ bætir hann við.

Lengri bið eftir ferðamönnum frá Kína

Nú er sumarvertíðin framundan og sú ætti að verða sú fyrsta í þrjú ár sem áhrif farsóttarinnar verða í lágmarki. En þrátt fyrir að óvissan varðandi ferðalög sé mun minni en áður þá segir Davíð Torfi að ennþá komi bókanir með mjög stuttum fyrirvara. Að öðru leyti segir hann að markaðurinn sé svipaður og áður fyrr, til dæmis varðandi dvalartíma.

Það verður hins vegar lengri bið eftir ferðamönnum frá Asíu fjölmenni til landsins að mati Davíðs Torfa. „Við gerum ekki ráð fyrir að kínverskir ferðamenn komi hér í stórum stíl á þessu ári. Það er ennþá allt lokað þar og ekki útséð með að það sé að breytast mikið á næstunni.“

Líklegt að Landsbankinn selji

Einn helsti keppinautur Íslandshótelanna eru Keahótelin en móðurfélag þeirrar hótelkeðju varð gjaldþrota í byrjun síðasta árs. Gömlu eigendurnir héldu þó eftir 65 prósent hlut og Landsbankinn eignaðist 35 prósent og er því stærsti einstaki hluthafinn í Keahótelunum. Aðspurður hvort hann telji að bankinn losi sig við þennan hlut þá segir Davíð Torfi að hann telji það líklegt en segist þó ekki vita í hvaða formi það verði gert.

Endurskoðun á verðlagningu

Síðustu vikur hafa stjórnendur íslensku flugfélaganna boðað hækkun fargjalda með hærra eldsneytisálagi og þessi verðþróun gæti líka skilað sér í gistigeiranum. Davíð Torfi segist reyndar ekki getað tjáð sig um það beint hvort verðlag á hótelum sé á uppleið en bendir á að verðlagningu verði að endurskoða í ljósi hækkandi rekstrarkostnaðs.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …