Samfélagsmiðlar

Evrópusambandið vill hraða grænu byltingunni

Evrópusambandið hefur ákveðið að bregðast við ákalli um meiri stuðning við vistvænan iðnað og nýsköpun í álfunni með ríkjastyrkjum og framlögum úr væntanlegum Fullveldissjóði ESB. Markmiðið er að Evrópa verði fyrsta kolefnishlutlausa álfan árið 2050.

Ursula von der Leyen

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, á Davos-fundinum

Forysta Evrópusambandsins vill koma í veg fyrir flótta fyrirtækja frá Evrópu til Bandaríkjanna, þar sem Biden-stjórnin hefur samþykkt áætlun um stórsókn í uppbyggingu innviða til að bregðast við loftslagsbreytingum og hefur ákveðið að verja 369 milljörðum Bandaríkjadollara í áætlunina. Vistvæn tækni er sá hluti evrópsks iðnaðar sem nú vex hraðast.

Vindmyllur á Madeira – MYND: Unsplash/Colin Watts

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í ræðu sem hún hélt á Davos-ráðstefnunni í Sviss í dag að í undirbúningi væri löggjöf til að tryggja vistvænum evrópskum iðnaði fjárframlög. Þessar ráðstafnir væru hluti af grænni iðnaðarstefnu sambandsins. Vistvæn tækni og nýsköpun ættu heima í Evrópu sem verði kolefnishlutlaus árið 2050 – fyrsta heimsálfan til að ná því takmarki.

„Til að þetta takist setjum við fram nýja kolefnishlutlausa iðnaðaráætlun. Markmiðið er að beina fjárfestingum að öllum hlutum aðfangakeðjunnar sem geta haft áhrif. Sérstaklega munum við beina sjónum að því að einfalda ferla og hraða leyfisveitingum vegna nýrra og vistvænna tæknilausna við framleiðslu. ”

Kvöldtraffík í Brussel – MYND: Unsplash/Patrick C.Freyer

Ursula von der Leyen segir að Evrópusambandið muni eins og Bandaríkin stórauka framlög til að þróa grænar og vistvænar iðnaðarlausnir og styrkja þannig Evrópu í alþjóðlegri samkeppni á þessu sviði: 

„Við leggjum þess vegna til að tímabundið verði vikið frá gildandi reglum um ríkisstuðning til að einfalda þessi mál og hraða þróuninni.”

Hún nefndi sem dæmi skattaafslætti og beina styrki vegna tiltekinna verkefna sem talið væri að stuðluðu að því að efla umhverfisvæna tækni. Einstök aðildarríki væru auðvitað misjafnlega í stakk búin til að styðja við þessa þróun með styrkveitingum og myndi ESB þess vegna leggja fram nauðsynlega fjármuni úr væntanlegum Fullveldissjóði sambandsins til að jafna aðstöðu ríkjanna.

Fullveldissjóðurinn, sem Ursula von der Leyen nefndi fyrst í haust hefur raunar enn ekki verið samþykktur af öllum aðildarríkjum ESB. Munar þar mest um að Þjóðverjar hafa ekki lýst yfir stuðningi sínum við sjóðsstofnunina. 

Meðal þeirra sem hvatt hafa til meiri opinberra afskipta til að hraða orkuskiptum er Anders Forslund, forstjóri Heart Aerospace í Svíþjóð, sem Icelandair verður í samvinnu við um þróun tvinnflugvélar fyrir innanlandsflug. 

Anders og Klara Forslund, stofnendur Heart Aerospace – MYND: Heart Aerospace
Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …