Samfélagsmiðlar

Eini Daninn segir upp

Farþegar SAS á leið í flug frá Kaupmannahöfn.

Það er löng hefð fyrir því að yfirstjórn flugfélagsins SAS sé skipuð fulltrúum Noregs, Svíþjóðar og Danmörku enda hafa skandinavísku ríkin þrjú lengi farið með meirihluta í þessu stærsta flugfélagi Norðurlanda. Norðmenn seldu reyndar hlut sinn sumarið 2018 en áfram er einn Norðmaður í framkvæmdastjórn SAS enda eru umsvif flugfélagsins mikil þar í landi.

Daninn í framkvæmdastjórninni er svo Simon Pauck Hansen sem titlaður er aðstoðarforstjóri. Hann tilkynnti hins vegar í byrjun vikunnar að dagar hans hjá SAS væru taldir eftir 26 ára starf. Í viðtali við ferðaritið Checkin segir Hansen að skýringin á uppsögn sinni skrifist á marga þætti en þyngst vegi að hann vilji einfaldlega reyna fyrir sér á öðrum vettvangi.

Í framkvæmdastjórn SAS sitja í dag sjö framkvæmdastjórar og þar af fyrrnefndur Hansen og Norðmaðurinn Kjetil Håbjørg. Með þeim eru fjórir Svíar og einn Finni. Forstjórinn er svo Hollendingurinn Anko van der Werff en hann er fyrsti útlendingurinn stýrir flugfélaginu því hingað til hafa forstjórarnir allir komið frá Skandinavíu.

Hvort Dani fylli skarð Hansen á eftir að koma í ljós en Kastrup flugvöllur hefur lengi verið helsta starfsstöð SAS.

Það má svo rifja upp hér í lokin að árið 2015 ræddi Túristi við Hansen um samstarf SAS og Icelandair. Þegar þarna var komið sögu hafði Icelandair nýverið tilkynnt um nýjan áfangastað, Chicago í Bandaríkjunum, sem lengi hefur verið eitt af höfuðvígum SAS vestanhafs. Skandinavíska félagið svarið um hæl með því að hefja sölu á flugi til Íslands frá Kaupmannahöfn og bætti einnig við flugi frá dönsku höfuðborginni til Boston en í þeirri borg hafði Icelandair fengið að athafna sig án nokkurrar samkeppni við önnur norræn flugfélög.

Á skrifstofum Icelandair við Reykjavíkurflugvöll komu þessi viðbrögð SAS mörgum á óvart samkvæmt heimildum Túrista enda höfðu félögin átt í nánu samstarfi um langt skeið. Simon Pauck Hansen gerði þó lítið úr þessu öllu saman.

„Chicago er stórborg og staðsetning hennar hentar flugflota Icelandair vel. Það var algjör tilviljun að við kynntum flugið til Boston og Keflavíkurflugvallar á sama degi en ég get skilið að sumir sjái þetta með öðrum hætti. Við viljum hins vegar vera með okkar eigin ferðir til stóru áfangastaðanna og Boston er einn af þeimm, ” sagði Hansen í viðtali við Túrista.

Hann bætti því við það væru alls ekki uppi áform um það hjá SAS að hætta samstarfinu við Icelandair og Hansen sagði að það myndi koma sér á óvart ef stjórnendur Icelandair myndu slíta samstarfinu.

Og nú sjö árum síðar er samvinna félaganna tveggja ennþá við lýði.

Eins og áður hefur verið fjallað um þá er staða SAS mjög veik þessi misserin. Félagið nýtur gjaldþrotaverndar fyrir bandarískum dómstólum og reynir með þeim hætti að endurskipuleggja fjárhag sinn.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …